Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2025 15:06 Skemmtiferðaskip í höfn við Reykjavík. Stór hluti af áætluðum framkvæmdum Faxaflóahafna næstu fimmtán árin eru vegna nýrra viðlegukanta. Vísir/Arnar Hátt í hundrað milljarða króna þarf til þess að fjármagna áætlanir hafnasjóða á Íslandi um uppbyggingu til ársins 2040. Áætlunum þeirra er ætlað að mæta bæði vexti í atvinnulífinu og markmiðum landsins í orkuskiptum og loftslagsmálum. Fjárþörf hafnasjóða er greind í skýrslu sem Hafnasamband Íslands lét vinna. Í henni kemur fram að hafnasjóðir fjárfestu samtals 27,1 milljar króna á árunum 2020 til 2024. Langmesta fjárfestingin var hjá Faxaflóahöfnum sem fjárfestu fyrir 8,9 milljarða króna á tímabilinu. Miðgildi fjárfestinga hjá sjóðunum nam 680 milljónum króna. Viðbúið er að fjárfestingarþörf sjóðanna aukist verulega í fyrirsjáanlegri framtíð. Gert er ráð fyrir að hún aukist um fjórðung á ári til 2030 og nemi 40,8 milljörðum á tímabilinu. Þetta er sagt sýna þá framkvæmdaþörf sem sé nauðsynleg til þess að viðhalda hafnarekstri og mæta vaxandi eftirspurn frá sjávarútvegi og fiskeldi, ferðaþjónustu, stóriðju, inn- og útflutningi og verkefnum sem tengjast orkuskiptum. Mesta fjárfestingaþörfin hafa Faxaflóahafnir sem segjast þurfa þrettán milljarða króna til fjárfestinga til 2030. Til 2040 reikna þær með að þurfa 28,5 milljarða króna til nýframkvæmda. Stærsti hluti þess kostnaðar er vegna nýrra viðlegukanta. Þegar miðað er við áætlanir sjóðanna um fjárfestingar til ársins 2040 standa þeir frammi fyrir fjárþörf upp á 97,9 milljarða króna samkvæmt skýrslunni. Þarf meira en fimmfalt meira fé í Stykkishólmi og í Eyjum Fimm hafnasjóðir eru sagðir standa frammi fyrir verulegri eða mikilli fjárþörf miðað við áætlaða uppbyggingu. Stykkishólmshöfn og Vestmannaeyjahöfn eru sagðar þurfa að meira en fimmfalda fjármagn sitt til fjárfestinga til að ná markmiðum sínum. Grundarfjarðarhöfn, Bolungarvíkurhöfn og hafnarsamlag Norðurlands þarf tvö- til fimmföldun á fjármagni. Hafnasjóðir eru sagðir misvel í stakk búnir til að fjármagna framkvæmdir. Stærri sjóðir eigi að mestu leyti að geta fjármagnað viðhald og nýframkvæmdir með eigin tekjum en minni séu háðari opinberum stuðningi. Fjórðungur af kostnaði við nýlegar framkvæmdir við hafnar var fjármagnaður með opinberum framlögum en hafnasjóðirnir sjálfir stóðu undir þremur fjórðu hlutum hans. Hafnarmál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Fjárþörf hafnasjóða er greind í skýrslu sem Hafnasamband Íslands lét vinna. Í henni kemur fram að hafnasjóðir fjárfestu samtals 27,1 milljar króna á árunum 2020 til 2024. Langmesta fjárfestingin var hjá Faxaflóahöfnum sem fjárfestu fyrir 8,9 milljarða króna á tímabilinu. Miðgildi fjárfestinga hjá sjóðunum nam 680 milljónum króna. Viðbúið er að fjárfestingarþörf sjóðanna aukist verulega í fyrirsjáanlegri framtíð. Gert er ráð fyrir að hún aukist um fjórðung á ári til 2030 og nemi 40,8 milljörðum á tímabilinu. Þetta er sagt sýna þá framkvæmdaþörf sem sé nauðsynleg til þess að viðhalda hafnarekstri og mæta vaxandi eftirspurn frá sjávarútvegi og fiskeldi, ferðaþjónustu, stóriðju, inn- og útflutningi og verkefnum sem tengjast orkuskiptum. Mesta fjárfestingaþörfin hafa Faxaflóahafnir sem segjast þurfa þrettán milljarða króna til fjárfestinga til 2030. Til 2040 reikna þær með að þurfa 28,5 milljarða króna til nýframkvæmda. Stærsti hluti þess kostnaðar er vegna nýrra viðlegukanta. Þegar miðað er við áætlanir sjóðanna um fjárfestingar til ársins 2040 standa þeir frammi fyrir fjárþörf upp á 97,9 milljarða króna samkvæmt skýrslunni. Þarf meira en fimmfalt meira fé í Stykkishólmi og í Eyjum Fimm hafnasjóðir eru sagðir standa frammi fyrir verulegri eða mikilli fjárþörf miðað við áætlaða uppbyggingu. Stykkishólmshöfn og Vestmannaeyjahöfn eru sagðar þurfa að meira en fimmfalda fjármagn sitt til fjárfestinga til að ná markmiðum sínum. Grundarfjarðarhöfn, Bolungarvíkurhöfn og hafnarsamlag Norðurlands þarf tvö- til fimmföldun á fjármagni. Hafnasjóðir eru sagðir misvel í stakk búnir til að fjármagna framkvæmdir. Stærri sjóðir eigi að mestu leyti að geta fjármagnað viðhald og nýframkvæmdir með eigin tekjum en minni séu háðari opinberum stuðningi. Fjórðungur af kostnaði við nýlegar framkvæmdir við hafnar var fjármagnaður með opinberum framlögum en hafnasjóðirnir sjálfir stóðu undir þremur fjórðu hlutum hans.
Hafnarmál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira