Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. september 2025 11:32 Borgaryfirvöld töluðu mikið um það á sínum tíma að reynt yrði að finna laus á málum við Álfabakka þannig að allir yrðu sáttir. Íbúar segjast lítið hafa heyrt síðan. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að kjötvinnsla í vöruhúsinu að Álfabakka 2a skuli ekki háð umhverfismati. Íbúinn krafðist þess að ákvörðun Skipulagsstofnunar, frá 8. maí síðastliðnum, yrði felld úr gildi og að mælt yrði fyrir því að framkvæma skyldi mat á umhverfisáhrifum kjötvinnslunnar. Þá krafðist hann þess að útgefin framkvæmda- og byggingarleyfi yrðu afturkölluð þar til niðurstaða umhverfismats lægi fyrir. Tvær aðrar kærur voru sameinaðar umræddri kæru, þar sem um sömu ákvörðun var að ræða. Niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í ákvörðun Skipulagsstofnunar var fjallað um umhverfisáhrif kjötvinnslunnar, þar sem tekið var til eðli, staðsetningar og eiginleika hugsanlegra áhrifa. „Það var niðurstaða stofnunarinnar að á grundvelli fyrirliggjandi gagna væri fyrirhuguð framkvæmd ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind væru í 2. viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skyldi framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Fallast á að áhrifin verði óveruleg Kærandi sagði ákvörðun Skipulagsstofnunar hins vegar byggja á ófullnægjandi forsendum. Félagsleg áhrif hefðu ekki verið tekin til skoðunar og ekki haft samráð við nágranna. Þá hefði ekki verið lagt fram frummat á losun efna, lyktaráhrifum, hljóðstigi í vinnsluferlum né áhrifum af og á umferð. Skipulagsstofnun hefði gefið „óstaðfestum yfirlýsingum framkvæmdaraðila“ meira vægi en hagsmunum og vernd nágrennis. „Byggingarfulltrúi hafi viðurkennt að mistök hafi átt sér stað við útgáfu byggingarleyfisins þar sem ákvörðun um matsskyldu hafi ekki legið fyrir áður en leyfið hafi verið veitt. Um sé að ræða iðnaðarstarfsemi sem verið sé að staðsetja í þéttbýli, en slíkt sé óviðeigandi,“ segir um málsástæður kæranda. Skipulagsstofnun hafnar málsrökum kæranda og í athugasemdum framkvæmdaraðila segir meðal annars að umferð til og frá kjötvinnslunni verði lítil, hljóðspor lágmarkað með steyptum veggjum og lyktarmengun verði engin. Allur lífrænn úrgangur verði geymdur í kældu rými innanhúss. Þá er bent á að núverandi staðsetning kjötvinnslunnar sé í miðri íbúabyggð og hafi verið í 30 ár. Úrskurðarnefndin byggir niðurstöðu sína um að hafna kröfu kæranda með vísan til röksemdafærslu Skipulagsstofnunar um að áhrifin af kjötvinnslunni verði óveruleg. Þar er hins vegar einnig ítrekuð sú niðurstaða Skipulagsstofnunar að innkeyrsla að vesturenda vöruhússins þveri umferð á göngu- og hjólastígum og að grípa þurfi til aðgerða vegna þessa. Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Íbúinn krafðist þess að ákvörðun Skipulagsstofnunar, frá 8. maí síðastliðnum, yrði felld úr gildi og að mælt yrði fyrir því að framkvæma skyldi mat á umhverfisáhrifum kjötvinnslunnar. Þá krafðist hann þess að útgefin framkvæmda- og byggingarleyfi yrðu afturkölluð þar til niðurstaða umhverfismats lægi fyrir. Tvær aðrar kærur voru sameinaðar umræddri kæru, þar sem um sömu ákvörðun var að ræða. Niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í ákvörðun Skipulagsstofnunar var fjallað um umhverfisáhrif kjötvinnslunnar, þar sem tekið var til eðli, staðsetningar og eiginleika hugsanlegra áhrifa. „Það var niðurstaða stofnunarinnar að á grundvelli fyrirliggjandi gagna væri fyrirhuguð framkvæmd ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind væru í 2. viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skyldi framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Fallast á að áhrifin verði óveruleg Kærandi sagði ákvörðun Skipulagsstofnunar hins vegar byggja á ófullnægjandi forsendum. Félagsleg áhrif hefðu ekki verið tekin til skoðunar og ekki haft samráð við nágranna. Þá hefði ekki verið lagt fram frummat á losun efna, lyktaráhrifum, hljóðstigi í vinnsluferlum né áhrifum af og á umferð. Skipulagsstofnun hefði gefið „óstaðfestum yfirlýsingum framkvæmdaraðila“ meira vægi en hagsmunum og vernd nágrennis. „Byggingarfulltrúi hafi viðurkennt að mistök hafi átt sér stað við útgáfu byggingarleyfisins þar sem ákvörðun um matsskyldu hafi ekki legið fyrir áður en leyfið hafi verið veitt. Um sé að ræða iðnaðarstarfsemi sem verið sé að staðsetja í þéttbýli, en slíkt sé óviðeigandi,“ segir um málsástæður kæranda. Skipulagsstofnun hafnar málsrökum kæranda og í athugasemdum framkvæmdaraðila segir meðal annars að umferð til og frá kjötvinnslunni verði lítil, hljóðspor lágmarkað með steyptum veggjum og lyktarmengun verði engin. Allur lífrænn úrgangur verði geymdur í kældu rými innanhúss. Þá er bent á að núverandi staðsetning kjötvinnslunnar sé í miðri íbúabyggð og hafi verið í 30 ár. Úrskurðarnefndin byggir niðurstöðu sína um að hafna kröfu kæranda með vísan til röksemdafærslu Skipulagsstofnunar um að áhrifin af kjötvinnslunni verði óveruleg. Þar er hins vegar einnig ítrekuð sú niðurstaða Skipulagsstofnunar að innkeyrsla að vesturenda vöruhússins þveri umferð á göngu- og hjólastígum og að grípa þurfi til aðgerða vegna þessa.
Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira