Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Lovísa Arnardóttir skrifar 18. september 2025 08:51 Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða, segir að bregðast verði við vandanum innan fangelsanna strax. Vísir/Lýður Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða, segir aðstæður óviðunandi innan fangelsisins og kallar eftir lausnum sem aðstoði við að leysa vandann strax. Nýtt fangelsi leysi ekki vandann sem steðji að fangavörðum í dag. Þeir séu oftar beittir ofbeldi, hótunum og ýmissi áreitni. Plássleysi sé stærsta vandamálið en einnig vanti fleiri fangaverði. Afstaða – félag fanga, forstöðumenn tveggja fangelsa og öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar og Fangavarðafélag Íslands sendu frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem þeir lýstu slæmu viðvarandi ástandi fangelsismála. „Þetta er búin að vera langvarandi krísa sem er búin að skapast í fangelsiskerfinu og þetta er eiginlega komið gott,“ segir Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, sem ræddi fangelsismál og þetta ástand í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mikið plássleysi Hann segir þetta birtast þannig að fangelsin séu yfirfull og fangaverðir lendi ítrekað í því að geta ekki tekið við mannskap í gæsluvarðhald vegna þess að það eru ekki til lausir klefar fyrir þá. Fólk sem eigi að fara í einangrun sé í staðinn vistað á lögreglustöðvum við óviðunandi aðstæður. „Við þurfum að dagvista fólk á öðrum deildum og þetta er orðið mjög erfitt ástand.“ Hann segir þetta ástand skapa meira óöryggi meðal fangavarða. Á átta manna deild séu tíu fangar og það skapi spennu á deildinni og óviðunandi aðstæður fyrir alla. „Plássleysið er stærsta vandamálið myndi ég segja.“ Hann segist ekki sjá mikla von í viðbrögðum stjórnvalda. Það sé meira talað en gert og það sé komin mikil þreyta í fangaverði. Langtímaveikindi fangavarða séu algeng og margir í kulnun. Ríkisstjórnin samþykkti í maí tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. Samþykkt var á sama tíma að hefja útboð og framkvæmdir að því loknu. Þá hefur einnig verið greint frá því að leitað sé leiða til að láta erlenda fanga afplána sína dóma í heimalandi sínu og hefur dómsmálaráðherra á þingmálaskrá sinni að opna brottfararstöð fyrir fólk sem á að vísa úr landi. Fjallað var um það í sumar að 42 prósent fanga væru erlendir ríkisborgarar. Heiðar segir þær lausnir sem hafi verið lagðar fram ekki leysa vandamálið sem fangaverðir glími við núna. Þörfin á nýju fangelsi sé löngu komin fram, en það sé þörf núna á að bregðast strax við krísunni sem er innan fangelsismálakerfisins. Sjá einnig: Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Heiðar segir stöðuna ekki þannig að fangaverðir óttist um líf sitt en ofbeldi í garð þeirra sé að aukast. „Það er allt of mikið. Það er verið að ráðast á okkur, það er verið að skvetta á okkur allskonar líkamsvessum. Við erum að lenda í allskonar hótunum, áreitni og hvað eina,“ segir Heiðar og að þessum tilvikum hafi fjölgað síðustu ár. Eiga ekki heima í fangelsi Bæði vegna þess mikla fjölda sem afplánar en einnig vegna þess að erfiðara er að eiga við hluta þeirra. „Bæði flóknari einstaklinga, veikari einstaklinga, sem ættu kannski ekki endilega heima í fangelsi.“ Sjá einnig: Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Heiðar segir plássleysið einnig skapa meiri spennu meðal fanga og geri fangavörðum erfiðara fyrir með að færa fanga til ef eitthvað kemur upp á. „Við eigum erfiðara með að aðskilja fanga og hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast… Það sem er að gerast er að það eru hópamyndanir, það eru einstaklingar inni í fangelsiskerfinu sem mega ekki hitta hver aðra,“ segir Heiðar og að það sé erfiðara þegar fangaverðir hafi ekki yfirsýn hver sé hvar. Heiðar segir að í þessum aðstæðum nái fangelsin ekki að uppfylla opinbera stefnu stjórnvalda um að innan fangelsanna eigi einhvers konar betrun að fara fram. Vanti einnig fleiri fangaverði Auk plássleysisins segir Heiðar einnig skort á fangavörðum og þá sérstaklega menntuðum fangavörðum. Hann kallar eftir því að meira fjármagn verði sett í Fangavarðaskólann. „Það vantar einhverja úrlausn sem verður til þess að við þurfum ekki að láta fólk á boðunarlista bíða, og við þurfum ekki að láta dóma fyrnast, og við verðum að geta tekið á móti þeim sem við þurfum virkilega þurfum að taka á móti. Staðan hérna í sumar var skelfileg. Maður hugsaði bara að ef það gerist eitthvað slæmt í þjóðfélaginu þá værum við ekki með pláss til að taka við því.“ Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Afstaða – félag fanga, forstöðumenn tveggja fangelsa og öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar og Fangavarðafélag Íslands sendu frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem þeir lýstu slæmu viðvarandi ástandi fangelsismála. „Þetta er búin að vera langvarandi krísa sem er búin að skapast í fangelsiskerfinu og þetta er eiginlega komið gott,“ segir Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, sem ræddi fangelsismál og þetta ástand í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mikið plássleysi Hann segir þetta birtast þannig að fangelsin séu yfirfull og fangaverðir lendi ítrekað í því að geta ekki tekið við mannskap í gæsluvarðhald vegna þess að það eru ekki til lausir klefar fyrir þá. Fólk sem eigi að fara í einangrun sé í staðinn vistað á lögreglustöðvum við óviðunandi aðstæður. „Við þurfum að dagvista fólk á öðrum deildum og þetta er orðið mjög erfitt ástand.“ Hann segir þetta ástand skapa meira óöryggi meðal fangavarða. Á átta manna deild séu tíu fangar og það skapi spennu á deildinni og óviðunandi aðstæður fyrir alla. „Plássleysið er stærsta vandamálið myndi ég segja.“ Hann segist ekki sjá mikla von í viðbrögðum stjórnvalda. Það sé meira talað en gert og það sé komin mikil þreyta í fangaverði. Langtímaveikindi fangavarða séu algeng og margir í kulnun. Ríkisstjórnin samþykkti í maí tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. Samþykkt var á sama tíma að hefja útboð og framkvæmdir að því loknu. Þá hefur einnig verið greint frá því að leitað sé leiða til að láta erlenda fanga afplána sína dóma í heimalandi sínu og hefur dómsmálaráðherra á þingmálaskrá sinni að opna brottfararstöð fyrir fólk sem á að vísa úr landi. Fjallað var um það í sumar að 42 prósent fanga væru erlendir ríkisborgarar. Heiðar segir þær lausnir sem hafi verið lagðar fram ekki leysa vandamálið sem fangaverðir glími við núna. Þörfin á nýju fangelsi sé löngu komin fram, en það sé þörf núna á að bregðast strax við krísunni sem er innan fangelsismálakerfisins. Sjá einnig: Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Heiðar segir stöðuna ekki þannig að fangaverðir óttist um líf sitt en ofbeldi í garð þeirra sé að aukast. „Það er allt of mikið. Það er verið að ráðast á okkur, það er verið að skvetta á okkur allskonar líkamsvessum. Við erum að lenda í allskonar hótunum, áreitni og hvað eina,“ segir Heiðar og að þessum tilvikum hafi fjölgað síðustu ár. Eiga ekki heima í fangelsi Bæði vegna þess mikla fjölda sem afplánar en einnig vegna þess að erfiðara er að eiga við hluta þeirra. „Bæði flóknari einstaklinga, veikari einstaklinga, sem ættu kannski ekki endilega heima í fangelsi.“ Sjá einnig: Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Heiðar segir plássleysið einnig skapa meiri spennu meðal fanga og geri fangavörðum erfiðara fyrir með að færa fanga til ef eitthvað kemur upp á. „Við eigum erfiðara með að aðskilja fanga og hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast… Það sem er að gerast er að það eru hópamyndanir, það eru einstaklingar inni í fangelsiskerfinu sem mega ekki hitta hver aðra,“ segir Heiðar og að það sé erfiðara þegar fangaverðir hafi ekki yfirsýn hver sé hvar. Heiðar segir að í þessum aðstæðum nái fangelsin ekki að uppfylla opinbera stefnu stjórnvalda um að innan fangelsanna eigi einhvers konar betrun að fara fram. Vanti einnig fleiri fangaverði Auk plássleysisins segir Heiðar einnig skort á fangavörðum og þá sérstaklega menntuðum fangavörðum. Hann kallar eftir því að meira fjármagn verði sett í Fangavarðaskólann. „Það vantar einhverja úrlausn sem verður til þess að við þurfum ekki að láta fólk á boðunarlista bíða, og við þurfum ekki að láta dóma fyrnast, og við verðum að geta tekið á móti þeim sem við þurfum virkilega þurfum að taka á móti. Staðan hérna í sumar var skelfileg. Maður hugsaði bara að ef það gerist eitthvað slæmt í þjóðfélaginu þá værum við ekki með pláss til að taka við því.“
Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira