Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. september 2025 07:29 Frumvarpinu er fyrst og fremst ætlað að efla öryggi farþega. Getty Af 993 skráðum rekstrarleyfishöfum á leigubifreiðamarkaðnum reka 188 eigin leigubifreiðastöð án sérstaks leyfis. Alls eru 32 leigubifreiðastöðvar með gilt starfsleyfi frá Samgöngustofu. Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi innviðaráðherra um breytingu á lögum um leigubifreiðaakstur, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Þar er svokallaðri „stöðvaskyldu“ aftur komið á og kveðið á um eftirlits- og upplýsingaskyldu leigubifreiðastöðvanna. „Tilefni og tilgangur frumvarpsins er að tryggja öryggi farþega og efla þannig traust almennings til leigubifreiðaraksturs. Tilgangurinn er jafnframt að tryggja sanngjarna og gagnsæja verðlagningu, auka neytendavernd og rétt farþega sem og að auðvelda lögreglu rannsókn mála sem upp kunna að koma. Mikilvægt er að almenningur geti treyst á leigubifreiðaþjónustu og veigri sér ekki við að nýta hana enda um að ræða einn af fáum ferðamátum sem í boði eru á Íslandi,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Þar segir einnig að upp hafi komið vandkvæði við eftirlit með starfseminni eftir að undanþága var veitt frá stöðvaskyldunni en fjöldi leyfishafa sem nýti sér undanþáguna hafi gert opinbert eftirlit erfitt, flókið og tímafrekt. Bent er á að í Noregi hafi stöðvaskylda nýlega verið tekin upp og það hafi ekki haft áhrif á möguleika fyrirtækja á borð við Uber og Bolt að starfa þar í landi. Í greinargerðinni segir að frumvarpið feli í sér eftirtaldar breytingar: Felld verði brott heimild rekstrarleyfishafa til að reka leigubifreiðastöð án starfsleyfis leigubifreiðastöðvar þar sem ein leigubifreið sem hann er skráður eigandi eða umráðamaður að hefur afgreiðslu. Kveðið verði á um skyldur rekstrarleyfishafa til að veita leigubifreiðastöð nauðsynlegar upplýsingar svo að leigubifreiðastöðin geti fullnægt skyldum sínum. Skyldur leigubifreiðastöðvar verði auknar og tilgreindar þær upplýsingar sem leigubifreiðastöð skuli búa yfir. Leigubifreiðastöð verði gert að taka við upplýsingum úr rafrænni skrá um upphafs- og endastöð hverrar seldrar ferðar rekstrarleyfishafa sem hefur afgreiðslu á stöðinni og staðsetningu meðan á ferðinni stendur. Skyldur til varðveislu gagna í 60 daga verði alfarið færðar frá rekstrarleyfishafa til leigubifreiðastöðvarinnar. Kveðið verði á um árlega úttekt stafrænna kerfa leigubifreiðastöðvar svo að öryggi og gæði gagna séu tryggð. Leigubifreiðastöð verði gert að bjóða farveg fyrir kvartanir neytenda er varða verð og gæði þjónustu. Leyfishöfum verði um leið gert að upplýsa og leiðbeina neytendum um þann möguleika og möguleika til að kvarta til annarra viðeigandi stjórnvalda. Samþykkt frumvarpsins muni fylgja jákvæð áhrif á öryggi leigubifreiðaþjónustu. Leigubílar Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi innviðaráðherra um breytingu á lögum um leigubifreiðaakstur, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Þar er svokallaðri „stöðvaskyldu“ aftur komið á og kveðið á um eftirlits- og upplýsingaskyldu leigubifreiðastöðvanna. „Tilefni og tilgangur frumvarpsins er að tryggja öryggi farþega og efla þannig traust almennings til leigubifreiðaraksturs. Tilgangurinn er jafnframt að tryggja sanngjarna og gagnsæja verðlagningu, auka neytendavernd og rétt farþega sem og að auðvelda lögreglu rannsókn mála sem upp kunna að koma. Mikilvægt er að almenningur geti treyst á leigubifreiðaþjónustu og veigri sér ekki við að nýta hana enda um að ræða einn af fáum ferðamátum sem í boði eru á Íslandi,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Þar segir einnig að upp hafi komið vandkvæði við eftirlit með starfseminni eftir að undanþága var veitt frá stöðvaskyldunni en fjöldi leyfishafa sem nýti sér undanþáguna hafi gert opinbert eftirlit erfitt, flókið og tímafrekt. Bent er á að í Noregi hafi stöðvaskylda nýlega verið tekin upp og það hafi ekki haft áhrif á möguleika fyrirtækja á borð við Uber og Bolt að starfa þar í landi. Í greinargerðinni segir að frumvarpið feli í sér eftirtaldar breytingar: Felld verði brott heimild rekstrarleyfishafa til að reka leigubifreiðastöð án starfsleyfis leigubifreiðastöðvar þar sem ein leigubifreið sem hann er skráður eigandi eða umráðamaður að hefur afgreiðslu. Kveðið verði á um skyldur rekstrarleyfishafa til að veita leigubifreiðastöð nauðsynlegar upplýsingar svo að leigubifreiðastöðin geti fullnægt skyldum sínum. Skyldur leigubifreiðastöðvar verði auknar og tilgreindar þær upplýsingar sem leigubifreiðastöð skuli búa yfir. Leigubifreiðastöð verði gert að taka við upplýsingum úr rafrænni skrá um upphafs- og endastöð hverrar seldrar ferðar rekstrarleyfishafa sem hefur afgreiðslu á stöðinni og staðsetningu meðan á ferðinni stendur. Skyldur til varðveislu gagna í 60 daga verði alfarið færðar frá rekstrarleyfishafa til leigubifreiðastöðvarinnar. Kveðið verði á um árlega úttekt stafrænna kerfa leigubifreiðastöðvar svo að öryggi og gæði gagna séu tryggð. Leigubifreiðastöð verði gert að bjóða farveg fyrir kvartanir neytenda er varða verð og gæði þjónustu. Leyfishöfum verði um leið gert að upplýsa og leiðbeina neytendum um þann möguleika og möguleika til að kvarta til annarra viðeigandi stjórnvalda. Samþykkt frumvarpsins muni fylgja jákvæð áhrif á öryggi leigubifreiðaþjónustu.
Leigubílar Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent