Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 16. september 2025 21:32 Alexandra Briem, stjórnarformaður Strætó. vísir/ívar Stjórnarformaður strætó segir að borið hafi á því að hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir mikilvægt að bregðast við vegna orðræðu sem hún lýsir sem hatursbylgju. Strætó hefur ráðist í átak í samstarfi við Flotann, flakkandi félagsmiðstöð og Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna 78 með það fyrir stafni að stuðla að öryggi hinsegin fólks um borð. Alexandra Briem, stjórnarformaður strætó segir mikilvægt að grípa til þessa til að bregðast við neikvæðri orðræðu. „Við sáum þættina um Hatur og við sjáum hvað er í gangi út í heimi. Við sjáum bara viðbrögð við þessu hræðilega morði á mjög hægrisinnuðum stjórnmála rýnanda og í kjölfarið hefur verið spunnið upp mjög mikil hatusrsbylgja gegn vinstra fólki almennt og hinsegin og trans fólki sérstaklega. Ég hef nú bara séð mjög óvægin dæmi og ég veit að fólk er hrætt.“ Hún ítrekar að langflestar ferðir strætó fari vel fram þó öryggistilfinninguna megi bæta. Samstarfið snúist að því að fræða starfsfólk og þá verður skerpt á verklagi til að bregðast hratt og rétt við. Von er á frekari aðgerðum. „Eitthvað af þessum verkefnum eru nú enn í startholunum en þetta verður ákveðið átak. Það verður í fræðslu fyrir starfsfólk. Það verður í tilkynningum og merkingum í vögnunum. Þetta verður svona ef þú sérð eitthvað gerðu eitthvað.“ Verður búist við því af starfsfólki strætó að stíga inn í ef það verður vart við eitthvað? „Bara upp að því marki sem telst eðlilegt. Ég myndi segja það upp að vissu marki en auðvitað eru þetta ekki lögreglumenn þetta eru ekki öryggisverðir.“ Átakið leggi sérstaka áherslu á öryggi yngri farþega. Á persónulegum nótum, hefur þú upplifað óöryggistilfinningu í strætó? „Sko ekki lengi en ég er líka að einhverju leyti smá einangruð fyrir því. Bæði fullorðin manneskja með reynslu og stórgerð og allar þessar græjur. Fyrst og fremst snýst þetta um að senda ákveðin skilaboð. Við erum meðvituð um að fólki líði ekki alveg nægilega vel. Við erum að reyna finna út úr því hvað við getum gert.“ Hinsegin Málefni trans fólks Strætó Reykjavík Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Strætó hefur ráðist í átak í samstarfi við Flotann, flakkandi félagsmiðstöð og Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna 78 með það fyrir stafni að stuðla að öryggi hinsegin fólks um borð. Alexandra Briem, stjórnarformaður strætó segir mikilvægt að grípa til þessa til að bregðast við neikvæðri orðræðu. „Við sáum þættina um Hatur og við sjáum hvað er í gangi út í heimi. Við sjáum bara viðbrögð við þessu hræðilega morði á mjög hægrisinnuðum stjórnmála rýnanda og í kjölfarið hefur verið spunnið upp mjög mikil hatusrsbylgja gegn vinstra fólki almennt og hinsegin og trans fólki sérstaklega. Ég hef nú bara séð mjög óvægin dæmi og ég veit að fólk er hrætt.“ Hún ítrekar að langflestar ferðir strætó fari vel fram þó öryggistilfinninguna megi bæta. Samstarfið snúist að því að fræða starfsfólk og þá verður skerpt á verklagi til að bregðast hratt og rétt við. Von er á frekari aðgerðum. „Eitthvað af þessum verkefnum eru nú enn í startholunum en þetta verður ákveðið átak. Það verður í fræðslu fyrir starfsfólk. Það verður í tilkynningum og merkingum í vögnunum. Þetta verður svona ef þú sérð eitthvað gerðu eitthvað.“ Verður búist við því af starfsfólki strætó að stíga inn í ef það verður vart við eitthvað? „Bara upp að því marki sem telst eðlilegt. Ég myndi segja það upp að vissu marki en auðvitað eru þetta ekki lögreglumenn þetta eru ekki öryggisverðir.“ Átakið leggi sérstaka áherslu á öryggi yngri farþega. Á persónulegum nótum, hefur þú upplifað óöryggistilfinningu í strætó? „Sko ekki lengi en ég er líka að einhverju leyti smá einangruð fyrir því. Bæði fullorðin manneskja með reynslu og stórgerð og allar þessar græjur. Fyrst og fremst snýst þetta um að senda ákveðin skilaboð. Við erum meðvituð um að fólki líði ekki alveg nægilega vel. Við erum að reyna finna út úr því hvað við getum gert.“
Hinsegin Málefni trans fólks Strætó Reykjavík Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira