Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2025 15:42 Kristján Loftsson (t.v.) notaði ítrekað enskt blótsyrði sem byrjar á „f“ þegar Carolina Manhusen Schwab, forstjóri 10% for the Ocean, (t.h.) kynnti sig fyrir honum á Umhverfisþingi í dag. Vísir Sænskur fjárfestir sem styrkti gerð heimildarmyndar Davids Attenborough um hafið segir að Kristján Loftsson, hvalveiðimaður, hafi ausið yfir sig fúkyrðum á Umhverfisþingi í dag. Uppákoman hafi ekki verið stórmál en hins vegar taki hann svikabrigls Kristjáns um myndina alvarlega. Annar dagur Umhverfisþings á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hófst á sýningu á styttri útgáfu af heimildarmyndinni „Ocean“ með David Attenborough, breska náttúrufræðingnum dáða, í morgun. Á meðal gesta á þinginu var Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. og helsti hvatamaður hvalveiða á Íslandi til áratuga. Carolina Manhusen Schwab, sænskur fjárfestir sem styrkti gerð myndarinnar, segir Vísi að hún hafi séð Kristján í salnum þegar myndin var sýnd og ákveðið að kynna sig fyrir honum í hléi. Fyrir henni hefði vakað að reyna að kynnast honum sem manneskju lítillega. „Ég trúi því að við höfum öll eitthvað sem við getum deilt á einhvern hátt. Ég hélt að ég gæti náð einhverri mannlegri tengingu við hann,“ segir Manhusen. Kristján hafi hins vegar tekið illa í þá viðleitni hennar. Þegar hún kynnti sig sem forstjóra 10% for the Ocean, regnhlífarsamtaka góðgerðafélaga sem styðja verndun hafsins, og einn bakhjarla myndarinnar hafi hann farið í baklás. „Það var nóg til að hann segði mér að við hefðum logið í gegnum alla heimildarmyndina, að myndefnið hefði allt verið búið til og falsað, að sir David bæri ábyrgð á dauða hundruð þúsunda dýra og að ég ætti að rannsaka það. Ég fékk líka mikið af „farðu til fjandans“, sem var áhugavert,“ segir Manhusen en Kristján bölvaði henni á ensku með orðunum „fuck off“. Þá hafi Kristján sagt Manhusen að fara „heim til sín“. Gerði hann einnig athugasemd við að kvikmyndagerðarfólkið hefði ekki frekar drepið hvali á Suðurskautslandinu en að taka myndir af þeim. Manhusen segist ekki hafa borið hvali eða hvalveiðar upp við Kristján að fyrra bragði. Ekki náðist í Kristján strax við vinnslu þessarar fréttar. Virkaði eins og óstöðugur maður Manhusen gerir lítið úr uppákomunni sem hún segir hafa staðið yfir í um tíu mínútur. Hún sé hvorki sár né móðguð. „Þetta var eiginlega ekki móðgandi, sannast sagna. Þetta var bara skrýtið. Þetta virkaði maður sem er svolítið ruglaður, svolítið óstöðugur,“ segir hún. Ásakanir Kristjáns um myndina taki hún aftur á móti grafalvarlega. Teymið sem gerði myndina hafi unnið að henni í fjögur ár, safnað saman gríðarlegu magni myndefnis og vísindamenn hafi farið yfir allar staðreyndir sem koma fram í henni. Að öðrum kosti legði Attenborough hvorki nafn sitt né rödd við hana. „Það er ekkert í þessari heimildarmynd sem stenst ekki vísindalega skoðun,“ segir Manhusen. Manhusen (t.v.) með Ingibjörgu Þórðardóttur við frumsýningu á heimildarmyndinni „Hafinu“ í maí.Aðsend Samtalið segir hún hafa verið súrrealískt. Hana hafi langað til þess að skilja Kristján sem manneskju. „Hann hefði getað talað við mig um hvað sem er. Hundinn sinn, börnin sín, hvert honum finnist gaman að fara í frí. Þetta áttu einlæglega bara að vera samskipti tveggja einstaklinga. Því ef þú hefur áhuga á málefnum loftslags og heilbrigði jarðarinnar þá verðum við að gera okkur grein fyrir að við erum hérna saman og að við verðum að finna leiðir til að vinna saman og að minnsta kosti eiga samskipti. Það var ekki að fara að gerast,“ segir hún um samskiptin við Kristján. Umhverfismál Hvalveiðar Dýr Tengdar fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðinn föstudag á hátíðarsýningu Hafsins, nýjustu myndar Davids Attenborough. Meðal gesta voru forseti Íslands, Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Björn Skúlason, en vinur þeirra hjóna, enski athafnamaðurinn Jasper Smith sem er eigandi Arksen, er einn af framleiðendum myndarinnar og kom hann sérstaklega til landsins til að taka þátt í viðburðinum. 12. maí 2025 20:01 Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Nýjasta mynd Sir David Attenborough, Ocean with David Attenborough, var heimsfrumsýnd í London í gær í viðurvist Sir David, Karls Bretakonungs, fyrrverandi loftslagsfulltrúa Bandaríkjanna John Kerry og mörgum þekktum leikurum og hagsmunaðilum í hafvernd og nýtingu. 7. maí 2025 12:36 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Annar dagur Umhverfisþings á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hófst á sýningu á styttri útgáfu af heimildarmyndinni „Ocean“ með David Attenborough, breska náttúrufræðingnum dáða, í morgun. Á meðal gesta á þinginu var Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. og helsti hvatamaður hvalveiða á Íslandi til áratuga. Carolina Manhusen Schwab, sænskur fjárfestir sem styrkti gerð myndarinnar, segir Vísi að hún hafi séð Kristján í salnum þegar myndin var sýnd og ákveðið að kynna sig fyrir honum í hléi. Fyrir henni hefði vakað að reyna að kynnast honum sem manneskju lítillega. „Ég trúi því að við höfum öll eitthvað sem við getum deilt á einhvern hátt. Ég hélt að ég gæti náð einhverri mannlegri tengingu við hann,“ segir Manhusen. Kristján hafi hins vegar tekið illa í þá viðleitni hennar. Þegar hún kynnti sig sem forstjóra 10% for the Ocean, regnhlífarsamtaka góðgerðafélaga sem styðja verndun hafsins, og einn bakhjarla myndarinnar hafi hann farið í baklás. „Það var nóg til að hann segði mér að við hefðum logið í gegnum alla heimildarmyndina, að myndefnið hefði allt verið búið til og falsað, að sir David bæri ábyrgð á dauða hundruð þúsunda dýra og að ég ætti að rannsaka það. Ég fékk líka mikið af „farðu til fjandans“, sem var áhugavert,“ segir Manhusen en Kristján bölvaði henni á ensku með orðunum „fuck off“. Þá hafi Kristján sagt Manhusen að fara „heim til sín“. Gerði hann einnig athugasemd við að kvikmyndagerðarfólkið hefði ekki frekar drepið hvali á Suðurskautslandinu en að taka myndir af þeim. Manhusen segist ekki hafa borið hvali eða hvalveiðar upp við Kristján að fyrra bragði. Ekki náðist í Kristján strax við vinnslu þessarar fréttar. Virkaði eins og óstöðugur maður Manhusen gerir lítið úr uppákomunni sem hún segir hafa staðið yfir í um tíu mínútur. Hún sé hvorki sár né móðguð. „Þetta var eiginlega ekki móðgandi, sannast sagna. Þetta var bara skrýtið. Þetta virkaði maður sem er svolítið ruglaður, svolítið óstöðugur,“ segir hún. Ásakanir Kristjáns um myndina taki hún aftur á móti grafalvarlega. Teymið sem gerði myndina hafi unnið að henni í fjögur ár, safnað saman gríðarlegu magni myndefnis og vísindamenn hafi farið yfir allar staðreyndir sem koma fram í henni. Að öðrum kosti legði Attenborough hvorki nafn sitt né rödd við hana. „Það er ekkert í þessari heimildarmynd sem stenst ekki vísindalega skoðun,“ segir Manhusen. Manhusen (t.v.) með Ingibjörgu Þórðardóttur við frumsýningu á heimildarmyndinni „Hafinu“ í maí.Aðsend Samtalið segir hún hafa verið súrrealískt. Hana hafi langað til þess að skilja Kristján sem manneskju. „Hann hefði getað talað við mig um hvað sem er. Hundinn sinn, börnin sín, hvert honum finnist gaman að fara í frí. Þetta áttu einlæglega bara að vera samskipti tveggja einstaklinga. Því ef þú hefur áhuga á málefnum loftslags og heilbrigði jarðarinnar þá verðum við að gera okkur grein fyrir að við erum hérna saman og að við verðum að finna leiðir til að vinna saman og að minnsta kosti eiga samskipti. Það var ekki að fara að gerast,“ segir hún um samskiptin við Kristján.
Umhverfismál Hvalveiðar Dýr Tengdar fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðinn föstudag á hátíðarsýningu Hafsins, nýjustu myndar Davids Attenborough. Meðal gesta voru forseti Íslands, Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Björn Skúlason, en vinur þeirra hjóna, enski athafnamaðurinn Jasper Smith sem er eigandi Arksen, er einn af framleiðendum myndarinnar og kom hann sérstaklega til landsins til að taka þátt í viðburðinum. 12. maí 2025 20:01 Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Nýjasta mynd Sir David Attenborough, Ocean with David Attenborough, var heimsfrumsýnd í London í gær í viðurvist Sir David, Karls Bretakonungs, fyrrverandi loftslagsfulltrúa Bandaríkjanna John Kerry og mörgum þekktum leikurum og hagsmunaðilum í hafvernd og nýtingu. 7. maí 2025 12:36 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Halla á hátíðarsýningu Attenborough Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðinn föstudag á hátíðarsýningu Hafsins, nýjustu myndar Davids Attenborough. Meðal gesta voru forseti Íslands, Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Björn Skúlason, en vinur þeirra hjóna, enski athafnamaðurinn Jasper Smith sem er eigandi Arksen, er einn af framleiðendum myndarinnar og kom hann sérstaklega til landsins til að taka þátt í viðburðinum. 12. maí 2025 20:01
Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Nýjasta mynd Sir David Attenborough, Ocean with David Attenborough, var heimsfrumsýnd í London í gær í viðurvist Sir David, Karls Bretakonungs, fyrrverandi loftslagsfulltrúa Bandaríkjanna John Kerry og mörgum þekktum leikurum og hagsmunaðilum í hafvernd og nýtingu. 7. maí 2025 12:36