Sport

Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu í­þrótta­menn sögunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Magnús Ver Magnússon er í góðum félagsskap á lista Ranker yfir bestu íþróttamenn sögunnar.
Magnús Ver Magnússon er í góðum félagsskap á lista Ranker yfir bestu íþróttamenn sögunnar. vísir/vilhelm

Kraftakarlinn Magnús Ver Magnússon er í 55. sæti á lista Ranker yfir hundrað bestu íþróttamenn sögunnar.

Á sex ára tímabili á 10. áratug síðustu aldar vann Magnús Ver keppnina Sterkasti maður heims fjórum sinnum og lenti tvisvar sinnum í 2. sæti. Auk þess vann Magnús Ver fjölda annarra titla á gifturíkum ferli.

Magnús Ver deildi lista Ranker á Instagram-síðu sinni í dag og benti á að fólk hefði verið duglegt að senda hann á hann. Magnús Ver kvaðst stoltur, auðmjúkur og þakklátur að vera á listanum sem má sjá hér fyrir neðan.

Michael Jordan er efstur á listanum og í 2. sæti er Muhammad Ali. Lionel Messi er þriðji.

Meðal þekktra íþróttamanna sem eru fyrir neðan Magnús Ver á listanum má nefna David Beckham (58.), Joe Louis (61.), Jim Brown (67.) og Wayne Rooney (89.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×