Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Stefán Árni Pálsson skrifar 16. september 2025 14:02 Kolfreyja Sól Bogadóttir, jafnan þekkt sem tónlistarkonan Alaska 1867, hefur gengið í gegnum ýmsar hæðir og lægðir lífsins. Vísir/Anton Brink Splunkuný rödd reið röftum í íslensku tónlistarsenunni í sumar og kom eins og stormsveipur inn í bransann með plötu og lögum þar sem er rappað og sungið hispurslaust um ofbeldismenn, kynlíf, kúreka, oxy fráhvörf, kók línur inn á klósetti og edrúmennsku án þess að skafað sé af því. En hver er þessi 25 ára eitursvala tónlistarkona sem sprakk út nýlega þrátt fyrir að hafa verið í tónlist allt sitt líf? Hún heitir Kolfreyja Sól Bogadóttir en listamannanafnið hennar er Alaska 1876, nafn sem að vekur upp ýmsar spurningar og kannski helst hvað þetta nafn á eiginlega að þýða? „Ég var rosa lengi að finna hvaða listamannsnafn ég vildi hafa af því að Kolfreyja er eitthvað svo þjóðlegt og ég á að bera að vera gera einhverja útlegutónlist. Ég vildi því aðskilja það. Mér finnst mjög næs að vera Kolfreyja með fjölskyldunni og síðan Alaska þegar ég er að gera tónlist. Ég var síðan að horfa á heimildarmynd árið 2019 og þar kom fram að Bandaríkin keyptu Alaska árið 1867. Ég veit ekki af hverju þetta greip mig svona mikið,“ segir Kolfreyja í Íslandi í dag á Sýn. Nafnið komið á hreint en þá er eitt sem vantar og það er hvaða bæjarfélag hún kennir sig við. Iðulega þarf ekki að spyrja rappara að því enda taka þeir mikið stolt frá því hvaðan þeir koma. Sjálf segist Kolfreyja vera víða að. „Ég elst upp á Fáskrúðsfirði og svo flyt ég til Akureyrar þegar ég er sex ára og er þar til ég er tólf ára og flyt síðan í bæinn. Ég hef búið mörgum bæjarfélögum.“ Mellusport Alaska 1867 var að gefa út plötu á dögunum. Á plötunni má finna grípandi efnistök og er ljóst frá fyrstu hlustun að Kolfreyja lýsi raunveruleika sem fáir kannast við. Sem dæmi má nefna lögin Fráhvörf, Hata hann, Al Capone og lagið Mellusport sem Kolfreyja var glöð að útskýra fyrir áhorfendum. „Þú getur verið í einhverju sporti, þú getur verið í mellusporti. Það er til dæmis að setja á þig brúnkukrem, eiga mjög feik skilríki og tramp stamp er mjög mikið mellusport,“ segir hún. Innblástur sækir hún frá sínu eigin lífi. „Akkúrat núna er það föt og menning í miðbæ Reykjavíkur og dóp líka. Þó ég taki ekki dóp þá er það því miður kúl. Það er nett fólk sem tekur dóp,“ segir hún á léttum nótum. Innsýn inn í hennar heim en Kolfreyja hefur áður tjáð sig um baráttu sína við fíknidjöfulinn og neyslu ópíóíða. Í dag fagnar hún edrúmennskunni og segist alls ekki fjalla um eiturlyf í dýrðarljóma. „Ég er bara mjög mikið að miðla því bara hvað mér finnst gott að hafa tekið þessa ákvörðun að vera edrú,“ segir Kolfreyja en innslagið má sjá hér að neðan. Ísland í dag Tónlist Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
En hver er þessi 25 ára eitursvala tónlistarkona sem sprakk út nýlega þrátt fyrir að hafa verið í tónlist allt sitt líf? Hún heitir Kolfreyja Sól Bogadóttir en listamannanafnið hennar er Alaska 1876, nafn sem að vekur upp ýmsar spurningar og kannski helst hvað þetta nafn á eiginlega að þýða? „Ég var rosa lengi að finna hvaða listamannsnafn ég vildi hafa af því að Kolfreyja er eitthvað svo þjóðlegt og ég á að bera að vera gera einhverja útlegutónlist. Ég vildi því aðskilja það. Mér finnst mjög næs að vera Kolfreyja með fjölskyldunni og síðan Alaska þegar ég er að gera tónlist. Ég var síðan að horfa á heimildarmynd árið 2019 og þar kom fram að Bandaríkin keyptu Alaska árið 1867. Ég veit ekki af hverju þetta greip mig svona mikið,“ segir Kolfreyja í Íslandi í dag á Sýn. Nafnið komið á hreint en þá er eitt sem vantar og það er hvaða bæjarfélag hún kennir sig við. Iðulega þarf ekki að spyrja rappara að því enda taka þeir mikið stolt frá því hvaðan þeir koma. Sjálf segist Kolfreyja vera víða að. „Ég elst upp á Fáskrúðsfirði og svo flyt ég til Akureyrar þegar ég er sex ára og er þar til ég er tólf ára og flyt síðan í bæinn. Ég hef búið mörgum bæjarfélögum.“ Mellusport Alaska 1867 var að gefa út plötu á dögunum. Á plötunni má finna grípandi efnistök og er ljóst frá fyrstu hlustun að Kolfreyja lýsi raunveruleika sem fáir kannast við. Sem dæmi má nefna lögin Fráhvörf, Hata hann, Al Capone og lagið Mellusport sem Kolfreyja var glöð að útskýra fyrir áhorfendum. „Þú getur verið í einhverju sporti, þú getur verið í mellusporti. Það er til dæmis að setja á þig brúnkukrem, eiga mjög feik skilríki og tramp stamp er mjög mikið mellusport,“ segir hún. Innblástur sækir hún frá sínu eigin lífi. „Akkúrat núna er það föt og menning í miðbæ Reykjavíkur og dóp líka. Þó ég taki ekki dóp þá er það því miður kúl. Það er nett fólk sem tekur dóp,“ segir hún á léttum nótum. Innsýn inn í hennar heim en Kolfreyja hefur áður tjáð sig um baráttu sína við fíknidjöfulinn og neyslu ópíóíða. Í dag fagnar hún edrúmennskunni og segist alls ekki fjalla um eiturlyf í dýrðarljóma. „Ég er bara mjög mikið að miðla því bara hvað mér finnst gott að hafa tekið þessa ákvörðun að vera edrú,“ segir Kolfreyja en innslagið má sjá hér að neðan.
Ísland í dag Tónlist Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“