Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2025 09:32 Mikil reikistefna var undir lok leiksins. Handknattleiksdeild Harðar birti harðorðan pistil á Facebook-síðu sinni eftir tap liðsins fyrir ÍBV 2, 36-35, í Powerade-bikar karla í gær. Harðverjar eru afar ósáttir við atvik undir lok leiksins. Pistillinn á Facebook-síðu Harðar hefst á orðunum: Í kvöld töpuðu íþróttirnar. Það á enginn að vilja vinna þegar haft er rangt við. Síðan er atburðarrás kvöldsins rakin. Þar segir að Harðverjar hafi gert athugasemdir við dómara leiksins og framkvæmdastjóra HSÍ vegna starfsmanna á ritaraborði sem þeim þóttu vera full ungir. Jafnframt segir að enginn fulltrúi Eyjamanna hafi verið mættur á tæknifund klukkutíma fyrir leikinn en skýrsla ÍBV hafi verið tilbúin hálftíma fyrir leikinn. Það er hins vegar atvik undir lok leiksins sem Ísfirðingar eru ósáttastir við. Harðverjar voru með boltann í stöðunni 34-35 og gátu komist tveimur mörkum yfir. Þjálfari þeirra, Pedro Daniel Dos Santos Nunes, setti leikhlésspjaldið á ritaraborðið. Leikurinn var hins vegar ekki stöðvaður og nokkrum sekúndum seinna var boltinn dæmdur af Harðverjum, þeim til lítillar ánægju. Atvikið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Pedro mótmælti harðlega og fékk rautt spjald og Harðverjar voru því aðeins þrír eftir í vörninni. Eftir leikhlé nýtti ÍBV sér liðsmuninn og Gabríel Martinez Róbertsson jafnaði í 35-35. Hörður fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn, Endijs Kusners fór í gegnum vörn ÍBV en Björn Viðar Björnsson, markvörður Eyjamanna, varði. Boltinn barst svo fram völlinn á Gabríel sem skoraði sigurmark ÍBV, 36-35. Lokamínútur leiksins má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Í pistlinum á Facebook-síðu Harðar segir að þjálfari ÍBV, Hilmar Ágúst Björnsson, hafi beðið Pedro afsökunar eftir leikinn, að hafa ekkert sagt þegar Hörður óskaði eftir leikhléinu. Jafnframt segir að dómarar leiksins hafi ekki viljað skoða upptöku af atvikinu. Enginn eftirlitsmaður frá HSÍ var á leiknum eins og Handkastið greindi frá. Í frétt Handkastsins í gærkvöldi kemur fram að dómarar leiksins, þeir Árni Þór Þorvaldsson og Bogdan Dumitrel Ana Gherman, hafi þurft lögreglufylgd í Herjólf og að Pedro hafi hótað þeim. Harðverjar segja þetta af og frá. Dómarar leiksins hefðu ekki þurft neina lögreglufylgd og Pedro hafi engum hótað. Powerade-bikarinn Hörður ÍBV Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Pistillinn á Facebook-síðu Harðar hefst á orðunum: Í kvöld töpuðu íþróttirnar. Það á enginn að vilja vinna þegar haft er rangt við. Síðan er atburðarrás kvöldsins rakin. Þar segir að Harðverjar hafi gert athugasemdir við dómara leiksins og framkvæmdastjóra HSÍ vegna starfsmanna á ritaraborði sem þeim þóttu vera full ungir. Jafnframt segir að enginn fulltrúi Eyjamanna hafi verið mættur á tæknifund klukkutíma fyrir leikinn en skýrsla ÍBV hafi verið tilbúin hálftíma fyrir leikinn. Það er hins vegar atvik undir lok leiksins sem Ísfirðingar eru ósáttastir við. Harðverjar voru með boltann í stöðunni 34-35 og gátu komist tveimur mörkum yfir. Þjálfari þeirra, Pedro Daniel Dos Santos Nunes, setti leikhlésspjaldið á ritaraborðið. Leikurinn var hins vegar ekki stöðvaður og nokkrum sekúndum seinna var boltinn dæmdur af Harðverjum, þeim til lítillar ánægju. Atvikið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Pedro mótmælti harðlega og fékk rautt spjald og Harðverjar voru því aðeins þrír eftir í vörninni. Eftir leikhlé nýtti ÍBV sér liðsmuninn og Gabríel Martinez Róbertsson jafnaði í 35-35. Hörður fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn, Endijs Kusners fór í gegnum vörn ÍBV en Björn Viðar Björnsson, markvörður Eyjamanna, varði. Boltinn barst svo fram völlinn á Gabríel sem skoraði sigurmark ÍBV, 36-35. Lokamínútur leiksins má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Í pistlinum á Facebook-síðu Harðar segir að þjálfari ÍBV, Hilmar Ágúst Björnsson, hafi beðið Pedro afsökunar eftir leikinn, að hafa ekkert sagt þegar Hörður óskaði eftir leikhléinu. Jafnframt segir að dómarar leiksins hafi ekki viljað skoða upptöku af atvikinu. Enginn eftirlitsmaður frá HSÍ var á leiknum eins og Handkastið greindi frá. Í frétt Handkastsins í gærkvöldi kemur fram að dómarar leiksins, þeir Árni Þór Þorvaldsson og Bogdan Dumitrel Ana Gherman, hafi þurft lögreglufylgd í Herjólf og að Pedro hafi hótað þeim. Harðverjar segja þetta af og frá. Dómarar leiksins hefðu ekki þurft neina lögreglufylgd og Pedro hafi engum hótað.
Powerade-bikarinn Hörður ÍBV Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira