Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. september 2025 22:46 Joe Burrow er meiddur í stóru tánni. Ric Tapia/Getty Images Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í NFL deildinni, þarf að gangast undir aðgerð á tánni vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Jacksonville Jaguars í gærkvöldi. Burrow haltraði af velli eftir tæklingu í öðrum leikhluta og var leystur af hólmi af reynsluboltanum Jake Browning, sem leiddi liðið til 31-27 sigurs og verður leikstjórnandi liðsins í næstu leikjum. Burrow þarf að fara í aðgerð til að laga svokallaða „turf toe“ sem hann er að glíma við, það er tognun í liðbandi stóru tánnar. Meiðsli sem má rekja til harðs undirlags á gervigrasi og gerast yfirleitt þegar fóturinn festist í grasinu. Hann er annar leikstjórnandinn sem lendir í slíkum meiðslum á tímabilinu. Brock Purdy var ekki með San Francisco 49ers um síðustu helgi eftir að hafa meiðst í tánni, en hans meiðsli eru ekki eins alvarleg og krefjast ekki aðgerðar. Óvíst er hversu lengi Burrow verður frá og þjálfari Bengals, Zac Taylor, vildi ekki lofa því að hann myndi snúa aftur á þessu tímabili. Þetta yrði í þriðja sinn sem tímabil Burrow myndi enda snemma. Hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2020 en sleit þá krossband í 11. umferð. Tveimur tímabilum síðar, eftir að hafa leitt Bengals í Ofurskálina, meiddist hann í úlnliðnum. Bengals hafa byrjað tímabilið vel og unnið fyrstu tvo leikina. Liðið mun nú leita að öðrum leikstjórnanda til að sitja á bekknum í stað Jake Browning, sem tekur byrjunarliðssætið af Burrow. Önnur umferð NFL deildarinnar klárast í kvöld. Lokasóknin gerir umferðina svo upp á Sýn Sport 2 klukkan 21:10 á morgun. NFL Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
Burrow haltraði af velli eftir tæklingu í öðrum leikhluta og var leystur af hólmi af reynsluboltanum Jake Browning, sem leiddi liðið til 31-27 sigurs og verður leikstjórnandi liðsins í næstu leikjum. Burrow þarf að fara í aðgerð til að laga svokallaða „turf toe“ sem hann er að glíma við, það er tognun í liðbandi stóru tánnar. Meiðsli sem má rekja til harðs undirlags á gervigrasi og gerast yfirleitt þegar fóturinn festist í grasinu. Hann er annar leikstjórnandinn sem lendir í slíkum meiðslum á tímabilinu. Brock Purdy var ekki með San Francisco 49ers um síðustu helgi eftir að hafa meiðst í tánni, en hans meiðsli eru ekki eins alvarleg og krefjast ekki aðgerðar. Óvíst er hversu lengi Burrow verður frá og þjálfari Bengals, Zac Taylor, vildi ekki lofa því að hann myndi snúa aftur á þessu tímabili. Þetta yrði í þriðja sinn sem tímabil Burrow myndi enda snemma. Hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2020 en sleit þá krossband í 11. umferð. Tveimur tímabilum síðar, eftir að hafa leitt Bengals í Ofurskálina, meiddist hann í úlnliðnum. Bengals hafa byrjað tímabilið vel og unnið fyrstu tvo leikina. Liðið mun nú leita að öðrum leikstjórnanda til að sitja á bekknum í stað Jake Browning, sem tekur byrjunarliðssætið af Burrow. Önnur umferð NFL deildarinnar klárast í kvöld. Lokasóknin gerir umferðina svo upp á Sýn Sport 2 klukkan 21:10 á morgun.
NFL Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira