„Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. september 2025 20:35 Helgi Magnús segist ekki trúa öðru en að Kourani verði kominn aftur til landsins þegar honum lystir. vísir „Megi hann fara og vera en ég vona svo sannarlega að hann komi aldrei aftur til Íslands,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkssaksóknari um nýjustu vendingar í máli Mohamads Kourani. Helgi, sem sætti líflátshótunum frá Kourani í mörg ár, er þó viss um að Kourani komist áfallalaust inn í landið á ný reyni hann það. Vísir greindi frá því í hádeginu að Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisrefsingu fyrir rúmu ári, hefði afsalað sér alþjóðlegri vernd og yrði vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar. Þannig myndi hann losna við helming refsingarinnar en ekki fá að snúa aftur til Íslands í þrjátíu ár. Oft hugsað um framhaldið Áður hefur verið fjallað um áralangar líflátshótanir sem Helgi Magnús og fjölskylda hans þurfti að sitja undir af hendi Kourani. Helgi Magnús vakti athygli síðasta sumar er hann var ómyrkur í máli þegar hann ræddi mál Kourani eftir að hann var sakfelldur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Sjá einnig: „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ „Ég mun ekki sjá eftir honum. Ég hef velt því fyrir mér hvernig þetta yrði ef hann yrði látinn laus á reynslulausn. Hvort hann myndi halda uppteknum hætti eða hvort ég þyrfti að vera að fylgjast með hvort hann nálgaðist mig eða börnin mín og fjölskyldu,“ segir Helgi Magnús í samtali við fréttastofu. „Ég tjáði mig um þennan mann og hvernig það væri að sitja undir þessu og þú veist hvernig það endaði.“ Sakar yfirvöld um sleifarlag Í kjölfar ummæla Helga Magnúsar óskaði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari eftir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra að hann yrði leystur frá störfum. Guðrún komst að þeirri niðurstöðu í september í fyrra að ummæli Helga Magnúsar hafi verið óviðeigandi en hann yrði ekki leystur frá störfum. Í vor var aftur á móti greint frá því að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefði boðið honum flutning í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra, boð sem Helgi Magnús hafnaði og lét því alfarið af störfum hjá ríkinu. Sem fyrr segir fær Kourani ekki að koma aftur til landsins í þrjátíu ár eftir að honum verður vísað úr landi brott. Helgi Magnús segir þó alls ekki útilokað að hann komi aftur til landsins áfallalaust. Hann sakar yfirvöld um sleifarlag í málinu frá því að hann braut fyrst af sér fyrir átta árum síðan. „Við þekkjum þá sögu sem hefur verið síðan. Hann er búinn að vera á okkar framfæri í því að beita ofbeldi og hótunum. Síðan hefur verið talað um þessi ónýtu útlendingalög sem voru náttúrlega grundvöllurinn að þessu öllu,“ segir Helgi Magnús og vísar til átján mánaða reglunnar. Dvalarleyfisumsókn Kourani var ekki afgreidd innan átján mánaða frá því að hún barst og því fékk hann dvalarleyfi á grundvelli reglunnar. Komi aftur „þegar honum hentar“ Dómsmálaráðherra hyggst á núlíðandi þingi leggja fram lagafrumvarp þar sem átján mánaða reglan, sem er séríslensk, er felld úr gildi. Þá felur frumvarpið í sér reglu um afturköllun alþjóðlegrar verndar hafi handhafi hennar brotið alvarlega af sér. Helgi Magnús hefur litla trú á áformum ráðherra. „Það hefur ekki orðið neitt úr neinu hjá þessu fólki annað en tal og hjal. Ég hef ekki nokkra trú á öðru en að þessi maður geti bara komið hingað þegar honum hentar, bara ef honum sýnist,“ segir Helgi Magnús sem segir landamærin galopin. „Í mörg ár hafa menn verið fluttir úr landi með öllum tilkostnaði í lögreglufylgd og þrátt fyrir endurkomubann eru þeir komnir aftur til landsins á undan lögreglumönnunum.“ Þá segir hann Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum þann eina á landinu sem ráðist hefði af nægilegri hörku í útlendingamálin. Úlfar lauk störfum sem lögreglustjóri í maí eftir að dómsmálaráðherra tilkynnti honum að staða lögreglustjórans yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. „Það er búið að reka eina lögreglustjórann í landinu sem hefur staðið í fæturna gagnvart þessum glæpamönnum hér, Úlfar Lúðvíksson. Ég hef ekki trú á öðru en að það sem þó var verið að reyna að stoppa í götin í Keflavíkurflugvelli, þau göt séu öll galopin aftur. Af einhverjum ástæðum hefur hann verið látinn hætta, væntanlega hefur hann ekki sýnt af sér sama sleifarlagið og ráðherrar hafa gert hingað til.“ Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Landamæri Tengdar fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Formaður Afstöðu, félags fanga, hvetur dómsmálaráðherra til að náða Mohamad Kourani og senda hann úr landi strax á morgun. Hann hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og því mætti vísa honum úr landi umsvifalaust eftir náðun. Að óbreyttu þarf hann að afplána helming fangelsisdóms síns áður en hægt verður að vísa honum úr landi árið 2028 15. september 2025 16:47 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira
Vísir greindi frá því í hádeginu að Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisrefsingu fyrir rúmu ári, hefði afsalað sér alþjóðlegri vernd og yrði vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar. Þannig myndi hann losna við helming refsingarinnar en ekki fá að snúa aftur til Íslands í þrjátíu ár. Oft hugsað um framhaldið Áður hefur verið fjallað um áralangar líflátshótanir sem Helgi Magnús og fjölskylda hans þurfti að sitja undir af hendi Kourani. Helgi Magnús vakti athygli síðasta sumar er hann var ómyrkur í máli þegar hann ræddi mál Kourani eftir að hann var sakfelldur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Sjá einnig: „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ „Ég mun ekki sjá eftir honum. Ég hef velt því fyrir mér hvernig þetta yrði ef hann yrði látinn laus á reynslulausn. Hvort hann myndi halda uppteknum hætti eða hvort ég þyrfti að vera að fylgjast með hvort hann nálgaðist mig eða börnin mín og fjölskyldu,“ segir Helgi Magnús í samtali við fréttastofu. „Ég tjáði mig um þennan mann og hvernig það væri að sitja undir þessu og þú veist hvernig það endaði.“ Sakar yfirvöld um sleifarlag Í kjölfar ummæla Helga Magnúsar óskaði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari eftir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra að hann yrði leystur frá störfum. Guðrún komst að þeirri niðurstöðu í september í fyrra að ummæli Helga Magnúsar hafi verið óviðeigandi en hann yrði ekki leystur frá störfum. Í vor var aftur á móti greint frá því að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefði boðið honum flutning í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra, boð sem Helgi Magnús hafnaði og lét því alfarið af störfum hjá ríkinu. Sem fyrr segir fær Kourani ekki að koma aftur til landsins í þrjátíu ár eftir að honum verður vísað úr landi brott. Helgi Magnús segir þó alls ekki útilokað að hann komi aftur til landsins áfallalaust. Hann sakar yfirvöld um sleifarlag í málinu frá því að hann braut fyrst af sér fyrir átta árum síðan. „Við þekkjum þá sögu sem hefur verið síðan. Hann er búinn að vera á okkar framfæri í því að beita ofbeldi og hótunum. Síðan hefur verið talað um þessi ónýtu útlendingalög sem voru náttúrlega grundvöllurinn að þessu öllu,“ segir Helgi Magnús og vísar til átján mánaða reglunnar. Dvalarleyfisumsókn Kourani var ekki afgreidd innan átján mánaða frá því að hún barst og því fékk hann dvalarleyfi á grundvelli reglunnar. Komi aftur „þegar honum hentar“ Dómsmálaráðherra hyggst á núlíðandi þingi leggja fram lagafrumvarp þar sem átján mánaða reglan, sem er séríslensk, er felld úr gildi. Þá felur frumvarpið í sér reglu um afturköllun alþjóðlegrar verndar hafi handhafi hennar brotið alvarlega af sér. Helgi Magnús hefur litla trú á áformum ráðherra. „Það hefur ekki orðið neitt úr neinu hjá þessu fólki annað en tal og hjal. Ég hef ekki nokkra trú á öðru en að þessi maður geti bara komið hingað þegar honum hentar, bara ef honum sýnist,“ segir Helgi Magnús sem segir landamærin galopin. „Í mörg ár hafa menn verið fluttir úr landi með öllum tilkostnaði í lögreglufylgd og þrátt fyrir endurkomubann eru þeir komnir aftur til landsins á undan lögreglumönnunum.“ Þá segir hann Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum þann eina á landinu sem ráðist hefði af nægilegri hörku í útlendingamálin. Úlfar lauk störfum sem lögreglustjóri í maí eftir að dómsmálaráðherra tilkynnti honum að staða lögreglustjórans yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. „Það er búið að reka eina lögreglustjórann í landinu sem hefur staðið í fæturna gagnvart þessum glæpamönnum hér, Úlfar Lúðvíksson. Ég hef ekki trú á öðru en að það sem þó var verið að reyna að stoppa í götin í Keflavíkurflugvelli, þau göt séu öll galopin aftur. Af einhverjum ástæðum hefur hann verið látinn hætta, væntanlega hefur hann ekki sýnt af sér sama sleifarlagið og ráðherrar hafa gert hingað til.“
Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Landamæri Tengdar fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Formaður Afstöðu, félags fanga, hvetur dómsmálaráðherra til að náða Mohamad Kourani og senda hann úr landi strax á morgun. Hann hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og því mætti vísa honum úr landi umsvifalaust eftir náðun. Að óbreyttu þarf hann að afplána helming fangelsisdóms síns áður en hægt verður að vísa honum úr landi árið 2028 15. september 2025 16:47 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira
Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Formaður Afstöðu, félags fanga, hvetur dómsmálaráðherra til að náða Mohamad Kourani og senda hann úr landi strax á morgun. Hann hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og því mætti vísa honum úr landi umsvifalaust eftir náðun. Að óbreyttu þarf hann að afplána helming fangelsisdóms síns áður en hægt verður að vísa honum úr landi árið 2028 15. september 2025 16:47