Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2025 15:48 Guðrún ávarpaði forsætisráðherra í fyrstu óundirbúnu fyrirspurn þingvetrarins. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra um vexti og verðbólgu í fyrstu óundirbúnu fyrirspurn þingvetrarins. Kristrún sagði ríkisstjórnina með tímasett plan og hún væri byrjuð að vinna eftir því. „Vaxtalækkunartímabilið er staðnað og verðbólga við fjögur prósent. Í stað aðhalds velur ríkisstjórnin að hækka álögur, meðal annars með því að láta krónutölugjöld hækka í fullum verðbólgutakti. Það fer beint í verðlag og bítur á fjölskyldum, litlum fyrirtækjum og sveitarfélögum. Að hafna aðhaldi og hækka skatta er pólitískt val,“ sagði Guðrún í ræðu sinni og gagnrýndi að þrátt fyrir meiri tekjur ríkissjóðs væri enn halli. Hún sagði ríkisstjórnina ekki nýta dauðafæri heldur velja að auka útgjöld. Hún sagði Kristrúnu sjálfa, í stjórnarandstöðu árið 2022, hafa undirritað minnihlutaálit 2022 þar sem hún varaði var við flötum skattahækkunum og lagði til að fella niður hækkun krónutölugjalda umfram verðbólgumarkmið, því slík skattheimta bitni hlutfallslega mest á tekjulægstu heimilunum. Guðrún spurði hvers vegna þessi rök gildi ekki lengur. „Mun forsætisráðherra nú falla frá fyrirhuguðum hækkunum krónutölugjalda, setja reglu um að þau hækki ekki umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans, og verja óvæntum viðbótartekjum í skuldalækkun en ekki varanleg útgjöld.“ Kristrún segir tímasett plan í gangi og ríkisstjórnin vinni eftir því. Hún hefði gjarnan viljað hallalaus fjárlög en það sé stefnt að því síðar. Vísir/Anton Brink Ekki bara að taka auðveldar ákvarðanir Kristrún svaraði þessu og sagði ríkisstjórnina ekki bara taka auðveldar ákvarðanir. „Það er verið að sækja tekjur. Það er verið að skila því sem næst hallalausum fjárlögum,“ sagði Kristrún. Það vanti nokkra milljarða og mögulega sé hægt að finna þá á Alþingi. „En við höfum líka skilað fjármálaáætlun þar sem þrátt fyrir að hagræðingartillögur hópsins, hagsýnihópsins , hafi hljóða upp á 70 milljarða, eru þær hagræðingartillögur sem við erum með yfir 100 milljarða krónur.“ Kristrún benti á að í dag er verðbólga er í dag 3,8 prósent og að þegar minnihlutaálitið sem Guðrún vísaði til var skrifað hafi verðbólga verið um tíu prósent. „Við erum á allt öðrum stað í efnahagslífinu en við vorum þegar umrætt nefndarálit var skrifað. Það er auðvitað svo í svona aðstæðum þá þarf alltaf að vega og meta hvað eftir skal gefa. Það liggur alveg fyrir að ef við mundum ekki fara í þá hóflegu krónutöluhækkun, að fara í 3,7 prósent, þá værum við að fari í raun skattalækkun á tímum sem þessum.“ Kristrún sagði að annars staðar í kerfinu væri verið að taka tillit og tekjur væru sóttar annars staðar. Grundvallarmunurinn sé að aðstæður voru allt aðrar þegar álitið var skrifað. „Þannig að við erum býsna brött með þau fjárlög sem við höfum núna lagt fram,“ sagði Kristrún. Ríkisstjórnin hefði viljað loka hallanum en að þau séu opin fyrir tillögum. Guðrún tók þá aftur til máls og þakkaði Kristrúnu svarið en sagði aðhaldsstefnuna ekki felast í því að hækka gjöld sjálfvirkt heldur eigi að forgangsraða og bæta nýtingu fjármuna. „Forsætisráðherra segist vera að taka til, það sést nú varla í fjárlögum. Hallinn minnkar um 0,1 prósent á milli ára. Hér er mikið búið að tala um tiltekt á stjórnarheimilinu. Ekki er nú hægt að kalla þetta mikla tiltækt. Þetta er svona eins og að taka einn sokk uppi á gólfinu í herbergi hjá Hauki syni mínum,“ sagði Guðrún. Hún sagði bæði fjölskyldur og ríkið þurfa fyrirsjáanleika og aga. „Þegar ríkið eykur útgjöld án raunverulegrar hagræðingar er reikningurinn sendur beint á heimili og fyrirtæki. Hann birtist á launaseðlinum við bensíndælum og í matarkörfunni. Sjálfvirkar hækkanir gjalda eru dulbúin skattheimta sem halda vöxtum hærri lengur og grafa undan trausti. Hvar er plan forsætisráðherra hvað þetta varðar?“ spurði Guðrún og kallaði eftir tímasettri áætlun. Eru byrjuð að vinna eftir planinu Kristrún svaraði þessu og sagði ríkisstjórnina með tímasett plan. Það séu 107 milljarðar í hagræðingu á tímabilinu og þau séu byrjuð að vinna samkvæmt því plani. „Við erum byrjuð að sækja sanngjörn auðlindagjöld, við erum byrjuð að taka ákvarðanir sem síðasta ríkisstjórn gat ekki tekið í sjö ár, þannig að ég held að það liggi alveg fyrir að það er verið að taka ýmsar ákvarðanir hér þessa dagana.“ Kristrún sagði vel mega ræða bifreiða- og krónutölugjöld en sagði Guðrúnu vita, eins og hana sjálfa, að ef ríkið skuldbindi sig til að veita einhverja þjónustu geti þau ekki „endalaust vera á þeim stað að láta verðgildi þeirra króna bara rýrna“. „Sérstaklega ekki í verðbólguumhverfi upp á 3,8 prósent. Það er ekkert óeðlilegt að við viljum viðhalda þjónustustiginu, að við förum í raunhækkanir,“ sagði Kristrún. Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
„Vaxtalækkunartímabilið er staðnað og verðbólga við fjögur prósent. Í stað aðhalds velur ríkisstjórnin að hækka álögur, meðal annars með því að láta krónutölugjöld hækka í fullum verðbólgutakti. Það fer beint í verðlag og bítur á fjölskyldum, litlum fyrirtækjum og sveitarfélögum. Að hafna aðhaldi og hækka skatta er pólitískt val,“ sagði Guðrún í ræðu sinni og gagnrýndi að þrátt fyrir meiri tekjur ríkissjóðs væri enn halli. Hún sagði ríkisstjórnina ekki nýta dauðafæri heldur velja að auka útgjöld. Hún sagði Kristrúnu sjálfa, í stjórnarandstöðu árið 2022, hafa undirritað minnihlutaálit 2022 þar sem hún varaði var við flötum skattahækkunum og lagði til að fella niður hækkun krónutölugjalda umfram verðbólgumarkmið, því slík skattheimta bitni hlutfallslega mest á tekjulægstu heimilunum. Guðrún spurði hvers vegna þessi rök gildi ekki lengur. „Mun forsætisráðherra nú falla frá fyrirhuguðum hækkunum krónutölugjalda, setja reglu um að þau hækki ekki umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans, og verja óvæntum viðbótartekjum í skuldalækkun en ekki varanleg útgjöld.“ Kristrún segir tímasett plan í gangi og ríkisstjórnin vinni eftir því. Hún hefði gjarnan viljað hallalaus fjárlög en það sé stefnt að því síðar. Vísir/Anton Brink Ekki bara að taka auðveldar ákvarðanir Kristrún svaraði þessu og sagði ríkisstjórnina ekki bara taka auðveldar ákvarðanir. „Það er verið að sækja tekjur. Það er verið að skila því sem næst hallalausum fjárlögum,“ sagði Kristrún. Það vanti nokkra milljarða og mögulega sé hægt að finna þá á Alþingi. „En við höfum líka skilað fjármálaáætlun þar sem þrátt fyrir að hagræðingartillögur hópsins, hagsýnihópsins , hafi hljóða upp á 70 milljarða, eru þær hagræðingartillögur sem við erum með yfir 100 milljarða krónur.“ Kristrún benti á að í dag er verðbólga er í dag 3,8 prósent og að þegar minnihlutaálitið sem Guðrún vísaði til var skrifað hafi verðbólga verið um tíu prósent. „Við erum á allt öðrum stað í efnahagslífinu en við vorum þegar umrætt nefndarálit var skrifað. Það er auðvitað svo í svona aðstæðum þá þarf alltaf að vega og meta hvað eftir skal gefa. Það liggur alveg fyrir að ef við mundum ekki fara í þá hóflegu krónutöluhækkun, að fara í 3,7 prósent, þá værum við að fari í raun skattalækkun á tímum sem þessum.“ Kristrún sagði að annars staðar í kerfinu væri verið að taka tillit og tekjur væru sóttar annars staðar. Grundvallarmunurinn sé að aðstæður voru allt aðrar þegar álitið var skrifað. „Þannig að við erum býsna brött með þau fjárlög sem við höfum núna lagt fram,“ sagði Kristrún. Ríkisstjórnin hefði viljað loka hallanum en að þau séu opin fyrir tillögum. Guðrún tók þá aftur til máls og þakkaði Kristrúnu svarið en sagði aðhaldsstefnuna ekki felast í því að hækka gjöld sjálfvirkt heldur eigi að forgangsraða og bæta nýtingu fjármuna. „Forsætisráðherra segist vera að taka til, það sést nú varla í fjárlögum. Hallinn minnkar um 0,1 prósent á milli ára. Hér er mikið búið að tala um tiltekt á stjórnarheimilinu. Ekki er nú hægt að kalla þetta mikla tiltækt. Þetta er svona eins og að taka einn sokk uppi á gólfinu í herbergi hjá Hauki syni mínum,“ sagði Guðrún. Hún sagði bæði fjölskyldur og ríkið þurfa fyrirsjáanleika og aga. „Þegar ríkið eykur útgjöld án raunverulegrar hagræðingar er reikningurinn sendur beint á heimili og fyrirtæki. Hann birtist á launaseðlinum við bensíndælum og í matarkörfunni. Sjálfvirkar hækkanir gjalda eru dulbúin skattheimta sem halda vöxtum hærri lengur og grafa undan trausti. Hvar er plan forsætisráðherra hvað þetta varðar?“ spurði Guðrún og kallaði eftir tímasettri áætlun. Eru byrjuð að vinna eftir planinu Kristrún svaraði þessu og sagði ríkisstjórnina með tímasett plan. Það séu 107 milljarðar í hagræðingu á tímabilinu og þau séu byrjuð að vinna samkvæmt því plani. „Við erum byrjuð að sækja sanngjörn auðlindagjöld, við erum byrjuð að taka ákvarðanir sem síðasta ríkisstjórn gat ekki tekið í sjö ár, þannig að ég held að það liggi alveg fyrir að það er verið að taka ýmsar ákvarðanir hér þessa dagana.“ Kristrún sagði vel mega ræða bifreiða- og krónutölugjöld en sagði Guðrúnu vita, eins og hana sjálfa, að ef ríkið skuldbindi sig til að veita einhverja þjónustu geti þau ekki „endalaust vera á þeim stað að láta verðgildi þeirra króna bara rýrna“. „Sérstaklega ekki í verðbólguumhverfi upp á 3,8 prósent. Það er ekkert óeðlilegt að við viljum viðhalda þjónustustiginu, að við förum í raunhækkanir,“ sagði Kristrún.
Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira