Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2025 14:43 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra afhendir Oddi Sigurðssyni Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Stjr Jarð- og jöklafræðingurinn Oddur Sigurðsson hlaut í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra afhenti viðurkenninguna á Umhverfisþingi í Hörpu, en þetta er í sextánda skipti sem viðurkenningin er veitt. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Oddur hafi helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu varðandi íslenska jökla og breytingar á þeim vegna hlýnandi loftslags. „Það var Oddur sem árið 2014 vakti athygli á því að Okjökull væri horfinn. Nokkrum árum síðar stóð hann ásamt fleiri fræðimönnum að viðburði nærri tindi fjallsins, sem vakti athygli víða um lönd. Var þar settur upp minningarskjöldur til þess að vekja fólk til umhugsunar um áhrif loftslagsbreytinga. Oddur hefur hnitað útlínur margra jökla, skrifað skýrslur, bækur og útbúið kort þar sem m.a. er haldið er til haga nöfnum allra jökla á Íslandi. Þá sat hann í stjórn Jöklarannsóknafélagsins um alllangt skeið og er heiðursfélagi þess. Hann hafði um áratugaskeið umsjón með jökulsporðamælingum félagsins, sem sjálfboðaliðar Jöklarannsóknafélags hafa sinnt í nær 100 ár. Oddur hefur líka ljósmyndað jökla landsins og skrásett þá af nákvæmni. Myndasafn hans er nú varðveitt á Veðurstofu Íslands, en í því eru um 55.000 myndir af íslenskri náttúru. Safnið er ómetanleg heimild um rýrnun jökla, eldgos, flóð og skriðuföll og margvísleg áhrif loftslagsbreytinga á náttúru landsins. Oddur hefur einnig miðlað þekkingu sinni til almennings og vísindasamfélagsins, en hann kenndi jarðfræði og jöklafræði við Háskóla Íslands. Þá hefur hann verið iðinn við að halda fræðandi fyrirlestra um jökla og náttúru landsins og hefur þar sýnt sérstakan áhuga á að miðla þekkingu sinni til unga fólksins. Hefur hann flutt fjölda fyrirlestra í skólum, þar sem hann bregður upp ljósmyndum sínum af náttúru landsins og sýnir dæmi um það hvað þekking á náttúrufræði bætir miklu við í skoðun á ýmsum fyrirbærum náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Óþreytandi vinna Haft er eftir Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, að með óþreytandi vinnu sinni í yfir fimm áratugi hafi Oddur Sigurðsson stuðlað að aukinni vitund um mikilvægi jökla og náttúruverndar. „Arfleið hans á sviði náttúruverndar er ótvíræð, sama hvort að litið sé til ræðu, rits eða ljósmyndunar. Því er sannarlega við hæfi að hann hljóti Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti árið 2025, á alþjóðlegu ári jökla. Til hamingju Oddur,“ sagði Jóhann Páll. Umhverfismál Jöklar á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Oddur hafi helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu varðandi íslenska jökla og breytingar á þeim vegna hlýnandi loftslags. „Það var Oddur sem árið 2014 vakti athygli á því að Okjökull væri horfinn. Nokkrum árum síðar stóð hann ásamt fleiri fræðimönnum að viðburði nærri tindi fjallsins, sem vakti athygli víða um lönd. Var þar settur upp minningarskjöldur til þess að vekja fólk til umhugsunar um áhrif loftslagsbreytinga. Oddur hefur hnitað útlínur margra jökla, skrifað skýrslur, bækur og útbúið kort þar sem m.a. er haldið er til haga nöfnum allra jökla á Íslandi. Þá sat hann í stjórn Jöklarannsóknafélagsins um alllangt skeið og er heiðursfélagi þess. Hann hafði um áratugaskeið umsjón með jökulsporðamælingum félagsins, sem sjálfboðaliðar Jöklarannsóknafélags hafa sinnt í nær 100 ár. Oddur hefur líka ljósmyndað jökla landsins og skrásett þá af nákvæmni. Myndasafn hans er nú varðveitt á Veðurstofu Íslands, en í því eru um 55.000 myndir af íslenskri náttúru. Safnið er ómetanleg heimild um rýrnun jökla, eldgos, flóð og skriðuföll og margvísleg áhrif loftslagsbreytinga á náttúru landsins. Oddur hefur einnig miðlað þekkingu sinni til almennings og vísindasamfélagsins, en hann kenndi jarðfræði og jöklafræði við Háskóla Íslands. Þá hefur hann verið iðinn við að halda fræðandi fyrirlestra um jökla og náttúru landsins og hefur þar sýnt sérstakan áhuga á að miðla þekkingu sinni til unga fólksins. Hefur hann flutt fjölda fyrirlestra í skólum, þar sem hann bregður upp ljósmyndum sínum af náttúru landsins og sýnir dæmi um það hvað þekking á náttúrufræði bætir miklu við í skoðun á ýmsum fyrirbærum náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Óþreytandi vinna Haft er eftir Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, að með óþreytandi vinnu sinni í yfir fimm áratugi hafi Oddur Sigurðsson stuðlað að aukinni vitund um mikilvægi jökla og náttúruverndar. „Arfleið hans á sviði náttúruverndar er ótvíræð, sama hvort að litið sé til ræðu, rits eða ljósmyndunar. Því er sannarlega við hæfi að hann hljóti Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti árið 2025, á alþjóðlegu ári jökla. Til hamingju Oddur,“ sagði Jóhann Páll.
Umhverfismál Jöklar á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira