Stórauka útgjöld til varnarmála Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2025 13:33 Sænskir hermenn á æfingu í sumar. Getty/Narciso Contreras Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að fjárútlát til varnarmála yrðu stóraukin á næsta ári um 26,6 milljarða sænskra króna. Þannig munu fjárútlátin fara úr 148 milljörðum í um 175 milljarða eða um 2,8 prósent af vergri landsframleiðslu Svíþjóðar. Síðar stendur til að hækka fjárútlátin enn frekar í 3,5 prósent, í samræmi við markmið Atlantshafsbandalagsins. 26,6 milljarðar sænskra króna samsvar rúmum 350 milljörðum íslenskum króna. Á blaðamannafundi þar sem breytingarnar voru kynntar í morgun sagði Ulf Kristersson, forsætisráðherra, að um mikilvægt skref væri að ræða í endurnýjun herafla Svíþjóðar. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Kristersson að frá 2022 hafi fjárútlát til varnarmála í Svíþjóð hækkað um hundrað milljarða sænskra króna. Hluta peninganna á að verja í verkefni sem ætlað er að auka þjálfun hermanna, halda hermönnum lengur í hernum og auka laun kvaðmanna og ungra yfirmanna. Þá mun stór hluti nýju peninganna fara í hergögn eins og loftvarnarkerfi, stórskotaliðsvopn, skotfæri, bryndreka, skip, og flutningsflugvélar. Ástandið ekki eins alvarlegt í áratugi Í tilkynningu á vef ríkisstjórnar Svíþjóðar segir að öryggisástand ríkisins hafi ekki verið eins alvarlegt í nokkra áratugi. Rússar ógni öryggi Svíþjóðar á ýmsa vegu og það sé stór ástæða hernaðaruppbyggingar. Þar segir einnig að uppbyggingin sé sú umfangsmesta frá tímum kalda stríðsins en henni sé ekki eingöngu ætlað að styrkja sænska herinn, heldur einnig sænskt efnahagslíf og samfélag. Uppbyggingin muni skapa ýmis tækifæri og fjölda starfa. Bara í fyrra hafi skapast um sex þúsund ný störf hennar vegna. Áætlanir segja til um að útgjöldin til varnarmála eigi að vera orðin 3,1 prósent af landsframleiðslu árið 2028. Ná eigi 3,5 prósentum árið 2030. Uppbygging víða Svipaða sögu af útgjöldum til varnarmála er að segja frá fjölmörgum Evrópuríkjum um þessar mundir. Ríkisstjórnir heimsálfunnar hafa dregið saman seglin í varnarmálum um árabil og stuðningurinn við Úkraínu gegn Rússum hefur gengið mjög á vopnabúr Evrópu, sem standa mörg svo gott sem tóm. Frá því Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna hafa skilaboðin þaðan einnig verið skýr. „Ég er hér til að tryggja að öll ríki í NATO átti sig á því að allir þurfa að leggja hönd á plóg,“ sagði Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fyrir leiðtogafundi NATO í sumar. Hann sagði öll ríki þurfa að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, vegna þeirra ógna sem bandalagið standi frammi fyrir. Sjá einnig: „Ógnin er veruleg“ Á fundinum í sumar var gert samkomulag um að farið yrði í fimm prósent á næstu árum. Þar af yrði eitt og hálft prósent fjárveitingar til innviða. Það er að segja, að fjárveitingar í vegi, brýr, flugvelli, hafnir og slíkt geti verið talið með, upp að einu og hálfu prósenti. Fyrir leiðtogafundinn í sumar voru viðmiðin tvö prósent. Kaupa evrópskt Uppbyggingin er ekki eingöngu til komin vegna krafna Bandaríkjamanna. Hana má einnig að miklu leyti rekja til ótta ráðamanna í Evrópu yfir þeirri ógn sem heimsálfunni muni stafa af Rússum eftir að stríðinu í Úkraínu lýkur, hvernig sem það fer. Sjá einnig: Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Umræddir ráðamenn óttast einnig að mögulega verði ekki hægt að treysta á Bandaríkin áfram, eins og Evrópa hefur gert of mikið af, samkvæmt Bandaríkjamönnum, undanfarna áratugi. Ríki sem selja öðrum ríkjum vopn hafa einnig eitthvað að segja um það hvernig vopnunum er beitt. Í höfuðborgum Evrópu er nú verið að hugsa um hvort að ríkisstjórn Bandaríkjanna geti í framtíðinni meinað Evrópumönnum að veita vopnum sínum gegn tilteknum ríkjum, eins og Rússlandi. Því hafa línur verið lagðar að því að hernaðaruppbygging Evrópu eigi að mestu leiti að eiga sér stað í Evrópu og leggja eigi áherslu á að versla evrópskt, ef svo má segja. Þetta hefur pirrað Bandaríkjamenn, sem hafa kvartað yfir þessum ætlunum. Ríki Evrópu eru þó upp á Bandaríkjamenn komna þegar kemur að fjölmörgum hergögnum og íhluti. Svíþjóð Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Síðar stendur til að hækka fjárútlátin enn frekar í 3,5 prósent, í samræmi við markmið Atlantshafsbandalagsins. 26,6 milljarðar sænskra króna samsvar rúmum 350 milljörðum íslenskum króna. Á blaðamannafundi þar sem breytingarnar voru kynntar í morgun sagði Ulf Kristersson, forsætisráðherra, að um mikilvægt skref væri að ræða í endurnýjun herafla Svíþjóðar. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Kristersson að frá 2022 hafi fjárútlát til varnarmála í Svíþjóð hækkað um hundrað milljarða sænskra króna. Hluta peninganna á að verja í verkefni sem ætlað er að auka þjálfun hermanna, halda hermönnum lengur í hernum og auka laun kvaðmanna og ungra yfirmanna. Þá mun stór hluti nýju peninganna fara í hergögn eins og loftvarnarkerfi, stórskotaliðsvopn, skotfæri, bryndreka, skip, og flutningsflugvélar. Ástandið ekki eins alvarlegt í áratugi Í tilkynningu á vef ríkisstjórnar Svíþjóðar segir að öryggisástand ríkisins hafi ekki verið eins alvarlegt í nokkra áratugi. Rússar ógni öryggi Svíþjóðar á ýmsa vegu og það sé stór ástæða hernaðaruppbyggingar. Þar segir einnig að uppbyggingin sé sú umfangsmesta frá tímum kalda stríðsins en henni sé ekki eingöngu ætlað að styrkja sænska herinn, heldur einnig sænskt efnahagslíf og samfélag. Uppbyggingin muni skapa ýmis tækifæri og fjölda starfa. Bara í fyrra hafi skapast um sex þúsund ný störf hennar vegna. Áætlanir segja til um að útgjöldin til varnarmála eigi að vera orðin 3,1 prósent af landsframleiðslu árið 2028. Ná eigi 3,5 prósentum árið 2030. Uppbygging víða Svipaða sögu af útgjöldum til varnarmála er að segja frá fjölmörgum Evrópuríkjum um þessar mundir. Ríkisstjórnir heimsálfunnar hafa dregið saman seglin í varnarmálum um árabil og stuðningurinn við Úkraínu gegn Rússum hefur gengið mjög á vopnabúr Evrópu, sem standa mörg svo gott sem tóm. Frá því Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna hafa skilaboðin þaðan einnig verið skýr. „Ég er hér til að tryggja að öll ríki í NATO átti sig á því að allir þurfa að leggja hönd á plóg,“ sagði Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fyrir leiðtogafundi NATO í sumar. Hann sagði öll ríki þurfa að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, vegna þeirra ógna sem bandalagið standi frammi fyrir. Sjá einnig: „Ógnin er veruleg“ Á fundinum í sumar var gert samkomulag um að farið yrði í fimm prósent á næstu árum. Þar af yrði eitt og hálft prósent fjárveitingar til innviða. Það er að segja, að fjárveitingar í vegi, brýr, flugvelli, hafnir og slíkt geti verið talið með, upp að einu og hálfu prósenti. Fyrir leiðtogafundinn í sumar voru viðmiðin tvö prósent. Kaupa evrópskt Uppbyggingin er ekki eingöngu til komin vegna krafna Bandaríkjamanna. Hana má einnig að miklu leyti rekja til ótta ráðamanna í Evrópu yfir þeirri ógn sem heimsálfunni muni stafa af Rússum eftir að stríðinu í Úkraínu lýkur, hvernig sem það fer. Sjá einnig: Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Umræddir ráðamenn óttast einnig að mögulega verði ekki hægt að treysta á Bandaríkin áfram, eins og Evrópa hefur gert of mikið af, samkvæmt Bandaríkjamönnum, undanfarna áratugi. Ríki sem selja öðrum ríkjum vopn hafa einnig eitthvað að segja um það hvernig vopnunum er beitt. Í höfuðborgum Evrópu er nú verið að hugsa um hvort að ríkisstjórn Bandaríkjanna geti í framtíðinni meinað Evrópumönnum að veita vopnum sínum gegn tilteknum ríkjum, eins og Rússlandi. Því hafa línur verið lagðar að því að hernaðaruppbygging Evrópu eigi að mestu leiti að eiga sér stað í Evrópu og leggja eigi áherslu á að versla evrópskt, ef svo má segja. Þetta hefur pirrað Bandaríkjamenn, sem hafa kvartað yfir þessum ætlunum. Ríki Evrópu eru þó upp á Bandaríkjamenn komna þegar kemur að fjölmörgum hergögnum og íhluti.
Svíþjóð Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“