Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Stefán Árni Pálsson skrifar 15. september 2025 13:00 Konni fær fólk til að sigrast á óttanum. Um árabil hefur æska þjóðarinnar stundað það að stökkva út í sjó á heitum sumardögum. Nýlega tók Konni Gotta sportið á næsta stig og rekur fyrirtækið Hoppland á Akranesi þar sem gestir geta stokkið fram af pöllum í mikilli hæð. Hópur barna æfir dýfingar hjá honum og er á leið til Noregs að æfa með atvinnumönnum. Bjarki Sigurðsson skellti sér upp á Skaga í Íslandi í dag í síðustu viku. Í sjávarplássum um land allt er það vinsæl iðja á sumrin að kíkja niður að höfninni og stökkva þaðan út í sjó. Stökkvarar eru aðallega börn og þegar það er orðið leiðinlegt að hoppa af bryggjunni er stolist um borð í báta sem liggja að bryggjunni og stokkið úr þeim. Þegar það er svo ekki lengur spennandi er stokkið úr stærri skipum og þannig hefur þetta gengið svo árum skiptir. Einn þeirra sem ólst upp við þetta er hinn 34 ára gamli Konráð Gunnar Gottliebsson, betur þekktur sem Konni Gotta. Hann hefur alla sína ævi verið mikill jaðaríþróttamaður og þar sem hæsta stökkbrettið á landinu er þrír metrar, þá ákvað hann að búa til aðstöðu fyrir þetta æskusport. „Við gerðum aðstöðu í Reykjavík og byggðum nokkra stökkpalla. Það endaði þannig að við gátum ekki verið þar lengur og færðum okkur upp á Skaga þar sem við fengum þessa fínu bryggju þar sem við erum búin að setja upp palla og trampólín,“ segir Konni. Með þessu varð fyrirtækið Hoppland til og hefur Konni flakkað um land allt með pallana og boðið fólki upp á að hoppa út í sjó á hinum ýmsu hátíðum. Heimavöllurinn er þó Akranes þar sem einstaklingar eða hópar koma reglulega til að prófa sig áfram í sportinu. „Þetta snýst fyrst og fremst um að sigra eigin haus og fólk kemur hingað og nær að komast yfir þessa hæð og finnst það getað sigrað heiminn eftir á,“ segir Konni en hægt er að sjá innslagið í heild sinni þar sem Bjarki fékk sjálfur að prófa að stökkva. Ísland í dag Akranes Sjósund Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Hópur barna æfir dýfingar hjá honum og er á leið til Noregs að æfa með atvinnumönnum. Bjarki Sigurðsson skellti sér upp á Skaga í Íslandi í dag í síðustu viku. Í sjávarplássum um land allt er það vinsæl iðja á sumrin að kíkja niður að höfninni og stökkva þaðan út í sjó. Stökkvarar eru aðallega börn og þegar það er orðið leiðinlegt að hoppa af bryggjunni er stolist um borð í báta sem liggja að bryggjunni og stokkið úr þeim. Þegar það er svo ekki lengur spennandi er stokkið úr stærri skipum og þannig hefur þetta gengið svo árum skiptir. Einn þeirra sem ólst upp við þetta er hinn 34 ára gamli Konráð Gunnar Gottliebsson, betur þekktur sem Konni Gotta. Hann hefur alla sína ævi verið mikill jaðaríþróttamaður og þar sem hæsta stökkbrettið á landinu er þrír metrar, þá ákvað hann að búa til aðstöðu fyrir þetta æskusport. „Við gerðum aðstöðu í Reykjavík og byggðum nokkra stökkpalla. Það endaði þannig að við gátum ekki verið þar lengur og færðum okkur upp á Skaga þar sem við fengum þessa fínu bryggju þar sem við erum búin að setja upp palla og trampólín,“ segir Konni. Með þessu varð fyrirtækið Hoppland til og hefur Konni flakkað um land allt með pallana og boðið fólki upp á að hoppa út í sjó á hinum ýmsu hátíðum. Heimavöllurinn er þó Akranes þar sem einstaklingar eða hópar koma reglulega til að prófa sig áfram í sportinu. „Þetta snýst fyrst og fremst um að sigra eigin haus og fólk kemur hingað og nær að komast yfir þessa hæð og finnst það getað sigrað heiminn eftir á,“ segir Konni en hægt er að sjá innslagið í heild sinni þar sem Bjarki fékk sjálfur að prófa að stökkva.
Ísland í dag Akranes Sjósund Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira