„AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar 15. september 2025 10:00 Sjálf heyrði ég þetta hugtak „AMOC” nýlega, og hugsaði bara, „æ nei, ekki enn ein heimsendaspáin sem ég þarf að hafa áhyggjur af...” Það er nefnilega svo á nú á tímum að hver ógnin við líf okkar hér á jörðinni drífur aðra og í allri upplýsingaóréiðunni grípum við til þeirrar sjálfsbjargarviðleitni að hunsa vandann. Óteljandi og ógnvekjandi hættur valda okkur áhyggjum og kvíða og svo er oft líka flókið að skilja um hvað málið snýst. Þegar ég var búin að hunsa þennan margumtalaða „AMOC straum” nógu lengi til að fara skammast mín ákvað ég að kynna mér hann og deila hvers ég varð vís með öðrum sem ekki hafa nennt að kynna sér hann á mannamáli. Hvað er AMOC-straumurinn og hvað er að gerast með hann? Þegar „blóðrás hafsins" veikist Flest okkar þekkja Golfstrauminn sem ber hlýjan sjó norður í Atlantshafið og gerir loftslagið á Íslandi og í Evrópu miklu mildara en breiddargráður okkar gefa til kynna. En Golfstraumurinn er aðeins hluti af miklu stærra og flóknara kerfi sem vísindamenn kalla „AMOC" (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation). Þessi straumur er í raun eins konar „blóðrás jarðarinnar í hafi". Hvernig virkar þetta? Í einföldu máli gengur þetta svona fyrir sig: ●Hlýr, saltur sjór streymir frá hitabeltinu umhverfis miðbaug, norður í átt að Evrópu. ●Þar kólnar hann og verður þyngri. Þegar sjórinn verður kaldur og saltur sekkur hann til botns og myndar djúpstraum sem flæðir aftur suður. ●Þessi hringrás heldur stöðugum varmaflutningi um hnöttinn og hefur mikil áhrif á veðurkerfi alls heimsins. Þegar þetta virkar, þá eru vetrar á Íslandi bærilegir, regn fellur á rétta staði, og landbúnaður gengur upp í mörgum heimsálfum. Hvað er vandamálið? Hlýnun jarðar og bráðnun jökla, sérstaklega á Grænlandi, hefur aukið magn ferskvatns í hafinu. Þegar sjórinn verður minna saltur sekkur hann síður. Það getur truflað alla hringrásina og ef hún stoppar eða veikist mikið getur það haft afdrifaríkar afleiðingar: ●Ísland gæti fengið vetrarstorma þar sem hitinn fer niður í -50°C. ●Hafís gæti náð suður til Bretlands. ●Úrkomumynstur í heiminum breytast þannig að 90% af ræktarlandi Bretlands og helmingur allra svæða heimsins þar sem hveiti og maís eru ræktaðir gætu orðið ófrjó. Þetta er ekki lengur fjarstæða. Virtir vísindamenn telja nú að það séu allt að 50% líkur á því að AMOC hrynji á þessari öld. Það sem áður var talið gerast hugsanlega eftir nokkur hundruð ár gæti gerst innan lífstíðar okkar. Af hverju skiptir þetta okkur máli? Ef AMOC fellur, er það ekki bara vandamál fyrir vísindasamfélagið. Það snertir líf okkar allra: ●Matvælaverð gæti hækkað verulega og fæðuöryggi verið í hættu. ●Orkukerfi og innviðir yrðu undir álagi vegna mikilla veðuröfga. ●Lífsviðurværi milljóna manna væri í húfi - bæði hér á norðurslóðum og víðar í heiminum. Þetta er því ekki aðeins loftslagsmál, heldur einnig þjóðaröryggismál! Hverjar eru lausnirnar? Vísindamenn tala um tvær meginleiðir. Sú fyrri og jafnframt sú umfangsmesta og áhrifaríkasta er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, það er og verður lykillinn. Því meira sem hlýnun eykst, því líklegra er að við förum yfir vendipunktinn. Hin leiðin er loftslagsverkfræði, það er þó enn verið að deila um hvort það sé raunhæf lausn en hún felur í sér aðgerðir sem annaðhvort fjarlægja kolefni úr andrúmslofti eða kæla jörðina tímabundið með tæknilegum aðferðum. Mörg telja að ekki sé lengur hægt að útiloka slíkar lausnir. Hvorug leiðin er einföld, en það versta sem við getum gert er að sitja hjá. Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ísland er lítið land en hefur yfir að ráða stóru hafi. Við byggjum lífsviðurværi okkar á sjónum og það mun bitna hart á okkur þegar kemur að áhrifum af hruni AMOC. Yfirþyrmandi fréttir af flóknum vandamálum dynur reglulega yfir okkur og það er ljóst að þær eru ekki til þess fallnar að ná athygli okkar ef við skiljum ekki hvað um er rætt. Við þurfum að fara venja okkur á að ræða um loftslagsvandann á mannamáli því það sem við þekkjum, skiljum og virðum fær okkur til að bregðast við og vilja taka þátt í nauðsynlegum aðgerðum ekki dramatískar fyrirsagnir fullar af skammstöfunum á flóknum hugtökum. Ég vona þannig að einhver sem eins og ég vissi ekki fyrir stuttu hvað AMOC straumurinn væri sé einhvers vísari núna og skilji betur hvernig heilbrigði hafs og loftslagsvandinn helst í hendur, eitt leiðir af öðru. Við þurfum að standa okkur betur í bæði aðgerðum gegn loftslagsvá og vernd hafsins til að ná árangri. Stjórnvöld boða auknar aðgerðir en þau þurfa að hafa okkur með í liði, og til þess að hafa okkur með í liði þá þurfum við að skilja um hvað málið snýst. Það þarf að efla loftslagsfræðslu og umræðu í samfélaginu og þar bera fjölmiðlar einnig ábyrgð Við sem berjumst í þessum málefnum alla daga upplifum að fjölmiðlar sýni því takmarkaðan og tilviljunarkenndan áhuga og oftar en ekki ná mikilvæg málefni aldrei sjónum almennings því fjölmiðlum finnst þau ekki nógú „sexý” eða mikil „click bait”. Öll skólastig þurfa að efla fræðslu um haf-, umhverfis- og loftslagsmál og stjórnvöld og fjölmiðlar þurfa að taka ábyrgð og setja sér stefnur með það að markmiði að efla umræðu og skilning samfélagsins á umræðunni, það er nefnilega ekki í boði að „vera vitur eftir á” þegar kemur að brýnum vanda sem mun hafa áhrif á líf okkar allra. Okkur tekst ekki að takast á við þetta nema við séum samhent og samtaka. Höfundur er umhverfis- og loftslagsaktívisti og formaður Hvalavina vernd hafsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálf heyrði ég þetta hugtak „AMOC” nýlega, og hugsaði bara, „æ nei, ekki enn ein heimsendaspáin sem ég þarf að hafa áhyggjur af...” Það er nefnilega svo á nú á tímum að hver ógnin við líf okkar hér á jörðinni drífur aðra og í allri upplýsingaóréiðunni grípum við til þeirrar sjálfsbjargarviðleitni að hunsa vandann. Óteljandi og ógnvekjandi hættur valda okkur áhyggjum og kvíða og svo er oft líka flókið að skilja um hvað málið snýst. Þegar ég var búin að hunsa þennan margumtalaða „AMOC straum” nógu lengi til að fara skammast mín ákvað ég að kynna mér hann og deila hvers ég varð vís með öðrum sem ekki hafa nennt að kynna sér hann á mannamáli. Hvað er AMOC-straumurinn og hvað er að gerast með hann? Þegar „blóðrás hafsins" veikist Flest okkar þekkja Golfstrauminn sem ber hlýjan sjó norður í Atlantshafið og gerir loftslagið á Íslandi og í Evrópu miklu mildara en breiddargráður okkar gefa til kynna. En Golfstraumurinn er aðeins hluti af miklu stærra og flóknara kerfi sem vísindamenn kalla „AMOC" (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation). Þessi straumur er í raun eins konar „blóðrás jarðarinnar í hafi". Hvernig virkar þetta? Í einföldu máli gengur þetta svona fyrir sig: ●Hlýr, saltur sjór streymir frá hitabeltinu umhverfis miðbaug, norður í átt að Evrópu. ●Þar kólnar hann og verður þyngri. Þegar sjórinn verður kaldur og saltur sekkur hann til botns og myndar djúpstraum sem flæðir aftur suður. ●Þessi hringrás heldur stöðugum varmaflutningi um hnöttinn og hefur mikil áhrif á veðurkerfi alls heimsins. Þegar þetta virkar, þá eru vetrar á Íslandi bærilegir, regn fellur á rétta staði, og landbúnaður gengur upp í mörgum heimsálfum. Hvað er vandamálið? Hlýnun jarðar og bráðnun jökla, sérstaklega á Grænlandi, hefur aukið magn ferskvatns í hafinu. Þegar sjórinn verður minna saltur sekkur hann síður. Það getur truflað alla hringrásina og ef hún stoppar eða veikist mikið getur það haft afdrifaríkar afleiðingar: ●Ísland gæti fengið vetrarstorma þar sem hitinn fer niður í -50°C. ●Hafís gæti náð suður til Bretlands. ●Úrkomumynstur í heiminum breytast þannig að 90% af ræktarlandi Bretlands og helmingur allra svæða heimsins þar sem hveiti og maís eru ræktaðir gætu orðið ófrjó. Þetta er ekki lengur fjarstæða. Virtir vísindamenn telja nú að það séu allt að 50% líkur á því að AMOC hrynji á þessari öld. Það sem áður var talið gerast hugsanlega eftir nokkur hundruð ár gæti gerst innan lífstíðar okkar. Af hverju skiptir þetta okkur máli? Ef AMOC fellur, er það ekki bara vandamál fyrir vísindasamfélagið. Það snertir líf okkar allra: ●Matvælaverð gæti hækkað verulega og fæðuöryggi verið í hættu. ●Orkukerfi og innviðir yrðu undir álagi vegna mikilla veðuröfga. ●Lífsviðurværi milljóna manna væri í húfi - bæði hér á norðurslóðum og víðar í heiminum. Þetta er því ekki aðeins loftslagsmál, heldur einnig þjóðaröryggismál! Hverjar eru lausnirnar? Vísindamenn tala um tvær meginleiðir. Sú fyrri og jafnframt sú umfangsmesta og áhrifaríkasta er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, það er og verður lykillinn. Því meira sem hlýnun eykst, því líklegra er að við förum yfir vendipunktinn. Hin leiðin er loftslagsverkfræði, það er þó enn verið að deila um hvort það sé raunhæf lausn en hún felur í sér aðgerðir sem annaðhvort fjarlægja kolefni úr andrúmslofti eða kæla jörðina tímabundið með tæknilegum aðferðum. Mörg telja að ekki sé lengur hægt að útiloka slíkar lausnir. Hvorug leiðin er einföld, en það versta sem við getum gert er að sitja hjá. Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ísland er lítið land en hefur yfir að ráða stóru hafi. Við byggjum lífsviðurværi okkar á sjónum og það mun bitna hart á okkur þegar kemur að áhrifum af hruni AMOC. Yfirþyrmandi fréttir af flóknum vandamálum dynur reglulega yfir okkur og það er ljóst að þær eru ekki til þess fallnar að ná athygli okkar ef við skiljum ekki hvað um er rætt. Við þurfum að fara venja okkur á að ræða um loftslagsvandann á mannamáli því það sem við þekkjum, skiljum og virðum fær okkur til að bregðast við og vilja taka þátt í nauðsynlegum aðgerðum ekki dramatískar fyrirsagnir fullar af skammstöfunum á flóknum hugtökum. Ég vona þannig að einhver sem eins og ég vissi ekki fyrir stuttu hvað AMOC straumurinn væri sé einhvers vísari núna og skilji betur hvernig heilbrigði hafs og loftslagsvandinn helst í hendur, eitt leiðir af öðru. Við þurfum að standa okkur betur í bæði aðgerðum gegn loftslagsvá og vernd hafsins til að ná árangri. Stjórnvöld boða auknar aðgerðir en þau þurfa að hafa okkur með í liði, og til þess að hafa okkur með í liði þá þurfum við að skilja um hvað málið snýst. Það þarf að efla loftslagsfræðslu og umræðu í samfélaginu og þar bera fjölmiðlar einnig ábyrgð Við sem berjumst í þessum málefnum alla daga upplifum að fjölmiðlar sýni því takmarkaðan og tilviljunarkenndan áhuga og oftar en ekki ná mikilvæg málefni aldrei sjónum almennings því fjölmiðlum finnst þau ekki nógú „sexý” eða mikil „click bait”. Öll skólastig þurfa að efla fræðslu um haf-, umhverfis- og loftslagsmál og stjórnvöld og fjölmiðlar þurfa að taka ábyrgð og setja sér stefnur með það að markmiði að efla umræðu og skilning samfélagsins á umræðunni, það er nefnilega ekki í boði að „vera vitur eftir á” þegar kemur að brýnum vanda sem mun hafa áhrif á líf okkar allra. Okkur tekst ekki að takast á við þetta nema við séum samhent og samtaka. Höfundur er umhverfis- og loftslagsaktívisti og formaður Hvalavina vernd hafsins.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun