Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2025 09:19 Sygjendur bera kistu eins þeirra þrettán sem breskir hermenn skutu til bana í Derry á Norður-Írlandi á blóðuga sunnudeginum árið 1972. AP Réttarhöld yfir breskum uppgjafarhermanni fyrir morð og tilraunir til manndráps í Londonderry/Derry á Norður-Írlandi á blóðuga sunnudeginum svonefnda hefjast í dag. Enginn hefur nokkru sinni verið dæmdur sekur um fjöldamorðið. Breskir hermenn skutu þrettán óvopnaða óbreytta borgara til bana og særðu fimmtán til viðbótar í mótmælum í borginni Derry/Londonderry 30. janúar árið 1972. Dagurinn hefur verið nefndur „blóðugi sunnudagurinn“. Sakborningurinn í málinu sem hefst í dag var fallhlífahermaður. Hann er sakaður um að hafa myrt tvo og reynt að drepa fimm til viðbótar. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur öðruvísi en sem „hermaður F“ og í dómsal verður hann á bak við tjöld til þess að vernda hann fyrir mögulegum hefndarverkum. Fjölskyldur þeirra myrtu hafa þurft að bíða í meira en hálfa öld eftir réttlæti og ljóst er að flestar þeirra fá aldrei að upplifa það. Bresk stjórnvöld sögðu upphaflega að hermennirnir hefðu skotið í sjálfsvörn á vopnaða menn sem réðust á þá. Þeir voru allir hreinsaðir af sök. Þegar atburðirnir voru rannsakaðir á ítarlegri hátt árið 2010 var niðurstaðan sú að hermennirnir hefðu skotið á óvopnað fólk sem var að flýja og að þeir hefðu svo logið um það áratugum saman. Það tók svo sjö ár frá því að lögregla hóf rannsókn að gefa út ákæru. Þá var aðeins hermaður F ákærður en sextán aðrir sluppu við ákæru á þeim forsendum að ekki væru næg sönnunargögn fyrir hendi gegn þeim. Tveimur árum síðar felldi saksóknari ákæruna niður á þeim forsendum að hún þætti ekki líkleg til sakfellingar. Fjölskylda eins þeirra myrtu fékk þeirri niðurstöðu hnekkt. Hermaðurinn hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Norður-Írland Bretland Erlend sakamál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Breskir hermenn skutu þrettán óvopnaða óbreytta borgara til bana og særðu fimmtán til viðbótar í mótmælum í borginni Derry/Londonderry 30. janúar árið 1972. Dagurinn hefur verið nefndur „blóðugi sunnudagurinn“. Sakborningurinn í málinu sem hefst í dag var fallhlífahermaður. Hann er sakaður um að hafa myrt tvo og reynt að drepa fimm til viðbótar. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur öðruvísi en sem „hermaður F“ og í dómsal verður hann á bak við tjöld til þess að vernda hann fyrir mögulegum hefndarverkum. Fjölskyldur þeirra myrtu hafa þurft að bíða í meira en hálfa öld eftir réttlæti og ljóst er að flestar þeirra fá aldrei að upplifa það. Bresk stjórnvöld sögðu upphaflega að hermennirnir hefðu skotið í sjálfsvörn á vopnaða menn sem réðust á þá. Þeir voru allir hreinsaðir af sök. Þegar atburðirnir voru rannsakaðir á ítarlegri hátt árið 2010 var niðurstaðan sú að hermennirnir hefðu skotið á óvopnað fólk sem var að flýja og að þeir hefðu svo logið um það áratugum saman. Það tók svo sjö ár frá því að lögregla hóf rannsókn að gefa út ákæru. Þá var aðeins hermaður F ákærður en sextán aðrir sluppu við ákæru á þeim forsendum að ekki væru næg sönnunargögn fyrir hendi gegn þeim. Tveimur árum síðar felldi saksóknari ákæruna niður á þeim forsendum að hún þætti ekki líkleg til sakfellingar. Fjölskylda eins þeirra myrtu fékk þeirri niðurstöðu hnekkt. Hermaðurinn hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu.
Norður-Írland Bretland Erlend sakamál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira