Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar 14. september 2025 11:30 Virðulegi utanríkisráðherra, kæru alþingismenn, Ísland hefur löngum státað af því að standa vörð um mannréttindi og alþjóðalög. Nú stöndum við frammi fyrir prófraun sem krefst skýrrar afstöðu og raunverulegra aðgerða. Fólk sem hefur tekið þátt í vopnuðum átökum getur borið með sér alvarleg áföll, þar á meðal einkenni áfallastreituröskunar. Það er öryggismál fyrir Íslendinga ef ungir menn sem hafa tekið þátt í ógeðfelldum stríðsglæpum og jafnvel pyntingum, og má ætla að þjáist af áfallastreituröskun séu á götum borgarinnar, í fríi frá þjóðarmorði, jafnvel með áfengi um hönd. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld meti og stýri slíkri áhættu með ábyrgum hætti. Víti til varnaðar má sjá í nýlegri ítalskri umfjöllun í dagblaðinu Il Fatto Quotidiano. Þar er lýst hvernig hópar hermanna úr ísraelska hernum hafa verið sendir til Marche-héraðs á Ítalíu til að ná sér eftir átök, þar sem þeir njóta sérstakrar verndar ítalskra öryggissveita, í trássi við vilja heimamanna. Sú umfjöllun vekur spurningar um hvernig ríki, sem líkt og Ísland eru bundin af samningi um þjóðarmorð og Rómarsamþykktinni, bregðast við þegar einstaklingar sem hafa tekið þátt í stríðsglæpum ferðast um Evrópu til hvíldar og afþreyingar. Alþjóðadómstóllinn (ICJ) hefur í bráðabirgðaúrskurði staðfest að trúverðugar líkur séu á því að aðgerðir Ísraels á Gaza fallist undir þjóðarmorð. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) hefur þegar gefið út ákærur á hendur forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og varnarmálaráðherra Yoav Gallant, vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu. Þeir sem framkvæma skipanir þeirra, hermenn ísraelska hersins (IDF), eru þar af leiðandi líka stríðsglæpamenn. Samkvæmt samningi Sameinuðu Þjóðanna um þjóðarmorð ber aðildarríkjum bæði skylda til að koma í veg fyrir og að refsa fyrir þjóðarmorð, óháð því hvar það á sér stað. Ísland er aðili að þessum samningi. Við getum ekki látið sem ekkert sé. Aðgerðaleysi getur falið í sér brot á 1. grein samningsins, þar sem kveðið er á um skyldur ríkja til að grípa til „alls þess sem í þeirra valdi stendur“ til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Einnig er Ísland aðili að Rómarsamþykkt Alþjóðlega sakamáladómstólsins og skuldbindur sig þar með til að aðstoða við rannsóknir og handtökur vegna ákæra fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. Ef við leyfum meðvitað einstaklingum sem hafa tekið þátt í aðgerðum sem Alþjóðlega sakamáladómstóllinn telur að feli í sér stríðsglæpi að koma hingað til lands, án nokkurra takmarkana, er hætta á að Ísland verði talið hafa brugðist samvinnuskyldu sinni og jafnvel sýnt meðábyrgð. Samkvæmt venjubundnum þjóðarétti, m.a. grein 16 í „Articles on State Responsibility“, getur ríki sem veitir aðstoð eða stuðning við alþjóðlega ólögmæta háttsemi talist meðábyrgt ef það veit eða á að vita að háttsemin á sér stað. Að veita óhindraðan aðgang til Íslands fyrir þá sem hafa tekið þátt í aðgerðum sem hafa verið stimplaðar sem stríðsglæpir og mögulegt þjóðarmorð fellur undir slíka hættu. Það er ekki nóg að lýsa áhyggjum eða gefa út yfirlýsingar. Ísland verður að sýna í verki að það tekur alþjóðalög og mannréttindi alvarlega. Ég hvet því ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að: Setja tafarlaust tímabundnar ferðatakmarkanir á meðlimi ísraelska hersins sem hafa tekið þátt í hernaðaraðgerðum í Palestínu. Kalla eftir því að Ísland styðji við framkvæmd ákæru Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Móta skýra stefnu sem tryggir að Ísland verði ekki meðábyrgt með aðgerðaleysi í ljósi bráðabirgðaúrskurðar Alþjóðadómstólsins. Við höfum sem þjóð bæði siðferðilega og lagalega skyldu til að bregðast við. Ísland má ekki vera griðastaður þeirra sem kunna að bera ábyrgð á alvarlegustu alþjóðlegu glæpum samtímans. Virðingarfyllst, Helen Ólafsdóttir. Höfundur er ráðgjafi í öryggis- og varnarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helen Ólafsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Virðulegi utanríkisráðherra, kæru alþingismenn, Ísland hefur löngum státað af því að standa vörð um mannréttindi og alþjóðalög. Nú stöndum við frammi fyrir prófraun sem krefst skýrrar afstöðu og raunverulegra aðgerða. Fólk sem hefur tekið þátt í vopnuðum átökum getur borið með sér alvarleg áföll, þar á meðal einkenni áfallastreituröskunar. Það er öryggismál fyrir Íslendinga ef ungir menn sem hafa tekið þátt í ógeðfelldum stríðsglæpum og jafnvel pyntingum, og má ætla að þjáist af áfallastreituröskun séu á götum borgarinnar, í fríi frá þjóðarmorði, jafnvel með áfengi um hönd. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld meti og stýri slíkri áhættu með ábyrgum hætti. Víti til varnaðar má sjá í nýlegri ítalskri umfjöllun í dagblaðinu Il Fatto Quotidiano. Þar er lýst hvernig hópar hermanna úr ísraelska hernum hafa verið sendir til Marche-héraðs á Ítalíu til að ná sér eftir átök, þar sem þeir njóta sérstakrar verndar ítalskra öryggissveita, í trássi við vilja heimamanna. Sú umfjöllun vekur spurningar um hvernig ríki, sem líkt og Ísland eru bundin af samningi um þjóðarmorð og Rómarsamþykktinni, bregðast við þegar einstaklingar sem hafa tekið þátt í stríðsglæpum ferðast um Evrópu til hvíldar og afþreyingar. Alþjóðadómstóllinn (ICJ) hefur í bráðabirgðaúrskurði staðfest að trúverðugar líkur séu á því að aðgerðir Ísraels á Gaza fallist undir þjóðarmorð. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) hefur þegar gefið út ákærur á hendur forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og varnarmálaráðherra Yoav Gallant, vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu. Þeir sem framkvæma skipanir þeirra, hermenn ísraelska hersins (IDF), eru þar af leiðandi líka stríðsglæpamenn. Samkvæmt samningi Sameinuðu Þjóðanna um þjóðarmorð ber aðildarríkjum bæði skylda til að koma í veg fyrir og að refsa fyrir þjóðarmorð, óháð því hvar það á sér stað. Ísland er aðili að þessum samningi. Við getum ekki látið sem ekkert sé. Aðgerðaleysi getur falið í sér brot á 1. grein samningsins, þar sem kveðið er á um skyldur ríkja til að grípa til „alls þess sem í þeirra valdi stendur“ til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Einnig er Ísland aðili að Rómarsamþykkt Alþjóðlega sakamáladómstólsins og skuldbindur sig þar með til að aðstoða við rannsóknir og handtökur vegna ákæra fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. Ef við leyfum meðvitað einstaklingum sem hafa tekið þátt í aðgerðum sem Alþjóðlega sakamáladómstóllinn telur að feli í sér stríðsglæpi að koma hingað til lands, án nokkurra takmarkana, er hætta á að Ísland verði talið hafa brugðist samvinnuskyldu sinni og jafnvel sýnt meðábyrgð. Samkvæmt venjubundnum þjóðarétti, m.a. grein 16 í „Articles on State Responsibility“, getur ríki sem veitir aðstoð eða stuðning við alþjóðlega ólögmæta háttsemi talist meðábyrgt ef það veit eða á að vita að háttsemin á sér stað. Að veita óhindraðan aðgang til Íslands fyrir þá sem hafa tekið þátt í aðgerðum sem hafa verið stimplaðar sem stríðsglæpir og mögulegt þjóðarmorð fellur undir slíka hættu. Það er ekki nóg að lýsa áhyggjum eða gefa út yfirlýsingar. Ísland verður að sýna í verki að það tekur alþjóðalög og mannréttindi alvarlega. Ég hvet því ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að: Setja tafarlaust tímabundnar ferðatakmarkanir á meðlimi ísraelska hersins sem hafa tekið þátt í hernaðaraðgerðum í Palestínu. Kalla eftir því að Ísland styðji við framkvæmd ákæru Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Móta skýra stefnu sem tryggir að Ísland verði ekki meðábyrgt með aðgerðaleysi í ljósi bráðabirgðaúrskurðar Alþjóðadómstólsins. Við höfum sem þjóð bæði siðferðilega og lagalega skyldu til að bregðast við. Ísland má ekki vera griðastaður þeirra sem kunna að bera ábyrgð á alvarlegustu alþjóðlegu glæpum samtímans. Virðingarfyllst, Helen Ólafsdóttir. Höfundur er ráðgjafi í öryggis- og varnarmálum.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar