Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. september 2025 07:32 Ellefu gista fangageymslur eftir nóttina. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af minnst þremur einstaklingum sem grunaðir eru um ólöglega dvöl í landinu í gærkvöldi og í nótt. Frá því er greint í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en þar segir í tvígang að einstaklingur hafi verið vistaður í fangaklefa grunaður um ólöglega dvöl. Í öðru tilviki segir að höfð hafi verið afskipti af einstaklingi sem bæði er grunaður um vörslu fíkniefna og um ólöglega dvöl. Í dagbókinni kemur ekki fram hvort sá hafi verið vistaður í fangaklefa. Ellefu gistu fangageymslur í nótt að því er kemur fram í dagbókinni, og áttatíu mál eru bókuð í kerfum lögreglu frá klukkan fimm í gær til klukkan fimm í nótt. Kannabislyktin ljóstraði upp Í Reykjavík var lögreglu tilkynnt um rúðubrot. Einn var handtekinn grunaður um verknaðinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá voru höfð afskipti af ofurölvi einstaklingi sem hrækti á lögreglumann. Viðkomandi var handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til víman rennur af honum og hægt verður að ræða við hann. Lögreglumenn á lögreglustöð þrjú, sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti, fundu mikla kannabislykt við eftirlit. Lögreglumenn gengu á lyktina og í kjölfarið voru tveir einstaklingar handteknir og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Í Hafnarfirði og Garðabæ var öflugu umferðareftirliti sinnt. Fimm ökumenn sem voru stöðvaðir í akstri eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá var ökumaður sektaður fyrir að aka á nagladekkjum. Loks hafði lögregla afskipti af ökumanni sem ók á 140 kílómetra hraða á vegi þar sem hámarkshraðinn eru 80 kílómetrar á klukkustund. Lögreglumál Tengdar fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Hamraborg. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. 13. september 2025 23:41 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Frá því er greint í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en þar segir í tvígang að einstaklingur hafi verið vistaður í fangaklefa grunaður um ólöglega dvöl. Í öðru tilviki segir að höfð hafi verið afskipti af einstaklingi sem bæði er grunaður um vörslu fíkniefna og um ólöglega dvöl. Í dagbókinni kemur ekki fram hvort sá hafi verið vistaður í fangaklefa. Ellefu gistu fangageymslur í nótt að því er kemur fram í dagbókinni, og áttatíu mál eru bókuð í kerfum lögreglu frá klukkan fimm í gær til klukkan fimm í nótt. Kannabislyktin ljóstraði upp Í Reykjavík var lögreglu tilkynnt um rúðubrot. Einn var handtekinn grunaður um verknaðinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá voru höfð afskipti af ofurölvi einstaklingi sem hrækti á lögreglumann. Viðkomandi var handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til víman rennur af honum og hægt verður að ræða við hann. Lögreglumenn á lögreglustöð þrjú, sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti, fundu mikla kannabislykt við eftirlit. Lögreglumenn gengu á lyktina og í kjölfarið voru tveir einstaklingar handteknir og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Í Hafnarfirði og Garðabæ var öflugu umferðareftirliti sinnt. Fimm ökumenn sem voru stöðvaðir í akstri eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá var ökumaður sektaður fyrir að aka á nagladekkjum. Loks hafði lögregla afskipti af ökumanni sem ók á 140 kílómetra hraða á vegi þar sem hámarkshraðinn eru 80 kílómetrar á klukkustund.
Lögreglumál Tengdar fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Hamraborg. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. 13. september 2025 23:41 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Hamraborg. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. 13. september 2025 23:41