Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2025 11:32 Tim Van De Velde studdi við Carlos San Martin á lokaspretti 3.000 metra hindrunarhlaupsins í dag. Getty/Hannah Peters Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum er hafið í Tókýó og eitt af því sem vakti mesta athygli á fyrsta keppnisdeginum var falleg stund í 3.000 metra hindrunarhlaupi. Belgískur keppandi sætti sig þar við að koma síðastur í mark, til að hjálpa meiddum keppinaut. Í þriðja og síðasta undanriðli 3.000 metra hindrunarhlaupsins gekk ýmislegt á. Snemma féllu Kólumbíumaðurinn Carlos San Martín og Lamecha Girma frá Eþíópíu eftir að sá fyrrnefndi lenti í vandræðum með að fara yfir hindrun, og Spánverjinn Daniel Arce datt svo einnig og meiddist, og varð að hætta keppni. Undir lok hlaupsins höfðu svo hinn belgíski Tim van de Velde og fyrrnefndur San Martín dregist aftur úr og var Kólumbíumaðurinn greinilega þjáður. Það leit jafnvel út fyrir að hann myndi ekki klára hlaupið en þá sneri Belginn við, í burtu frá endalínunni, og studdi hann síðasta spölinn. Þetta gladdi áhorfendur sem fögnuðu þeim vel, þó að þeir væru langt frá því að komast áfram í úrslitin. Touch of class from Belgium's Tim Van de Velde. 👏🇧🇪#WorldAthleticsChamps #EuropeanAthletics pic.twitter.com/FQM6HWHbOG— European Athletics (@EuroAthletics) September 13, 2025 Van de Velde endaði á að hlaupa á 9:02.21 mínútum, sekúndu á eftir San Martín, þrátt fyrir að hafa best hlaupið á 8:14.40 mínútum á sínum ferli. Fimm fremstu í hlaupinu komust áfram í úrslitin og var Þjóðverjinn Niklas Buchholz síðastur inn á 8:29.53 mínútum. Girma, sem jafnaði sig eftir fallið í upphafi hlaups, varð í 2. sæti á eftir Soufiane El Bakkali frá Marokkó. Daniel Michalski og Ruben Querinjean komust einnig áfram. Úrslitahlaupið verður á mánudaginn, klukkan 12:55 að íslenskum tíma. Þrír Íslendingar keppa á HM og ríður Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir á vaðið í nótt þegar hún keppir í undankeppni sleggjukasts. Frjálsar íþróttir Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira
Í þriðja og síðasta undanriðli 3.000 metra hindrunarhlaupsins gekk ýmislegt á. Snemma féllu Kólumbíumaðurinn Carlos San Martín og Lamecha Girma frá Eþíópíu eftir að sá fyrrnefndi lenti í vandræðum með að fara yfir hindrun, og Spánverjinn Daniel Arce datt svo einnig og meiddist, og varð að hætta keppni. Undir lok hlaupsins höfðu svo hinn belgíski Tim van de Velde og fyrrnefndur San Martín dregist aftur úr og var Kólumbíumaðurinn greinilega þjáður. Það leit jafnvel út fyrir að hann myndi ekki klára hlaupið en þá sneri Belginn við, í burtu frá endalínunni, og studdi hann síðasta spölinn. Þetta gladdi áhorfendur sem fögnuðu þeim vel, þó að þeir væru langt frá því að komast áfram í úrslitin. Touch of class from Belgium's Tim Van de Velde. 👏🇧🇪#WorldAthleticsChamps #EuropeanAthletics pic.twitter.com/FQM6HWHbOG— European Athletics (@EuroAthletics) September 13, 2025 Van de Velde endaði á að hlaupa á 9:02.21 mínútum, sekúndu á eftir San Martín, þrátt fyrir að hafa best hlaupið á 8:14.40 mínútum á sínum ferli. Fimm fremstu í hlaupinu komust áfram í úrslitin og var Þjóðverjinn Niklas Buchholz síðastur inn á 8:29.53 mínútum. Girma, sem jafnaði sig eftir fallið í upphafi hlaups, varð í 2. sæti á eftir Soufiane El Bakkali frá Marokkó. Daniel Michalski og Ruben Querinjean komust einnig áfram. Úrslitahlaupið verður á mánudaginn, klukkan 12:55 að íslenskum tíma. Þrír Íslendingar keppa á HM og ríður Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir á vaðið í nótt þegar hún keppir í undankeppni sleggjukasts.
Frjálsar íþróttir Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira