Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2025 09:36 Heimir Hallgrímsson verður áfram í starfi hjá Írlandi, að minnsta kosti næstu tvo mánuði. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson mun að minnsta kosti fá að starfa út samningstíma sinn, sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, þó að undankeppni HM hafi farið afar illa af stað hjá liðinu. Pistlahöfundur Daily Star vill að „tannlæknirinn“ verði rekinn strax. Heimir hefur nú stýrt írska landsliðinu í rúmt ár og stóðu vonir til þess að hann gæti mögulega komið liðinu á heimsmeistaramótið sem fram fer í Bandaríkjum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Undankeppni HM er öll spiluð nú í haust og eftir tvo leiki af sex eru Írar aðeins með eitt stig. Þeir gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli við Ungverja og töpuðu svo 2-1 á útivelli gegn Armeníu. Eftir þessi úrslit hefur, samkvæmt fótboltamiðlinum balls.ie, verið kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Heimir verði rekinn. Pistlahöfundur Daily Star, Eamon Dunphy, sem reyndar virðist hafa verið á móti ráðningu Heimis frá upphafi, skrifaði sömuleiðis pistil og sagði að búið væri að klúðra undankeppninni og að það væri tilgangslaust að halda Heimi í starfi lengur. Dunphy hvatti írska knattspyrnusambandið til að ráða þjálfara til bráðabirgða fyrir leikina fjóra sem eftir eru í undankeppninni, í október og nóvember, en formaður sambandsins, David Courell, hefur nú tekið af allan vafa og sagt að Heimir njóti fulls stuðnings. 'We're fully supportive of Heimir seeing out the campaign and after that we'll take stock'FAI chief executive David Courell tells @corkTOD that no decision will be made on Heimir Hallgrimsson's future until Ireland's World Cup campaign is over pic.twitter.com/qHiqZ6itQ3— RTÉ Sport (@RTEsport) September 12, 2025 „Þetta gekk ekki upp hjá okkur þetta kvöld en svona er fótbolti. Raunveruleikinn er sá að við höfum bara spilað tvo leiki af sex. Ég er ekki barnalegur og geri mér grein fyrir að þetta er orðin mjög brött brekka fyrir okkur en alveg eins og maður getur tapað einn daginn þá getur maður unnið þann næsta. Við eigum fjóra leiki eftir og Heimir hefur fullan stuðning til að klára þessa keppni. Við munum svo skoða málin að henni lokinni,“ sagði Courell. Hann staðfesti einnig að Heimir hefði fullan hug á að halda áfram út undankeppninni. Þeir hefðu rætt saman og verið sammála um að taka stöðuna þegar henni lýkur í nóvember. Samningur Heimis gildir út undankeppnina en gæti framlengst sjálfkrafa fram yfir HM næsta sumar ef Írar komast þangað, sem nú virðist ólíklegt. Það verður svo að koma í ljós hvort að Heimi verði treyst fyrir því verkefni að koma Írum á EM 2028, þegar mótið fer meðal annars fram á Írlandi. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Sjá meira
Heimir hefur nú stýrt írska landsliðinu í rúmt ár og stóðu vonir til þess að hann gæti mögulega komið liðinu á heimsmeistaramótið sem fram fer í Bandaríkjum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Undankeppni HM er öll spiluð nú í haust og eftir tvo leiki af sex eru Írar aðeins með eitt stig. Þeir gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli við Ungverja og töpuðu svo 2-1 á útivelli gegn Armeníu. Eftir þessi úrslit hefur, samkvæmt fótboltamiðlinum balls.ie, verið kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Heimir verði rekinn. Pistlahöfundur Daily Star, Eamon Dunphy, sem reyndar virðist hafa verið á móti ráðningu Heimis frá upphafi, skrifaði sömuleiðis pistil og sagði að búið væri að klúðra undankeppninni og að það væri tilgangslaust að halda Heimi í starfi lengur. Dunphy hvatti írska knattspyrnusambandið til að ráða þjálfara til bráðabirgða fyrir leikina fjóra sem eftir eru í undankeppninni, í október og nóvember, en formaður sambandsins, David Courell, hefur nú tekið af allan vafa og sagt að Heimir njóti fulls stuðnings. 'We're fully supportive of Heimir seeing out the campaign and after that we'll take stock'FAI chief executive David Courell tells @corkTOD that no decision will be made on Heimir Hallgrimsson's future until Ireland's World Cup campaign is over pic.twitter.com/qHiqZ6itQ3— RTÉ Sport (@RTEsport) September 12, 2025 „Þetta gekk ekki upp hjá okkur þetta kvöld en svona er fótbolti. Raunveruleikinn er sá að við höfum bara spilað tvo leiki af sex. Ég er ekki barnalegur og geri mér grein fyrir að þetta er orðin mjög brött brekka fyrir okkur en alveg eins og maður getur tapað einn daginn þá getur maður unnið þann næsta. Við eigum fjóra leiki eftir og Heimir hefur fullan stuðning til að klára þessa keppni. Við munum svo skoða málin að henni lokinni,“ sagði Courell. Hann staðfesti einnig að Heimir hefði fullan hug á að halda áfram út undankeppninni. Þeir hefðu rætt saman og verið sammála um að taka stöðuna þegar henni lýkur í nóvember. Samningur Heimis gildir út undankeppnina en gæti framlengst sjálfkrafa fram yfir HM næsta sumar ef Írar komast þangað, sem nú virðist ólíklegt. Það verður svo að koma í ljós hvort að Heimi verði treyst fyrir því verkefni að koma Írum á EM 2028, þegar mótið fer meðal annars fram á Írlandi.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Sjá meira