Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2025 09:36 Heimir Hallgrímsson verður áfram í starfi hjá Írlandi, að minnsta kosti næstu tvo mánuði. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson mun að minnsta kosti fá að starfa út samningstíma sinn, sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, þó að undankeppni HM hafi farið afar illa af stað hjá liðinu. Pistlahöfundur Daily Star vill að „tannlæknirinn“ verði rekinn strax. Heimir hefur nú stýrt írska landsliðinu í rúmt ár og stóðu vonir til þess að hann gæti mögulega komið liðinu á heimsmeistaramótið sem fram fer í Bandaríkjum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Undankeppni HM er öll spiluð nú í haust og eftir tvo leiki af sex eru Írar aðeins með eitt stig. Þeir gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli við Ungverja og töpuðu svo 2-1 á útivelli gegn Armeníu. Eftir þessi úrslit hefur, samkvæmt fótboltamiðlinum balls.ie, verið kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Heimir verði rekinn. Pistlahöfundur Daily Star, Eamon Dunphy, sem reyndar virðist hafa verið á móti ráðningu Heimis frá upphafi, skrifaði sömuleiðis pistil og sagði að búið væri að klúðra undankeppninni og að það væri tilgangslaust að halda Heimi í starfi lengur. Dunphy hvatti írska knattspyrnusambandið til að ráða þjálfara til bráðabirgða fyrir leikina fjóra sem eftir eru í undankeppninni, í október og nóvember, en formaður sambandsins, David Courell, hefur nú tekið af allan vafa og sagt að Heimir njóti fulls stuðnings. 'We're fully supportive of Heimir seeing out the campaign and after that we'll take stock'FAI chief executive David Courell tells @corkTOD that no decision will be made on Heimir Hallgrimsson's future until Ireland's World Cup campaign is over pic.twitter.com/qHiqZ6itQ3— RTÉ Sport (@RTEsport) September 12, 2025 „Þetta gekk ekki upp hjá okkur þetta kvöld en svona er fótbolti. Raunveruleikinn er sá að við höfum bara spilað tvo leiki af sex. Ég er ekki barnalegur og geri mér grein fyrir að þetta er orðin mjög brött brekka fyrir okkur en alveg eins og maður getur tapað einn daginn þá getur maður unnið þann næsta. Við eigum fjóra leiki eftir og Heimir hefur fullan stuðning til að klára þessa keppni. Við munum svo skoða málin að henni lokinni,“ sagði Courell. Hann staðfesti einnig að Heimir hefði fullan hug á að halda áfram út undankeppninni. Þeir hefðu rætt saman og verið sammála um að taka stöðuna þegar henni lýkur í nóvember. Samningur Heimis gildir út undankeppnina en gæti framlengst sjálfkrafa fram yfir HM næsta sumar ef Írar komast þangað, sem nú virðist ólíklegt. Það verður svo að koma í ljós hvort að Heimi verði treyst fyrir því verkefni að koma Írum á EM 2028, þegar mótið fer meðal annars fram á Írlandi. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Heimir hefur nú stýrt írska landsliðinu í rúmt ár og stóðu vonir til þess að hann gæti mögulega komið liðinu á heimsmeistaramótið sem fram fer í Bandaríkjum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Undankeppni HM er öll spiluð nú í haust og eftir tvo leiki af sex eru Írar aðeins með eitt stig. Þeir gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli við Ungverja og töpuðu svo 2-1 á útivelli gegn Armeníu. Eftir þessi úrslit hefur, samkvæmt fótboltamiðlinum balls.ie, verið kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Heimir verði rekinn. Pistlahöfundur Daily Star, Eamon Dunphy, sem reyndar virðist hafa verið á móti ráðningu Heimis frá upphafi, skrifaði sömuleiðis pistil og sagði að búið væri að klúðra undankeppninni og að það væri tilgangslaust að halda Heimi í starfi lengur. Dunphy hvatti írska knattspyrnusambandið til að ráða þjálfara til bráðabirgða fyrir leikina fjóra sem eftir eru í undankeppninni, í október og nóvember, en formaður sambandsins, David Courell, hefur nú tekið af allan vafa og sagt að Heimir njóti fulls stuðnings. 'We're fully supportive of Heimir seeing out the campaign and after that we'll take stock'FAI chief executive David Courell tells @corkTOD that no decision will be made on Heimir Hallgrimsson's future until Ireland's World Cup campaign is over pic.twitter.com/qHiqZ6itQ3— RTÉ Sport (@RTEsport) September 12, 2025 „Þetta gekk ekki upp hjá okkur þetta kvöld en svona er fótbolti. Raunveruleikinn er sá að við höfum bara spilað tvo leiki af sex. Ég er ekki barnalegur og geri mér grein fyrir að þetta er orðin mjög brött brekka fyrir okkur en alveg eins og maður getur tapað einn daginn þá getur maður unnið þann næsta. Við eigum fjóra leiki eftir og Heimir hefur fullan stuðning til að klára þessa keppni. Við munum svo skoða málin að henni lokinni,“ sagði Courell. Hann staðfesti einnig að Heimir hefði fullan hug á að halda áfram út undankeppninni. Þeir hefðu rætt saman og verið sammála um að taka stöðuna þegar henni lýkur í nóvember. Samningur Heimis gildir út undankeppnina en gæti framlengst sjálfkrafa fram yfir HM næsta sumar ef Írar komast þangað, sem nú virðist ólíklegt. Það verður svo að koma í ljós hvort að Heimi verði treyst fyrir því verkefni að koma Írum á EM 2028, þegar mótið fer meðal annars fram á Írlandi.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu