Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. september 2025 09:38 Karki sór embættiseið í gærkvöldi. AP Sushila Karki hefur verið útnefnd forsætisráðherra Nepal, fyrst kvenna. Mannskæð mótmæli og óeirðir hafa brotist út í landinu síðustu daga og ráðherrar í framhaldinu sagt af sér. Mótmælin brutust út í kjölfar þess að 26 samfélagsmiðlar voru bannaðir í síðustu viku. Olíu var hent á eldinn þegar lögreglumenn skutu á mannfjöldann sem mótmælti við þinghúsið á mánudag og drápu 21 manns. Langstærstur hluti mótmælendanna eru undir þrítugu, samkvæmt umfjöllun Guardian. Vopnaðir hermenn stóðu vörð á götum Katmandú í vikunni eftir að íbúum var skipað að halda sig heima fyrir. Íslendingur á ferðalagi í borginni lýsti óeirðarástandinu og óvissu í samtali við blaðamann á miðvikudag. Khadga Prasad Oli fyrrverandi forsætisráðherra landsins sagði af sér á þriðjudag en þá höfðu þrír aðrir ráðherrar þegar sagt af sér. Við Oli tekur Sushila Karki, fyrrverandi forseti hæstaréttar Nepals. Hún kemur til með að stýra starfsstjórn þar til þjóðin gengur til þingkosninga í mars. Karki, 73 ára, er landsþekkt í Nepal sem ötul baráttukona gegn spillingu. Hún varð forseti hæstaréttar landsins fyrst kvenna árið 2016 og dæmdi í mörgum þungavigtardómum á hendur nepölskum stjórnmálamönnum í spillingarmálum. Eftir að hún lauk störfum hjá hæstarétti varð hún ein helsta talskona landsins gegn spillingu. Við val á nýjum forsætisráðherra bauð Ram Chandra Poudel, forseti Nepal, mótmælendum að taka þátt í viðræðum. Þeir beittu sér fyrir útnefningu Karki. Nepal Tengdar fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Íslenskur hjúkrunarfræðinemi er fastur á hóteli í höfuðborg Nepal eftir að gríðarleg mótmæli brutust þar út fyrr í vikunni. Útgöngubann er í borginni og mikil óvissa ríkir um næstu skref. 10. september 2025 16:34 Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Að minnsta kosti nítján létust og yfir 100 særðust í átökum mótmælenda og lögregluyfirvalda í Katmandú í Nepal í gær. 9. september 2025 08:21 Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Mótmælendur í Nepal lögðu eld að þinghúsinu í höfuðborginni Katmandú í dag. Afsögn forsætisráðherrans gerði lítið til að lægja öldurnar eftir að lögreglumenn skutu fjölda mótmælenda til bana og særðu enn fleiri í gær. 9. september 2025 15:21 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Mótmælin brutust út í kjölfar þess að 26 samfélagsmiðlar voru bannaðir í síðustu viku. Olíu var hent á eldinn þegar lögreglumenn skutu á mannfjöldann sem mótmælti við þinghúsið á mánudag og drápu 21 manns. Langstærstur hluti mótmælendanna eru undir þrítugu, samkvæmt umfjöllun Guardian. Vopnaðir hermenn stóðu vörð á götum Katmandú í vikunni eftir að íbúum var skipað að halda sig heima fyrir. Íslendingur á ferðalagi í borginni lýsti óeirðarástandinu og óvissu í samtali við blaðamann á miðvikudag. Khadga Prasad Oli fyrrverandi forsætisráðherra landsins sagði af sér á þriðjudag en þá höfðu þrír aðrir ráðherrar þegar sagt af sér. Við Oli tekur Sushila Karki, fyrrverandi forseti hæstaréttar Nepals. Hún kemur til með að stýra starfsstjórn þar til þjóðin gengur til þingkosninga í mars. Karki, 73 ára, er landsþekkt í Nepal sem ötul baráttukona gegn spillingu. Hún varð forseti hæstaréttar landsins fyrst kvenna árið 2016 og dæmdi í mörgum þungavigtardómum á hendur nepölskum stjórnmálamönnum í spillingarmálum. Eftir að hún lauk störfum hjá hæstarétti varð hún ein helsta talskona landsins gegn spillingu. Við val á nýjum forsætisráðherra bauð Ram Chandra Poudel, forseti Nepal, mótmælendum að taka þátt í viðræðum. Þeir beittu sér fyrir útnefningu Karki.
Nepal Tengdar fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Íslenskur hjúkrunarfræðinemi er fastur á hóteli í höfuðborg Nepal eftir að gríðarleg mótmæli brutust þar út fyrr í vikunni. Útgöngubann er í borginni og mikil óvissa ríkir um næstu skref. 10. september 2025 16:34 Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Að minnsta kosti nítján létust og yfir 100 særðust í átökum mótmælenda og lögregluyfirvalda í Katmandú í Nepal í gær. 9. september 2025 08:21 Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Mótmælendur í Nepal lögðu eld að þinghúsinu í höfuðborginni Katmandú í dag. Afsögn forsætisráðherrans gerði lítið til að lægja öldurnar eftir að lögreglumenn skutu fjölda mótmælenda til bana og særðu enn fleiri í gær. 9. september 2025 15:21 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Íslenskur hjúkrunarfræðinemi er fastur á hóteli í höfuðborg Nepal eftir að gríðarleg mótmæli brutust þar út fyrr í vikunni. Útgöngubann er í borginni og mikil óvissa ríkir um næstu skref. 10. september 2025 16:34
Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Að minnsta kosti nítján létust og yfir 100 særðust í átökum mótmælenda og lögregluyfirvalda í Katmandú í Nepal í gær. 9. september 2025 08:21
Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Mótmælendur í Nepal lögðu eld að þinghúsinu í höfuðborginni Katmandú í dag. Afsögn forsætisráðherrans gerði lítið til að lægja öldurnar eftir að lögreglumenn skutu fjölda mótmælenda til bana og særðu enn fleiri í gær. 9. september 2025 15:21