Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2025 07:57 Roy Hodgson miður sín á meðan íslenski hópurinn fagnaði í Nice árið 2016. Roy Hodgson segir að hann muni aldrei alveg jafna sig á tapi Englands gegn Íslandi á Evrópumótinu í fótbolta 2016. Á tæplega hálfrar aldar ferli sínum sem knattspyrnustjóri þá sé erfiðast að lifa með því tapi. Hodgson ræddi um þetta í löngu viðtali við Gary Lineker í þættinum The Rest is Football á YouTube. Hægt er að sjá viðtalið hér að neðan. Hodgson stýrði Englandi á árunum 2012-16 en eftir 2-1 tapið fræga gegn Íslandi á EM í Frakklandi gaf hann strax út að hann myndi ekki stýra liðinu áfram. Í viðtalinu við Lineker segir hann að sér hafi einfaldlega þótt það alveg á hreinu að hann ætti ekki skilið að halda áfram eftir þetta tap. Enskir miðlar sögðu tapið gegn Íslandi, fámennustu þjóð í sögu EM, verstu niðurlægingu enska landsliðsins, að minnsta kosti síðan það tapaði á HM 1950 gegn Bandaríkjunum. Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Ragnar Sigurðsson jafnaði strax metin eftir langt innkast og Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið svo skömmu síðar. Eitthvað sem óþarfi er að rifja upp fyrir Íslendingum og hvað þá fyrir Hodgson greyið sem fór ekki leynt með það í viðtalinu við Lineker hve mikið tapið svíður enn. „Ég mun að sjálfsögðu aldrei alveg jafna mig á því. Þetta var einn af þessum dögum þar sem að ef það getur klikkað, þá klikkar það. Þetta byrjaði illa með meiðslunum í upphitun. Slappur völlur. Ég veit ekki. Það virtist bara allt rangt við þetta. Við fengum svo góða byrjun, með vítaspyrnunni. Þetta er tap sem ég er hræddur um að ég þurfi að lifa með og reyna að losna sem oftast við úr huga mér, svo ég geri ekki sjálfan mig of þunglyndan,“ viðurkenndi Hodgson við Lineker. Samningur Hogdson við enska knattspyrnusambandið rann út eftir EM en til stóð að hann myndi ræða við forráðamenn sambandsins um mögulegt framhald. Það kom þó aldrei til þess enda gerði Hogdson sér vel grein fyrir því að hann gæti ekki haldið áfram eftir tapið, og tilkynnti á blaðamannafundinum strax eftir leik að hann væri hættur. Hogdgson, sem hóf þjálfaraferil sinn í Svíþjóð á áttunda áratug síðustu aldar, hélt þó áfram sem knattspyrnustjóri eftir þetta og stýrði Crystal Palace árin 2017-21 og aftur 2023-24, og liði Watford í millitíðinni árið 2022, en er nú hættur, 78 ára gamall. EM 2016 í Frakklandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Sjá meira
Hodgson ræddi um þetta í löngu viðtali við Gary Lineker í þættinum The Rest is Football á YouTube. Hægt er að sjá viðtalið hér að neðan. Hodgson stýrði Englandi á árunum 2012-16 en eftir 2-1 tapið fræga gegn Íslandi á EM í Frakklandi gaf hann strax út að hann myndi ekki stýra liðinu áfram. Í viðtalinu við Lineker segir hann að sér hafi einfaldlega þótt það alveg á hreinu að hann ætti ekki skilið að halda áfram eftir þetta tap. Enskir miðlar sögðu tapið gegn Íslandi, fámennustu þjóð í sögu EM, verstu niðurlægingu enska landsliðsins, að minnsta kosti síðan það tapaði á HM 1950 gegn Bandaríkjunum. Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Ragnar Sigurðsson jafnaði strax metin eftir langt innkast og Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið svo skömmu síðar. Eitthvað sem óþarfi er að rifja upp fyrir Íslendingum og hvað þá fyrir Hodgson greyið sem fór ekki leynt með það í viðtalinu við Lineker hve mikið tapið svíður enn. „Ég mun að sjálfsögðu aldrei alveg jafna mig á því. Þetta var einn af þessum dögum þar sem að ef það getur klikkað, þá klikkar það. Þetta byrjaði illa með meiðslunum í upphitun. Slappur völlur. Ég veit ekki. Það virtist bara allt rangt við þetta. Við fengum svo góða byrjun, með vítaspyrnunni. Þetta er tap sem ég er hræddur um að ég þurfi að lifa með og reyna að losna sem oftast við úr huga mér, svo ég geri ekki sjálfan mig of þunglyndan,“ viðurkenndi Hodgson við Lineker. Samningur Hogdson við enska knattspyrnusambandið rann út eftir EM en til stóð að hann myndi ræða við forráðamenn sambandsins um mögulegt framhald. Það kom þó aldrei til þess enda gerði Hogdson sér vel grein fyrir því að hann gæti ekki haldið áfram eftir tapið, og tilkynnti á blaðamannafundinum strax eftir leik að hann væri hættur. Hogdgson, sem hóf þjálfaraferil sinn í Svíþjóð á áttunda áratug síðustu aldar, hélt þó áfram sem knattspyrnustjóri eftir þetta og stýrði Crystal Palace árin 2017-21 og aftur 2023-24, og liði Watford í millitíðinni árið 2022, en er nú hættur, 78 ára gamall.
EM 2016 í Frakklandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Sjá meira