Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. september 2025 20:02 Lag tónlistarkonunnar Árnýjar Margrétar ómaði á tískusýningu hjá Ralph Lauren í gær. Instagram „Mér fannst ótrúlega óraunverulegt að sjá myndband af Opruh Winfrey með mínu lagi undir,“ segir tónlistarkonan Árný Margrét en splunkunýtt lag úr hennar smiðju ómaði á tískupöllum í gær á tískuvikunni í New York. Árný Margrét er fædd árið 2001 og alin upp á Ísafirði. Hún hefur komið fram víða um heim, unnið til verðlauna hérlendis og tónlist hennar vakið athygli. Í mars síðastliðnum gaf hún út lagið I Miss You, I Do og er þar að finna lagið umrædda Day Old Thoughts. „Ég fékk skilaboð frá umboðsmanninum mínum um það að fá lagið mitt í svokallað runway Show hjá tískurisanum Ralph Lauren. Ég hugsaði í raun ekkert þannig um þetta, hélt að þetta væri bara eitthvað lítið streymi í beinni og tók þessu ekkert svo alvarlega. Ég sagði auðvitað bara já,“ segir Árný Margrét um það hvernig þetta kom til. Hér má sjá myndbönd af tískupallinum með lagi Árnýjar Margrétar sem tískutímaritið Elle deildi meðal annars: View this post on Instagram A post shared by Arny Margret (@arnymargretmusic) View this post on Instagram A post shared by ELLE Magazine (@elleusa) „Í gærkvöldi sendi svo umboðsmaðurinn minn linkinn af þessu og þá gerði ég mér svolítið grein fyrir því hvað þetta er stórt þar sem þekktir leikarar og tónlistarmenn voru viðstaddir viðburðinn. Þetta var í raun tískusýning fyrir nýju vorlínu Ralph Lauren fyrir árið 2026. Það voru bara þrjú lög notuð í sýninguna og eitt þeirra var mitt, sem er mikill heiður,“ bætir Árný Margrét við í skýjunum. Hún segir þetta að sama skapi smá súrrealískt. Tónlistarkonan Árný Margrét hefur komið fram á tónlistarhátíðum víða um heim. Anna Maggý „Ég trúi því varla að Ralph Lauren og fleiri þekkt tískurit séu að deila vídeóum með mínu lagi. Mér fannst allavega ótrúlega óraunverulegt að sjá myndband af Opruh Winfrey með mínu lagi undir. Þetta er bara mjög skemmtilegt og ég er bara ótrúlega glöð og þakklát fyrir þetta tækifæri,“ segir þessi efnilega tónlistarkona að lokum. Hér má sjá tískusýninguna í heild sinni og hér er hægt að hlusta á Árnýju Margréti á streymisveitunni Spotify. Tíska og hönnun Tónlist Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Árný Margrét er fædd árið 2001 og alin upp á Ísafirði. Hún hefur komið fram víða um heim, unnið til verðlauna hérlendis og tónlist hennar vakið athygli. Í mars síðastliðnum gaf hún út lagið I Miss You, I Do og er þar að finna lagið umrædda Day Old Thoughts. „Ég fékk skilaboð frá umboðsmanninum mínum um það að fá lagið mitt í svokallað runway Show hjá tískurisanum Ralph Lauren. Ég hugsaði í raun ekkert þannig um þetta, hélt að þetta væri bara eitthvað lítið streymi í beinni og tók þessu ekkert svo alvarlega. Ég sagði auðvitað bara já,“ segir Árný Margrét um það hvernig þetta kom til. Hér má sjá myndbönd af tískupallinum með lagi Árnýjar Margrétar sem tískutímaritið Elle deildi meðal annars: View this post on Instagram A post shared by Arny Margret (@arnymargretmusic) View this post on Instagram A post shared by ELLE Magazine (@elleusa) „Í gærkvöldi sendi svo umboðsmaðurinn minn linkinn af þessu og þá gerði ég mér svolítið grein fyrir því hvað þetta er stórt þar sem þekktir leikarar og tónlistarmenn voru viðstaddir viðburðinn. Þetta var í raun tískusýning fyrir nýju vorlínu Ralph Lauren fyrir árið 2026. Það voru bara þrjú lög notuð í sýninguna og eitt þeirra var mitt, sem er mikill heiður,“ bætir Árný Margrét við í skýjunum. Hún segir þetta að sama skapi smá súrrealískt. Tónlistarkonan Árný Margrét hefur komið fram á tónlistarhátíðum víða um heim. Anna Maggý „Ég trúi því varla að Ralph Lauren og fleiri þekkt tískurit séu að deila vídeóum með mínu lagi. Mér fannst allavega ótrúlega óraunverulegt að sjá myndband af Opruh Winfrey með mínu lagi undir. Þetta er bara mjög skemmtilegt og ég er bara ótrúlega glöð og þakklát fyrir þetta tækifæri,“ segir þessi efnilega tónlistarkona að lokum. Hér má sjá tískusýninguna í heild sinni og hér er hægt að hlusta á Árnýju Margréti á streymisveitunni Spotify.
Tíska og hönnun Tónlist Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira