Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2025 08:06 Kjartan Magnússon var flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Einar/Anton Brink Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa lagt til að styttu af Gunnari Gunnarssyni rithöfundi verði komið fyrir í brekkunni fyrir neðan svokallað Gunnarshús sem stendur við Dyngjuveg í Reykjavík og hýsir nú skrifstofur Rithöfundasambandsins. Áætlað er að byggja á lóðinni tvíbýlishús, en íbúar hafa margir mótmælt hugmyndunum, meðal annars með vísun í að um sé að ræða vinsæla sleðabrekku á veturna. Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Björn Gíslason lögðu fram tillöguna á fundi ráðsins í gær og var afgreiðslu hennar frestað að því er segir í fundargerð. Í tillögunni er lagt til að minnismerki um Gunnar verði komið fyrir í Gunnarsbrekku. Hugmyndir eru uppi um að byggja á lóðinni tvíbýlishús. Íbúar í nágrenninu eru margir ósáttir með þær hugmyndir.Vísir/Anton Brink „Brekkan er í lóðinni Laugarásvegi 59, sem var áður eignarlóð við Dyngjuveg 8 þar sem Gunnarshús stendur. Áhersla verði lögð á að minnismerkið verði vel staðsett, t.d. neðan við trjálund sem þarna er, og skerði ekki notagildi brekkunnar, sem vinsæls leiksvæðis og sleðabrautar barna og ungmenna í hverfinu. Setubekk verði komið fyrir við minnismerkið,“ segir í tillögunni. Undirskriftarsöfnun íbúa Gunnar Gunnarsson er einn af áhrifameiri rithöfundum Íslands á síðustu öld sem komst margsinnis á metsölulista erlendis. Hann bjó lengst af í Danmörku, en sögusvið nær allra bóka hans var á Íslandi. Á meðal þekkra bóka hans má nefna Aðventa, Svartfugl og Saga Borgarættarinnar. Kynntar hafa verið hugmyndir um að byggja tvíbýlishús á lóðinni sem verður að hámarki þrjár hæðir með jarðhæð, ásamt hæð og risi á lóð við Laugarásveg 59. Lóðin var áður hluti af eignarlóð við Dyngjuveg 8 þar sem svokallað Gunnarshús stendur og hefur ávallt staðið auð samkvæmt samkomulagi sem Gunnar gerði við borgina. Hafin er undirskriftasöfnun gegn framkvæmdunum af hálfu íbúa. Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Íbúar við Laugarásveg og í kring mótmæla byggingu nýs tvíbýlishúss á lóð við svokallað Gunnarshús. Þar er vinsæl sleðabrekka og samkomustaður fyrir börn og fullorðna í hverfinu. Rithöfundasamband Íslands, sem rekið er í Gunnarshúsi, tekur undir mótmælin. Framkvæmdastjóri segist frekar vilja börn en byggingu á lóðinni. 6. september 2025 08:02 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Björn Gíslason lögðu fram tillöguna á fundi ráðsins í gær og var afgreiðslu hennar frestað að því er segir í fundargerð. Í tillögunni er lagt til að minnismerki um Gunnar verði komið fyrir í Gunnarsbrekku. Hugmyndir eru uppi um að byggja á lóðinni tvíbýlishús. Íbúar í nágrenninu eru margir ósáttir með þær hugmyndir.Vísir/Anton Brink „Brekkan er í lóðinni Laugarásvegi 59, sem var áður eignarlóð við Dyngjuveg 8 þar sem Gunnarshús stendur. Áhersla verði lögð á að minnismerkið verði vel staðsett, t.d. neðan við trjálund sem þarna er, og skerði ekki notagildi brekkunnar, sem vinsæls leiksvæðis og sleðabrautar barna og ungmenna í hverfinu. Setubekk verði komið fyrir við minnismerkið,“ segir í tillögunni. Undirskriftarsöfnun íbúa Gunnar Gunnarsson er einn af áhrifameiri rithöfundum Íslands á síðustu öld sem komst margsinnis á metsölulista erlendis. Hann bjó lengst af í Danmörku, en sögusvið nær allra bóka hans var á Íslandi. Á meðal þekkra bóka hans má nefna Aðventa, Svartfugl og Saga Borgarættarinnar. Kynntar hafa verið hugmyndir um að byggja tvíbýlishús á lóðinni sem verður að hámarki þrjár hæðir með jarðhæð, ásamt hæð og risi á lóð við Laugarásveg 59. Lóðin var áður hluti af eignarlóð við Dyngjuveg 8 þar sem svokallað Gunnarshús stendur og hefur ávallt staðið auð samkvæmt samkomulagi sem Gunnar gerði við borgina. Hafin er undirskriftasöfnun gegn framkvæmdunum af hálfu íbúa.
Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Íbúar við Laugarásveg og í kring mótmæla byggingu nýs tvíbýlishúss á lóð við svokallað Gunnarshús. Þar er vinsæl sleðabrekka og samkomustaður fyrir börn og fullorðna í hverfinu. Rithöfundasamband Íslands, sem rekið er í Gunnarshúsi, tekur undir mótmælin. Framkvæmdastjóri segist frekar vilja börn en byggingu á lóðinni. 6. september 2025 08:02 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Íbúar við Laugarásveg og í kring mótmæla byggingu nýs tvíbýlishúss á lóð við svokallað Gunnarshús. Þar er vinsæl sleðabrekka og samkomustaður fyrir börn og fullorðna í hverfinu. Rithöfundasamband Íslands, sem rekið er í Gunnarshúsi, tekur undir mótmælin. Framkvæmdastjóri segist frekar vilja börn en byggingu á lóðinni. 6. september 2025 08:02