Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 11. september 2025 09:03 Undanfarnar vikur hefur B-teymið (vettvangsteymið) hjá göngudeild smitsjúkdóma Landspítalans verið í fræðslu- og vinnuferð í London. Tilgangurinn var að kynna okkur starf og aðferðir í baráttunni við smitsjúkdóma meðal jaðarsettra hópa. Við horfðum sérstaklega til heimilislausra en innan þess hóps eru margir fyrrum fangar og fólk sem glímir við geðfötlun. Þá beindum við sjónum einnig að ungmennum og kynlífsverkafólki, hópum sem þurfa sterkari vernd, meiri réttindi og minni fordóma, eins og á við um öll sem standa jaðarsett í samfélaginu. Landspítalinn hefur á síðustu misserum fengið jafningja frá Afstöðu til starfa með B-teyminu. Þessi samvinna hefur opnað nýja möguleika í tengslum við jaðarsetta hópa og sparað heilbrigðiskerfinu verulegar fjárhæðir á þessu ári. Við tókum þátt í vettvangsstarfi með fulltrúum National Health Service. Við heimsóttum úrræði fyrir heimilislausa, vettvangsteymi, tjaldbúðir og sérstaka viðburði þar sem boðið var upp á mat, þjónustu og tengslamyndun. Sérstaklega stóð upp úr heimsókn í dagsetur sem bauð upp á heitan mat, hvíldaraðstöðu, sturtur, þvottahús, félagsráðgjöf, heilbrigðisþjónustu, tann- og fótaaðhlynningu og skapandi starfsemi. Þar var lögð áhersla á að virkja fólk í list og sköpun, hjálpa því að endurheimta áhuga á lífinu og skapa raunveruleg tækifæri til endurkomu inn í samfélagið. Það sem vakti mikla athygli var hversu stóran sess jafningjar höfðu í starfinu. Þeir sinntu ekki aðeins tengslum heldur einnig verkum eins og blóð- og sýnatökum. Þar unnu fagfólk, jafningjar og sjálfboðaliðar saman sem ein heild. Þessi nálgun stangast á við íslenskan veruleika þar sem of oft er unnið í aðskildum kössum og fagstéttir vernda sín verk í stað þess að nýta krafta annarra sem ná betur til hópsins. Einn eftirminnilegasti viðburðurinn var Street Fest í Finsbury Park. Þar var boðið upp á sturtur, klippingu, fatnað, mat og tónlist ásamt heilbrigðisþjónustu og sýnatökum vegna smitsjúkdóma. Þetta var ekki aðeins veisla heldur einnig tækifæri til að nálgast fólk á mannsæmandi hátt, byggja upp tengsl og styrkja sjálfsvirðingu. Slíkt verkefni væri vel framkvæmanlegt hér á Íslandi og gæti orðið mikilvægt skref í að brjóta niður múra milli samfélagsins og þeirra sem hafa verið jaðarsettir. Það kom okkur einnig á óvart að í Bretlandi er nú talið ljóst að berklar og krakkneysla haldist í hendur. Þetta er áhyggjuefni fyrir Ísland þar sem neysla á krakki (kókaín sem er reykt) hefur aukist mjög á síðustu árum og ekkert bendir til að þróunin snúist við heldur þvert á móti. Ef ekkert er að gert munu þessir þættir ýta undir alvarlegan faraldur sem mun lenda þyngst á hópum sem nú þegar búa við mikla jaðarsetningu og svo auðvitað víðar í samfélaginu. Á sama tíma og við sjáum hversu nauðsynleg úrræði eru í baráttunni við heimilisleysi og smitsjúkdóma berast fréttir að 60 þúsund fermetrar húsnæðis í eigu ríkisins standi auðir. Það vekur spurningar. Hvernig nýtum við þetta rými þegar þörfin er svona brýn. Með tiltölulega einföldum hætti mætti koma á fót dagsetrum, virknimiðstöðvum, neyðarskýlum, áfangaheimilum og kaffistofum. Þetta myndi bæta lífsskilyrði margra og létta álagi af heilbrigðis- og félagskerfinu til lengri tíma. Eitt dæmi er Tollhúsið við Tryggvagötu. Þar mætti með tveimur hæðum einungis skapa þjónustu sem hefði afgerandi áhrif. Dagsetur þar sem fólk fær mat, hvíld, heilbrigðisþjónustu og tækifæri til sköpunar er ekki aðeins mannúðleg lausn heldur einnig fjárhagslega skynsamleg lausn fyrir samfélagið í heild. Þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi samþykkt áætlun í málefnum heimilislausra til ársins 2027 er ljóst að þjónustan þarfnast heildarendurskoðunar. Í dag eru neyðarskýli, VOR teymið og heimahjúkrun staðsett á mismunandi stöðum og boðleiðir og samhæfing eru flóknar. Þetta veldur bæði auknum kostnaði og minni samfellu í þjónustu. Hægt væri að stíga mikilvægt skref með því að sameina þjónustuna í einni miðlægri þjónustumiðstöð þar sem neyðarskýli, heimahjúkrun, VOR teymi, félagsráðgjöf og sérúrræði fyrir veikustu einstaklingana væru undir sama þaki. Slíkt fyrirkomulag myndi auka skilvirkni, tryggja öryggi notenda, bæta aðgengi að þjónustu og leiða til verulegs sparnaðar í rekstri. Með samþættingu þjónustu í einu húsnæði væri hægt að tryggja faglegt og einstaklingsmiðað þjónustuframboð þar sem mannréttindi og skaðaminnkun væru í forgrunni. Það myndi gera borginni kleift að styðja betur við fólk og hjálpa því fyrr út úr vítahringnum að vera fast í neyðarskýlum. Þannig eru þau að vinna í London. Að því sögðu er ekki sanngjarnt að aðeins eitt sveitarfélag sinni málefnum heimilislausra því ekkert eitt sveitarfélag ræður við slíkt að halda uppi heilum málalfokki. Ríkið verður hér að koma að málum og ekki sienna en strax. Ferðin til London var krefjandi og lærdómsrík. Hún sýndi okkur að Ísland þarf að ráðast í breytingar strax, bæði í málefnum heimilislausra, í baráttunni við smitsjúkdóma og almennt þegar kemur að jaðarsettum hópum. Við eigum úrræði, við eigum mannauð og við eigum húsnæði. Spurningin er bara hvort við ætlum að nýta þetta eða horfa á vandann stækka. Guðmundur Ingi Þóroddsson, sérhæfður starfsmaður á göngudeild smitsjúkdóma og formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur B-teymið (vettvangsteymið) hjá göngudeild smitsjúkdóma Landspítalans verið í fræðslu- og vinnuferð í London. Tilgangurinn var að kynna okkur starf og aðferðir í baráttunni við smitsjúkdóma meðal jaðarsettra hópa. Við horfðum sérstaklega til heimilislausra en innan þess hóps eru margir fyrrum fangar og fólk sem glímir við geðfötlun. Þá beindum við sjónum einnig að ungmennum og kynlífsverkafólki, hópum sem þurfa sterkari vernd, meiri réttindi og minni fordóma, eins og á við um öll sem standa jaðarsett í samfélaginu. Landspítalinn hefur á síðustu misserum fengið jafningja frá Afstöðu til starfa með B-teyminu. Þessi samvinna hefur opnað nýja möguleika í tengslum við jaðarsetta hópa og sparað heilbrigðiskerfinu verulegar fjárhæðir á þessu ári. Við tókum þátt í vettvangsstarfi með fulltrúum National Health Service. Við heimsóttum úrræði fyrir heimilislausa, vettvangsteymi, tjaldbúðir og sérstaka viðburði þar sem boðið var upp á mat, þjónustu og tengslamyndun. Sérstaklega stóð upp úr heimsókn í dagsetur sem bauð upp á heitan mat, hvíldaraðstöðu, sturtur, þvottahús, félagsráðgjöf, heilbrigðisþjónustu, tann- og fótaaðhlynningu og skapandi starfsemi. Þar var lögð áhersla á að virkja fólk í list og sköpun, hjálpa því að endurheimta áhuga á lífinu og skapa raunveruleg tækifæri til endurkomu inn í samfélagið. Það sem vakti mikla athygli var hversu stóran sess jafningjar höfðu í starfinu. Þeir sinntu ekki aðeins tengslum heldur einnig verkum eins og blóð- og sýnatökum. Þar unnu fagfólk, jafningjar og sjálfboðaliðar saman sem ein heild. Þessi nálgun stangast á við íslenskan veruleika þar sem of oft er unnið í aðskildum kössum og fagstéttir vernda sín verk í stað þess að nýta krafta annarra sem ná betur til hópsins. Einn eftirminnilegasti viðburðurinn var Street Fest í Finsbury Park. Þar var boðið upp á sturtur, klippingu, fatnað, mat og tónlist ásamt heilbrigðisþjónustu og sýnatökum vegna smitsjúkdóma. Þetta var ekki aðeins veisla heldur einnig tækifæri til að nálgast fólk á mannsæmandi hátt, byggja upp tengsl og styrkja sjálfsvirðingu. Slíkt verkefni væri vel framkvæmanlegt hér á Íslandi og gæti orðið mikilvægt skref í að brjóta niður múra milli samfélagsins og þeirra sem hafa verið jaðarsettir. Það kom okkur einnig á óvart að í Bretlandi er nú talið ljóst að berklar og krakkneysla haldist í hendur. Þetta er áhyggjuefni fyrir Ísland þar sem neysla á krakki (kókaín sem er reykt) hefur aukist mjög á síðustu árum og ekkert bendir til að þróunin snúist við heldur þvert á móti. Ef ekkert er að gert munu þessir þættir ýta undir alvarlegan faraldur sem mun lenda þyngst á hópum sem nú þegar búa við mikla jaðarsetningu og svo auðvitað víðar í samfélaginu. Á sama tíma og við sjáum hversu nauðsynleg úrræði eru í baráttunni við heimilisleysi og smitsjúkdóma berast fréttir að 60 þúsund fermetrar húsnæðis í eigu ríkisins standi auðir. Það vekur spurningar. Hvernig nýtum við þetta rými þegar þörfin er svona brýn. Með tiltölulega einföldum hætti mætti koma á fót dagsetrum, virknimiðstöðvum, neyðarskýlum, áfangaheimilum og kaffistofum. Þetta myndi bæta lífsskilyrði margra og létta álagi af heilbrigðis- og félagskerfinu til lengri tíma. Eitt dæmi er Tollhúsið við Tryggvagötu. Þar mætti með tveimur hæðum einungis skapa þjónustu sem hefði afgerandi áhrif. Dagsetur þar sem fólk fær mat, hvíld, heilbrigðisþjónustu og tækifæri til sköpunar er ekki aðeins mannúðleg lausn heldur einnig fjárhagslega skynsamleg lausn fyrir samfélagið í heild. Þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi samþykkt áætlun í málefnum heimilislausra til ársins 2027 er ljóst að þjónustan þarfnast heildarendurskoðunar. Í dag eru neyðarskýli, VOR teymið og heimahjúkrun staðsett á mismunandi stöðum og boðleiðir og samhæfing eru flóknar. Þetta veldur bæði auknum kostnaði og minni samfellu í þjónustu. Hægt væri að stíga mikilvægt skref með því að sameina þjónustuna í einni miðlægri þjónustumiðstöð þar sem neyðarskýli, heimahjúkrun, VOR teymi, félagsráðgjöf og sérúrræði fyrir veikustu einstaklingana væru undir sama þaki. Slíkt fyrirkomulag myndi auka skilvirkni, tryggja öryggi notenda, bæta aðgengi að þjónustu og leiða til verulegs sparnaðar í rekstri. Með samþættingu þjónustu í einu húsnæði væri hægt að tryggja faglegt og einstaklingsmiðað þjónustuframboð þar sem mannréttindi og skaðaminnkun væru í forgrunni. Það myndi gera borginni kleift að styðja betur við fólk og hjálpa því fyrr út úr vítahringnum að vera fast í neyðarskýlum. Þannig eru þau að vinna í London. Að því sögðu er ekki sanngjarnt að aðeins eitt sveitarfélag sinni málefnum heimilislausra því ekkert eitt sveitarfélag ræður við slíkt að halda uppi heilum málalfokki. Ríkið verður hér að koma að málum og ekki sienna en strax. Ferðin til London var krefjandi og lærdómsrík. Hún sýndi okkur að Ísland þarf að ráðast í breytingar strax, bæði í málefnum heimilislausra, í baráttunni við smitsjúkdóma og almennt þegar kemur að jaðarsettum hópum. Við eigum úrræði, við eigum mannauð og við eigum húsnæði. Spurningin er bara hvort við ætlum að nýta þetta eða horfa á vandann stækka. Guðmundur Ingi Þóroddsson, sérhæfður starfsmaður á göngudeild smitsjúkdóma og formaður Afstöðu.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun