Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2025 12:25 Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður nokkra þeirra rússnesku dróna sem rufu lofthelgi landsins í nótt að sögn Donalds Tusk, forsætisráðherra landsins. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, vekur máls á stöðunni í færslu á Facebook í dag. „Í nótt rufu fjölmargir rússneskir árásardrónar pólska lofthelgi og voru margir þeirra skotnir niður í samstarfi pólskra, hollenskra, þýskra og ítalskra herja. Friðarviljinn Pútins ætti löngu að vera nokkuð ljós, ekki nóg með að Rússar hafi hafnað hugmyndum um vopnahlé og frystingu deilunnar, heldur hafa þeir stigmagnað árásir á Úkraínu og nú taka þeir þetta skrefinu lengra með því að senda árásardróna inn í NATO ríki,“ skrifar Pawel meðal annars. Það sé gott að brugðist hafi verið við með valdi. NATO þurfi að sýna styrk sinn og staðfestu að mati Pawels. Ráðuneytið vaktar stöðuna Í skilaboðum utanríkisráðuneytisins til íslenskra ríkisborgara í Póllandi eru þeir hvattir til þess að virða tilmæli yfirvalda í Póllandi. „Utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála í Póllandi eftir atburði næturinnar og biðlar til íslenskra ríkisborgara að virða tilmæli yfirvalda og fylgjast vel með staðbundnum fjölmiðlum. Þá er vakin athygli á því að þrátt fyrir að flugvellir landsins séu opnir, megi búast við töfum á flugsamgöngum,“ segir í færslu á samfélagsmiðlum utanríkisráðuneytisins í dag. Ef aðstoðar sé þörf sé hægt að hafa samband við neyðarnúmer borgaraþjónustunnar í síma + 354 545-0112. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur einnig birt færslu á X þar sem hún segir að aðgerðir Rússa í Úkraínu og í Póllandi í nótt séu algjörlega óásættanlegar. Bandamenn verði að bregðast við og leysa í sameiningu. Russia’s overnight attacks on Ukraine with several drones crossing into Poland are unacceptable. It is a reckless escalation that Allies must meet with resolve & unity.— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) September 10, 2025 Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Íslendingar erlendis NATO Pólland Viðreisn Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður nokkra þeirra rússnesku dróna sem rufu lofthelgi landsins í nótt að sögn Donalds Tusk, forsætisráðherra landsins. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, vekur máls á stöðunni í færslu á Facebook í dag. „Í nótt rufu fjölmargir rússneskir árásardrónar pólska lofthelgi og voru margir þeirra skotnir niður í samstarfi pólskra, hollenskra, þýskra og ítalskra herja. Friðarviljinn Pútins ætti löngu að vera nokkuð ljós, ekki nóg með að Rússar hafi hafnað hugmyndum um vopnahlé og frystingu deilunnar, heldur hafa þeir stigmagnað árásir á Úkraínu og nú taka þeir þetta skrefinu lengra með því að senda árásardróna inn í NATO ríki,“ skrifar Pawel meðal annars. Það sé gott að brugðist hafi verið við með valdi. NATO þurfi að sýna styrk sinn og staðfestu að mati Pawels. Ráðuneytið vaktar stöðuna Í skilaboðum utanríkisráðuneytisins til íslenskra ríkisborgara í Póllandi eru þeir hvattir til þess að virða tilmæli yfirvalda í Póllandi. „Utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála í Póllandi eftir atburði næturinnar og biðlar til íslenskra ríkisborgara að virða tilmæli yfirvalda og fylgjast vel með staðbundnum fjölmiðlum. Þá er vakin athygli á því að þrátt fyrir að flugvellir landsins séu opnir, megi búast við töfum á flugsamgöngum,“ segir í færslu á samfélagsmiðlum utanríkisráðuneytisins í dag. Ef aðstoðar sé þörf sé hægt að hafa samband við neyðarnúmer borgaraþjónustunnar í síma + 354 545-0112. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur einnig birt færslu á X þar sem hún segir að aðgerðir Rússa í Úkraínu og í Póllandi í nótt séu algjörlega óásættanlegar. Bandamenn verði að bregðast við og leysa í sameiningu. Russia’s overnight attacks on Ukraine with several drones crossing into Poland are unacceptable. It is a reckless escalation that Allies must meet with resolve & unity.— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) September 10, 2025
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Íslendingar erlendis NATO Pólland Viðreisn Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira