Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. september 2025 11:58 Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Vísir/Vilhelm Pólverjar hafa ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld segir forsætisráðherra landsins eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður í lofthelgi þeirra í nótt. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir mögulegt að Rússar séu að láta reyna á staðfestu og einungu innan Atlantshafsbandalandsins. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að nítján rússneskum drónum hafi verið flogið inn í pólska lofthelgi í nótt og að fjórir hafi verið skotnir niður. Á blaðamannafundi í morgun benti hann á að þetta sé í fyrsta sinn sem rússneskir drónar eru skotnir niður yfir NATO-ríki. Atvikið sé litið mjög alvarlegum augum og þjóðin hafi raunar ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, kallaði ríkisstjórn sína auk fulltrúa hersins saman í morgun í kjölfar atburða næturinnar.vísir/AP Stjórnvöld í Rússlandi hafa enn ekki tjáð sig efnislega um málið. Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir of snemmt að segja hvort um viljaverk hafi verið að ræða og þá mögulegar afleiðingar. „Ef þetta er viljandi þá vaknar auðvitað spurningin hvað Rússum gengur til. Er hugsanlega verið að prófa viðbrögð og staðfestu Póllands og NATO líka, ekki síst þá pólitísk viðbrögð og hvort það megi lesa eitthvað nýtt um einingu eða óeiningu innan bandalagsins,“ segir Albert. „Viðbrögðin á þessu stigi benda til þess að það sé óljóst hvort þetta sé viljandi eða óvart og enn sem komið er eru það getgátur. En það sem eru ekki getgátur er að þetta mál er enn ein birtingarmynd þess hversu óvæginn og harðneskjulegur stríðsrekstur Rússa í Úkraínu er og áhættusamur auðvitað.“ Hann bendir á að bein árás á NATO-ríki myndi þó hafa annan og lengri aðdraganda og telur útilokað að NATO bregðist við með hernaðarlegum hætti þó svo að ekki hafi verið um mistök eða bilun í búnaði að ræða. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, fordæmir atvikið og segir framgöngu Rússa vítaverða.vísir/AP Ráðamenn í Evrópu hafa sent frá sér harðorðaðar yfirlýsingar í morgun og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO segir atvikið vítavert, hvort sem um vilja- eða óviljaverk sé að ræða. Pólverjar hafa kallað eftir því að fjórða grein Atlantshafssáttmálans verði virkjuð en hún felur í sér formlegt samráð bandalagsríkja telji ríki að friðhelgi þeirra sé ógnað. „Það eru þá formleg viðbrögð og undirstrika alvarleika þess, hver svo sem ástæðan er, að það rata drónar inn í NATO-ríki. Það er full ástæða fyrir bandalagið til að undirstrika að það er ekki í lagi,“ segir Albert. Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland NATO Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að nítján rússneskum drónum hafi verið flogið inn í pólska lofthelgi í nótt og að fjórir hafi verið skotnir niður. Á blaðamannafundi í morgun benti hann á að þetta sé í fyrsta sinn sem rússneskir drónar eru skotnir niður yfir NATO-ríki. Atvikið sé litið mjög alvarlegum augum og þjóðin hafi raunar ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, kallaði ríkisstjórn sína auk fulltrúa hersins saman í morgun í kjölfar atburða næturinnar.vísir/AP Stjórnvöld í Rússlandi hafa enn ekki tjáð sig efnislega um málið. Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir of snemmt að segja hvort um viljaverk hafi verið að ræða og þá mögulegar afleiðingar. „Ef þetta er viljandi þá vaknar auðvitað spurningin hvað Rússum gengur til. Er hugsanlega verið að prófa viðbrögð og staðfestu Póllands og NATO líka, ekki síst þá pólitísk viðbrögð og hvort það megi lesa eitthvað nýtt um einingu eða óeiningu innan bandalagsins,“ segir Albert. „Viðbrögðin á þessu stigi benda til þess að það sé óljóst hvort þetta sé viljandi eða óvart og enn sem komið er eru það getgátur. En það sem eru ekki getgátur er að þetta mál er enn ein birtingarmynd þess hversu óvæginn og harðneskjulegur stríðsrekstur Rússa í Úkraínu er og áhættusamur auðvitað.“ Hann bendir á að bein árás á NATO-ríki myndi þó hafa annan og lengri aðdraganda og telur útilokað að NATO bregðist við með hernaðarlegum hætti þó svo að ekki hafi verið um mistök eða bilun í búnaði að ræða. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, fordæmir atvikið og segir framgöngu Rússa vítaverða.vísir/AP Ráðamenn í Evrópu hafa sent frá sér harðorðaðar yfirlýsingar í morgun og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO segir atvikið vítavert, hvort sem um vilja- eða óviljaverk sé að ræða. Pólverjar hafa kallað eftir því að fjórða grein Atlantshafssáttmálans verði virkjuð en hún felur í sér formlegt samráð bandalagsríkja telji ríki að friðhelgi þeirra sé ógnað. „Það eru þá formleg viðbrögð og undirstrika alvarleika þess, hver svo sem ástæðan er, að það rata drónar inn í NATO-ríki. Það er full ástæða fyrir bandalagið til að undirstrika að það er ekki í lagi,“ segir Albert.
Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland NATO Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“