Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Árni Sæberg skrifar 10. september 2025 11:35 Hæstiréttur féllst á að taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á beiðni tryggingarfélagsins Varðar um að taka fyrir deilu félagsins við vátryggingartaka, sem krefst þess að mótframlag vinnuveitanda hans í séreignarsjóð verði talið til árslauna við útreikning bóta. Rétt rúmlega 300 þúsund krónur eru undir í málinu. Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi segir að ágreiningur Varðar og mannsins hafi einkum lotið að því hvort telja skyldi mótframlag vinnuveitanda mannsins í séreignasjóð til árslauna í skilningi skaðabótalaga við uppgjör á skaðabótum til gagnaðila vegna varanlegrar örorku í kjölfar umferðarslyss eða hvort ákvæðið gildi aðeins um skyldubundið mótframlag vinnuveitanda. Með dómi Landsréttar hafi héraðsdómur verið staðfestur um að fallast á kröfur mannsins. Landsréttur hafi talið að fyrra uppgjör aðila hefði ekki falið í sér fullnaðaruppgjör og maðurinn því getað haft uppi viðbótarkröfu þá sem ágreiningur málsins tók til. Með dómi héraðsdóms var Vörður dæmdur til að greiða manninum 302 þúsund krónur til þess að tjón hans teldist að fullu bætt. Engin rök talin halda Í ákvörðuninni segir að Landsréttur hafi ekki fallist á að lagarök stæðu til þess að mótframlag vinnuveitanda í séreignarsjóð skyldi ekki telja til atvinnutekna tjónþola og þar með árslauna í skilningi skaðabótalaga. Ekki hafi verið fallist á að þýðingu hefði að launþegi gæti einhliða ákveðið að hætta greiðslum í séreignarsjóð enda lægi fyrir að hann hefði notið slíkra greiðsla á viðmiðunartímabili samkvæmt ákvæðinu. Þá hafi engu verið talið breyta þótt fyrir lægi að heimilt væri að gera samning um greiðslur í séreignarsjóð við aðra en lífeyrissjóði en mótframlag vinnuveitanda mannsins hefði verið innt af hendi til lífeyrissjóða. Loks hafi ekki verið fallist á að ólíkar reglur um úttektir úr séreignarsjóði gætu haft þýðingu. Mun hafa áhrif á alla sem selja tryggingar Í ákvörðuninni segir að Vörður hafi byggt á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi enda hafi ekki áður verið dæmt um það álitaefni sem ágreiningur þess lýtur að. Niðurstaða málsins myndi hafa áhrif á uppgjör sambærilegra bótakrafna hjá öllum vátryggingarfélögum á Íslandi og hefði því fordæmisgildi á sviði skaðabótaréttar og vátryggingaréttar. Vörður hafi jafnframt byggt á því að úrslit málsins vörðuðu sérstaklega mikilvæga hagsmuni sína. Loks hafi verið á því byggt að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins yrði litið svo á að dómur Hæstaréttar gæti haft verulegt almennt gildi á sviði vátrygginga- og skaðabótaréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi segir að ágreiningur Varðar og mannsins hafi einkum lotið að því hvort telja skyldi mótframlag vinnuveitanda mannsins í séreignasjóð til árslauna í skilningi skaðabótalaga við uppgjör á skaðabótum til gagnaðila vegna varanlegrar örorku í kjölfar umferðarslyss eða hvort ákvæðið gildi aðeins um skyldubundið mótframlag vinnuveitanda. Með dómi Landsréttar hafi héraðsdómur verið staðfestur um að fallast á kröfur mannsins. Landsréttur hafi talið að fyrra uppgjör aðila hefði ekki falið í sér fullnaðaruppgjör og maðurinn því getað haft uppi viðbótarkröfu þá sem ágreiningur málsins tók til. Með dómi héraðsdóms var Vörður dæmdur til að greiða manninum 302 þúsund krónur til þess að tjón hans teldist að fullu bætt. Engin rök talin halda Í ákvörðuninni segir að Landsréttur hafi ekki fallist á að lagarök stæðu til þess að mótframlag vinnuveitanda í séreignarsjóð skyldi ekki telja til atvinnutekna tjónþola og þar með árslauna í skilningi skaðabótalaga. Ekki hafi verið fallist á að þýðingu hefði að launþegi gæti einhliða ákveðið að hætta greiðslum í séreignarsjóð enda lægi fyrir að hann hefði notið slíkra greiðsla á viðmiðunartímabili samkvæmt ákvæðinu. Þá hafi engu verið talið breyta þótt fyrir lægi að heimilt væri að gera samning um greiðslur í séreignarsjóð við aðra en lífeyrissjóði en mótframlag vinnuveitanda mannsins hefði verið innt af hendi til lífeyrissjóða. Loks hafi ekki verið fallist á að ólíkar reglur um úttektir úr séreignarsjóði gætu haft þýðingu. Mun hafa áhrif á alla sem selja tryggingar Í ákvörðuninni segir að Vörður hafi byggt á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi enda hafi ekki áður verið dæmt um það álitaefni sem ágreiningur þess lýtur að. Niðurstaða málsins myndi hafa áhrif á uppgjör sambærilegra bótakrafna hjá öllum vátryggingarfélögum á Íslandi og hefði því fordæmisgildi á sviði skaðabótaréttar og vátryggingaréttar. Vörður hafi jafnframt byggt á því að úrslit málsins vörðuðu sérstaklega mikilvæga hagsmuni sína. Loks hafi verið á því byggt að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins yrði litið svo á að dómur Hæstaréttar gæti haft verulegt almennt gildi á sviði vátrygginga- og skaðabótaréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira