Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Ólafur Þór Jónsson skrifar 9. september 2025 21:50 Landsliðsþjálfarinn á hliðarlínunni í París. Franco Arland/Getty Images Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands var svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins. Íslands komst yfir snemma í leiknum en Frakkar svöruðu sitthvoru megin við hálfleikinn og unnu 2-1. Ísland skoraði mark í uppbótatíma en það var dæmt af vegna meints brots Andra Lucasar á varnarmanni Frakklands. Umdeild ákvörðun í besta falli og viðurkenndi Arnar að hann hefði látið í sér heyra við dómarateymi dagsins. „Í augnablikinu verður þú að sýna smá prinsipp, standa fast á þínu og láta þá aðeins heyra það. Er aðeins búinn að róa mig núna, ég hef þroskast svo mikið.” sagði Arnar og glotti. Arnar sagðist þó velja að vera jákvæður eftir leik kvöldsins þrátt fyrir svekkjandi endi. „Á endanum er þetta bara frábær gluggi. Við settum okkur þau markmið að vinna Aserbaísjan og gefa Frökkum góðan leik. Svo fengum við bónusúrslit í dag með jafntefli Aserbaísjan og Úkraínu. Tökum það með okkur. Getum endalaust verið að tala um VAR eða ekki. Það bara skiptir ekki máli úr þessu.” sagði Arnar og bætti við: „Hugsum bara það jákvæða og troðfyllum völlinn í næsta glugga. Frábær gluggi fram undan á móti Úkraínu og Frökkum á heimavelli. Það gerist ekki betra. Auðvitað er þetta svekkjandi því þú færð ekki mörg tækifæri á lífsleiðinni til að ná í svona úrslit.” Íslenska liðið lék vel í dag og hefðu með smávægilegri heppni getað sótt stig í dag. Arnar tók undir það að frammistaðan hefði verið þroskuð en bætti við. „Oft þegar maður er að horfa á leiki í sjónvarpi og heldur að þeir geti gert aðeins betur en þeir eru rosalega góðir og líkamlegir. Áttum í stökustu vandræðum að vinna eitt einvígi í leiknum. Þeir eru bara með eitthvað annað DNA en við Íslendingar. Mér fannst taktíkin ganga vel upp.” „Auðvitað þarftu alltaf smá heppni, frábæra frammistöðu frá varnarmönnum og Elías var stórkostlegur í dag til að eiga möguleika á móti svona liði. Fannst við samt vinna vel fyrir þeirri heppni, pressan hefur farið upp á næsta getustig í síðustu leikjum fannst mér.” sagði Arnar og bætti við um frammistöðu dagsins. „Auðvitað var þetta bara lágvörn og læti en svo fáum við víti sem var svekkjandi svona rétt fyrir hálfleikinn. Svo eru þetta bara púra gæði í öðru markinu þeirra. Þannig þetta var erfiður leikur, er ekki tilbúinn til að spila svona leik í hvert einasta skipti. Stundum þarftu bara að taka þig saman í andlitinu og sætta þig við að á móti þessum toppliðum þarftu að gera svona. Mér fannst við blanda þessu vel upp en ekki fullkomlega. Heilt yfir bara mjög öflug frammistaða.” sagði Arnar að lokum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Sjá meira
Ísland skoraði mark í uppbótatíma en það var dæmt af vegna meints brots Andra Lucasar á varnarmanni Frakklands. Umdeild ákvörðun í besta falli og viðurkenndi Arnar að hann hefði látið í sér heyra við dómarateymi dagsins. „Í augnablikinu verður þú að sýna smá prinsipp, standa fast á þínu og láta þá aðeins heyra það. Er aðeins búinn að róa mig núna, ég hef þroskast svo mikið.” sagði Arnar og glotti. Arnar sagðist þó velja að vera jákvæður eftir leik kvöldsins þrátt fyrir svekkjandi endi. „Á endanum er þetta bara frábær gluggi. Við settum okkur þau markmið að vinna Aserbaísjan og gefa Frökkum góðan leik. Svo fengum við bónusúrslit í dag með jafntefli Aserbaísjan og Úkraínu. Tökum það með okkur. Getum endalaust verið að tala um VAR eða ekki. Það bara skiptir ekki máli úr þessu.” sagði Arnar og bætti við: „Hugsum bara það jákvæða og troðfyllum völlinn í næsta glugga. Frábær gluggi fram undan á móti Úkraínu og Frökkum á heimavelli. Það gerist ekki betra. Auðvitað er þetta svekkjandi því þú færð ekki mörg tækifæri á lífsleiðinni til að ná í svona úrslit.” Íslenska liðið lék vel í dag og hefðu með smávægilegri heppni getað sótt stig í dag. Arnar tók undir það að frammistaðan hefði verið þroskuð en bætti við. „Oft þegar maður er að horfa á leiki í sjónvarpi og heldur að þeir geti gert aðeins betur en þeir eru rosalega góðir og líkamlegir. Áttum í stökustu vandræðum að vinna eitt einvígi í leiknum. Þeir eru bara með eitthvað annað DNA en við Íslendingar. Mér fannst taktíkin ganga vel upp.” „Auðvitað þarftu alltaf smá heppni, frábæra frammistöðu frá varnarmönnum og Elías var stórkostlegur í dag til að eiga möguleika á móti svona liði. Fannst við samt vinna vel fyrir þeirri heppni, pressan hefur farið upp á næsta getustig í síðustu leikjum fannst mér.” sagði Arnar og bætti við um frammistöðu dagsins. „Auðvitað var þetta bara lágvörn og læti en svo fáum við víti sem var svekkjandi svona rétt fyrir hálfleikinn. Svo eru þetta bara púra gæði í öðru markinu þeirra. Þannig þetta var erfiður leikur, er ekki tilbúinn til að spila svona leik í hvert einasta skipti. Stundum þarftu bara að taka þig saman í andlitinu og sætta þig við að á móti þessum toppliðum þarftu að gera svona. Mér fannst við blanda þessu vel upp en ekki fullkomlega. Heilt yfir bara mjög öflug frammistaða.” sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Sjá meira