Innlent

Truflun á sjón­varpsút­sendingu Sýnar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Höfuðstöðvar Sýnar.
Höfuðstöðvar Sýnar. Vísir/Vilhelm

Bilun hefur komið upp í sjónvarpsútsendingu Sýnar sem veldur truflunum í útsendingu í appi og vefsjónvarpi. Verið er að vinna að lausn og beðist er afsökunar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Borið hefur á truflunum á sjónvarpsútsendingum á öllum rásum Sýnar en þessa stundina er landsleikur karla í fótbolta á móti Frakklandi sýndur á Sýn sport.

„Það er verið að greina vandann, þetta liggur í dreifingarkerfi Sýnar. Allt okkar fólk er að reyna ráða úr þessu,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, íþróttastjóri Sýnar.

„Þetta hefur áhrif á dreifingu í gegnum öppin okkar fyrst og fremst, snúrutengdir myndlyklar eru í lagi, en myndlyklar á þráðlausu haga sér í raun eins og snjalltæki, eins og öppin,“ segir Eiríkur.

Bilunin liggi í svökölluðu OTT dreifingarkerfi.

„Það er svosem voðalega lítið annað að segja, allt okkar fólk er að skoða þetta núna.“

Vísir er í eigu Sýnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×