Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 9. september 2025 10:00 Umræða um erlenda fanga hefur verið áberandi undanfarið en mikilvægt er að byggja hana á staðreyndum fremur en fordómum. Nýjustu tölur dómsmálaráðuneytisins sýna að 57% allra fanga á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar. Þetta hlutfall hefur tvöfaldast á fimm árum og er nú orðið eitt það hæsta sem þekkist á Norðurlöndunum. Enn alvarlegra er að um 75% þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi eru útlendingar. Við hjá Afstöðu, höfum ítrekað bent á að þessi þróun er ekki tilviljun heldur afleiðing mismununar innan íslenska dómskerfisins. Það er ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot heldur neitar íslenskt réttarkerfi þeim um aðgang að samfélagsþjónustu. Þar af leiðandi er stór hópur fanga, sem ekki er talinn hættulegur, vistaður í fangelsum í stað þess að fá að taka út dóm sinn með öðrum hætti. Þetta á sérstaklega við um konur sem handteknar eru fyrir innflutning vímuefna eða minni háttar hlutverk í skipulagðri brotastarfsemi. Margar þeirra eru í raun fórnarlömb mansals og ættu að njóta verndar og endurhæfingar í opnu úrræði en í stað þess sitja þær í gæsluvarðhaldi eða fangelsi. Íslenskt samfélag verður að horfast í augu við að þessi mismunun brýtur gegn grundvallarreglunni um jafnræði gagnvart lögum. Þegar tveir einstaklingar fremja sambærilegt brot en annar tekur út dóm sinn með samfélagsþjónustu á meðan hinn er sendur í fangelsi vegna þjóðernis er um skýra mismunun að ræða. Þetta fyrirkomulag er jafnframt fjárhagslega óhagkvæmt fyrir ríkissjóð vegna þess að kostnaðurinn við að vista fanga í lokuðu fangelsi er margfalt hærri en að nýta mannúðlegri úrræði. Lausnin er einföld, stöðvum mismununina. Tryggjum að allir, óháð þjóðerni, hafi jafnt aðgengi að samfélagsþjónustu. Með því léttum við á fangelsiskerfinu, spörum fjármuni og sýnum að réttarríki Íslands byggist á jafnræði og mannréttindum. Réttarríki sem mismunar eftir þjóðerni er ekki raunverulegt réttarríki. Við skorum á dómsmálaráðherra að tryggja jafnræði allra gagnvart lögunum. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um erlenda fanga hefur verið áberandi undanfarið en mikilvægt er að byggja hana á staðreyndum fremur en fordómum. Nýjustu tölur dómsmálaráðuneytisins sýna að 57% allra fanga á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar. Þetta hlutfall hefur tvöfaldast á fimm árum og er nú orðið eitt það hæsta sem þekkist á Norðurlöndunum. Enn alvarlegra er að um 75% þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi eru útlendingar. Við hjá Afstöðu, höfum ítrekað bent á að þessi þróun er ekki tilviljun heldur afleiðing mismununar innan íslenska dómskerfisins. Það er ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot heldur neitar íslenskt réttarkerfi þeim um aðgang að samfélagsþjónustu. Þar af leiðandi er stór hópur fanga, sem ekki er talinn hættulegur, vistaður í fangelsum í stað þess að fá að taka út dóm sinn með öðrum hætti. Þetta á sérstaklega við um konur sem handteknar eru fyrir innflutning vímuefna eða minni háttar hlutverk í skipulagðri brotastarfsemi. Margar þeirra eru í raun fórnarlömb mansals og ættu að njóta verndar og endurhæfingar í opnu úrræði en í stað þess sitja þær í gæsluvarðhaldi eða fangelsi. Íslenskt samfélag verður að horfast í augu við að þessi mismunun brýtur gegn grundvallarreglunni um jafnræði gagnvart lögum. Þegar tveir einstaklingar fremja sambærilegt brot en annar tekur út dóm sinn með samfélagsþjónustu á meðan hinn er sendur í fangelsi vegna þjóðernis er um skýra mismunun að ræða. Þetta fyrirkomulag er jafnframt fjárhagslega óhagkvæmt fyrir ríkissjóð vegna þess að kostnaðurinn við að vista fanga í lokuðu fangelsi er margfalt hærri en að nýta mannúðlegri úrræði. Lausnin er einföld, stöðvum mismununina. Tryggjum að allir, óháð þjóðerni, hafi jafnt aðgengi að samfélagsþjónustu. Með því léttum við á fangelsiskerfinu, spörum fjármuni og sýnum að réttarríki Íslands byggist á jafnræði og mannréttindum. Réttarríki sem mismunar eftir þjóðerni er ekki raunverulegt réttarríki. Við skorum á dómsmálaráðherra að tryggja jafnræði allra gagnvart lögunum. Höfundur er formaður Afstöðu.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun