„Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. september 2025 15:52 Arndís telur að ákvörðun um að skera niður í bókasafnssjóði sé illa ígrunduð, enda fari hún ekki saman við þau fyrirheit sem sett eru fram í stjórnarsáttmála. Aðsend/Cat Gundry-Beck Niðurskurðarhnífur stjórnvalda nær til bókasafnssjóðs rithöfunda að þessu sinni samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2026 sem kynnt voru í morgun. Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur, sem skrifað hefur fjölda barna- og unglingabóka, segir þetta kaldar kveðjur á degi læsis. „Bók sem er til útláns á bókasafni ratar til margra lesenda. Bókin er engu að síður keypt á almennu verði í bókaverslun, og fólk sem les bókina af safninu kaupir hana þá ekki til einkanota.“ Bókasafnssjóður höfunda sé tæki sem komi til móts við þessa óvenjulegu notkun á eintökunum sem bókasöfnin kaupa. Arndís segir gagnrýnisvert hvernig Bókasafnssjóður er fjármagnaður. Það sé hvorki gegnsætt né sanngjarnt. „Lög sjóðsins skilgreina ekki stærð hans og unnt er að stækka hann og minnka eftir geðþótta. Geðþótti stjórnvalda í fjárlögum ársins 2025 bauð að sjóðurinn væri skorinn niður um fimmtung. Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi er sultaról höfunda enn hert – sjóður sem var 184,6 milljónir fyrir tveimur árum og 197,4 milljónir fyrir fimm skal nú vera 144,5 milljónir. Ef verðlagsþróun er skoðuð eru 197,4 milljónir árið 2021 jafngildi 265 milljóna nú. Skerðingin jafngildir 45%.“ Nokkrum dögum eftir að niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnuninni voru birtar í desember 2023 kepptust menn við að finna leiðir til að bæta úr stöðunni en íslenskir nemendur reyndust undir meðaltali á þremur stórum sviðum, meðal annars lesskilningi. Dröfn Vilhjálmsdóttir safnstjóri skólasafns Salaskóla kannaðist ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti gæti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún sagði það blasa við að styðja þyrfti betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þyrfti að bera þá á gullstól. Ekki er beint hægt að segja að niðurskurðurinn sé gullstólameðferðin sem Dröfn kallaði eftir í kjölfar PISA. Arnís segir að svo virðist sem ákvörðunin hafi verið tekin án nokkurrar ígrundunar, rithöfundar, þýðendur og teiknarar séu síst ofaldir. Þá bendir hún á að í stjórnarsáttmála væru fyrirheit um að styðja við listir og menningu með myndarlegum hætti. „Fjarskalega er lítilmannlegt að leggja til þeirrar láglaunastéttar með niðurskurðarhnífnum.“ Fjárlagafrumvarp 2026 Bókmenntir PISA-könnun Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu. 8. september 2025 12:28 Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“ Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg. 8. september 2025 12:27 Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. 8. september 2025 09:12 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
„Bók sem er til útláns á bókasafni ratar til margra lesenda. Bókin er engu að síður keypt á almennu verði í bókaverslun, og fólk sem les bókina af safninu kaupir hana þá ekki til einkanota.“ Bókasafnssjóður höfunda sé tæki sem komi til móts við þessa óvenjulegu notkun á eintökunum sem bókasöfnin kaupa. Arndís segir gagnrýnisvert hvernig Bókasafnssjóður er fjármagnaður. Það sé hvorki gegnsætt né sanngjarnt. „Lög sjóðsins skilgreina ekki stærð hans og unnt er að stækka hann og minnka eftir geðþótta. Geðþótti stjórnvalda í fjárlögum ársins 2025 bauð að sjóðurinn væri skorinn niður um fimmtung. Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi er sultaról höfunda enn hert – sjóður sem var 184,6 milljónir fyrir tveimur árum og 197,4 milljónir fyrir fimm skal nú vera 144,5 milljónir. Ef verðlagsþróun er skoðuð eru 197,4 milljónir árið 2021 jafngildi 265 milljóna nú. Skerðingin jafngildir 45%.“ Nokkrum dögum eftir að niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnuninni voru birtar í desember 2023 kepptust menn við að finna leiðir til að bæta úr stöðunni en íslenskir nemendur reyndust undir meðaltali á þremur stórum sviðum, meðal annars lesskilningi. Dröfn Vilhjálmsdóttir safnstjóri skólasafns Salaskóla kannaðist ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti gæti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún sagði það blasa við að styðja þyrfti betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þyrfti að bera þá á gullstól. Ekki er beint hægt að segja að niðurskurðurinn sé gullstólameðferðin sem Dröfn kallaði eftir í kjölfar PISA. Arnís segir að svo virðist sem ákvörðunin hafi verið tekin án nokkurrar ígrundunar, rithöfundar, þýðendur og teiknarar séu síst ofaldir. Þá bendir hún á að í stjórnarsáttmála væru fyrirheit um að styðja við listir og menningu með myndarlegum hætti. „Fjarskalega er lítilmannlegt að leggja til þeirrar láglaunastéttar með niðurskurðarhnífnum.“
Fjárlagafrumvarp 2026 Bókmenntir PISA-könnun Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu. 8. september 2025 12:28 Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“ Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg. 8. september 2025 12:27 Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. 8. september 2025 09:12 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu. 8. september 2025 12:28
Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“ Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg. 8. september 2025 12:27
Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. 8. september 2025 09:12