Viðskipti innlent

Heið­rún Lind kaupir í Sýn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heiðrún Lind hefur trú á að bréfin í Sýn muni hækka í verði miðað við nýleg kaup hennar.
Heiðrún Lind hefur trú á að bréfin í Sýn muni hækka í verði miðað við nýleg kaup hennar. Vísir/Ívar Fannar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, stjórnarmaður í Sýn og framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, keypti í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu Sýn fyrir tæplega 56 milljónir króna á föstudaginn.

Heiðrún Lind var kjörin í stjórn Sýnar í vor. Í tilkynningu til Kauphallar vegna viðskipta stjórnenda segir að Heiðrún Lind hafi keypt tvær milljónir hluta á genginu 27,8 krónur á hlut. Kaupverðið er því 55,6 milljónir króna.

Valdís Arnórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs hjá Sýn fjárfesti í fyrirtækinu fyrir tvær milljónir króna í síðustu viku. Herdís Dröfn Fjelsted forstjóri keypti sömuleiðis í fyrirtækinu fyrir rúmlega tíu milljónir króna.

Þá jók InfoCapital ehf., stærsti eigandi Gavia Invest, hlut sinn í Sýn um rúmar 50 milljónir króna. Reynir Grétarsson er stærsti eigandi Gavia Invest sem á rúmlega átján prósenta hlut í Sýn.

Gengi Sýnar fór í 25,2 krónur á hlut í lok ágúst eftir að hafa farið í 33 krónur á hlut í júlí. Gengið stendur í dag í 27 krónum á hlut.

Vísir er í eigu Sýnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×