Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 6. september 2025 15:11 Roberto Luigi Pagani er staddur út í sveit á Austurlandi í réttum, en hann ræddi við fréttastofu í gegnum fjarfundarbúnað á reiprennandi íslensku. Roberto Luigi Pagani, Ítali sem hefur búið á Íslandi síðan 2014 og hefur starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands, fékk ekki samþykkta umsókn um íslenskan ríkisborgararétt vegna þess að hann hafði ekki tilskilið próf í íslensku. Hann segir málið leiðinlegt skrifræðisatriði sem er vonandi hægt að leysa. Roberto flutti til Íslands árið 2014 til að nema íslensk miðaldafræði við Háskóla Íslands og var ætlunin fyrst um sinn að vera bara eitt ár og fara svo aftur til Ítalíu. Svo fór að honum leið vel á Íslandi og ákvað að vera hér áfram og sækja um doktorsnám á Íslandi og kynntist svo íslenskri konu. Roberto hefur verið undanfarin tíu ár á bólakafi í íslenskum fræðum í háskólasamfélaginu, en hann er í dag á lokametrunum í doktorsnámi sínu, og hefur meðfram því sinnt kennslu í handritafræðum miðalda, forníslensku, nútímaíslensku, og er aðjúnkt í íslensku sem öðru máli. Í mars sótti hann um íslenskan ríkisborgararétt, og skilaði öllum þeim gögnum sem eiga að fylgja slíkri umsókn. Roberto lifir og hrærist í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands. „Þetta var sakarvottorð og allt saman, svo var líka krafa um íslenskupróf, og þetta var nefnilega málið. Þetta er mjög kostnaðarsamt próf, kostar minnir mig 40 þúsund, og ég hef heyrt frá mörgum útlendingum að þetta sé í rauninni grín.“ „Þetta er formsatriði, eitthvað skrifræðisatriði myndi ég segja, og mér fannst svolítið ósanngjarnt að þurfa eyða 40 þúsund krónum í þetta.“ „Samkvæmt reglugerð er hægt að fá undanþágu, þannig ég fékk bréf frá prófessor í íslenskri menningardeild, sem er leiðbeinandi minn í doktorsnáminu. Hann gerði grein fyrir öllu sem ég var búinn að læra, hvaða námskeið og það sem ég er búinn að vera kenna hingað til.“ „Ég fékk bréf frá Útlendingastofnun í gær þar sem kom í ljós að þetta bréf væri ekki nóg. Það var lagt til að ég myndi senda prófskírteni af þeim námskeiðum sem ég var búinn að taka. En vandamálið er að ég hef ekki fengið svona skírteni.“ Roberto segir að vandinn felist einnig í því að prófið sem beðið er um í bréfinu frá Útlendingastofnun sé bara haldið tvisvar á ári. Næsta próf verði haldið í nóvember, en hann hafi verið krafinn um svar við bréfinu innan 14 daga. Annars falli umsóknin niður dauð. „Ég er ekki reiður út í neinn, ég skil mjög vel að kerfið geri ekki ráð fyrir mér. Þetta er kannski ástæða til að uppfæra kerfið, breyta reglunum, svo það sé aðeins meira svigrúm.“ „Ég myndi alveg taka þetta próf og borga 40 þúsund ef það væri mögulegt, en það er ekki í boði fyrr en í nóvember. Þá er umsóknin fallin niður. “ „Það væri mjög leiðinlegt að byrja upp á nýtt. En þetta er eðli skrifræðisins, það er bara þannig. Ég vona að það verði hægt að leysa vandamálið, en eins og er líður mér rosalega vel, það hefur verið tekið svo vel á móti mér í þessu landi.“ Íslensk tunga Íslensk fræði Ríkisborgararéttur Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sjá meira
Roberto flutti til Íslands árið 2014 til að nema íslensk miðaldafræði við Háskóla Íslands og var ætlunin fyrst um sinn að vera bara eitt ár og fara svo aftur til Ítalíu. Svo fór að honum leið vel á Íslandi og ákvað að vera hér áfram og sækja um doktorsnám á Íslandi og kynntist svo íslenskri konu. Roberto hefur verið undanfarin tíu ár á bólakafi í íslenskum fræðum í háskólasamfélaginu, en hann er í dag á lokametrunum í doktorsnámi sínu, og hefur meðfram því sinnt kennslu í handritafræðum miðalda, forníslensku, nútímaíslensku, og er aðjúnkt í íslensku sem öðru máli. Í mars sótti hann um íslenskan ríkisborgararétt, og skilaði öllum þeim gögnum sem eiga að fylgja slíkri umsókn. Roberto lifir og hrærist í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands. „Þetta var sakarvottorð og allt saman, svo var líka krafa um íslenskupróf, og þetta var nefnilega málið. Þetta er mjög kostnaðarsamt próf, kostar minnir mig 40 þúsund, og ég hef heyrt frá mörgum útlendingum að þetta sé í rauninni grín.“ „Þetta er formsatriði, eitthvað skrifræðisatriði myndi ég segja, og mér fannst svolítið ósanngjarnt að þurfa eyða 40 þúsund krónum í þetta.“ „Samkvæmt reglugerð er hægt að fá undanþágu, þannig ég fékk bréf frá prófessor í íslenskri menningardeild, sem er leiðbeinandi minn í doktorsnáminu. Hann gerði grein fyrir öllu sem ég var búinn að læra, hvaða námskeið og það sem ég er búinn að vera kenna hingað til.“ „Ég fékk bréf frá Útlendingastofnun í gær þar sem kom í ljós að þetta bréf væri ekki nóg. Það var lagt til að ég myndi senda prófskírteni af þeim námskeiðum sem ég var búinn að taka. En vandamálið er að ég hef ekki fengið svona skírteni.“ Roberto segir að vandinn felist einnig í því að prófið sem beðið er um í bréfinu frá Útlendingastofnun sé bara haldið tvisvar á ári. Næsta próf verði haldið í nóvember, en hann hafi verið krafinn um svar við bréfinu innan 14 daga. Annars falli umsóknin niður dauð. „Ég er ekki reiður út í neinn, ég skil mjög vel að kerfið geri ekki ráð fyrir mér. Þetta er kannski ástæða til að uppfæra kerfið, breyta reglunum, svo það sé aðeins meira svigrúm.“ „Ég myndi alveg taka þetta próf og borga 40 þúsund ef það væri mögulegt, en það er ekki í boði fyrr en í nóvember. Þá er umsóknin fallin niður. “ „Það væri mjög leiðinlegt að byrja upp á nýtt. En þetta er eðli skrifræðisins, það er bara þannig. Ég vona að það verði hægt að leysa vandamálið, en eins og er líður mér rosalega vel, það hefur verið tekið svo vel á móti mér í þessu landi.“
Íslensk tunga Íslensk fræði Ríkisborgararéttur Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sjá meira