Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2025 07:30 Jalen Carter hrækir á Dak Prescott þegar aðeins sex mínútur voru liðnar af leiknum. X NFL-tímabilið hófst í nótt þegar NFL-meistarar Philadelphia Eagles unnu 24-20 sigur á Dallas Cowboys. Leikurinn byrjaði þó skelfilega fyrir meistarana. Eagles missti nefnilega einn sinn besta varnarmann af velli eftir aðeins sex sekúndna leik. Eagles hafði þá sparkað frá sér boltanum og leikmenn Dallas Cowboys voru að undirbúa sig fyrir að hefja fyrstu sókn tímabilsins. Jalen Carter er frábær varnarmaður og einn sá besti í sinni stöðu í NFL deildinni en hann missti algjörlega hausinn í einhverjum sálfræðileik. Here is Jalen Carter spitting on Dak Prescott: pic.twitter.com/4F5BjEDLHf— Adam Schefter (@AdamSchefter) September 5, 2025 Hann gekk upp að þyrpingu Dallas manna og að leikstjórnandanum Dak Prescott. Þegar þeir stóðu á móti hvorum öðrum þá féllu nokkur orð en svo tók Carter allt í einu upp á því að hrækja á Prescott. Því miður fyrir Carter þá stóð dómari við hlið þeirra og sá hrákuna vel. Hann var fljótur að henda upp gula flagginu. Dómararnir töluðu síðan saman og tilkynntu að Carter væri fyrir þetta útilokaður frá leiknum. Þarna voru aðeins sex sekúndur liðnar af leiknum. Á þessum sex sekúndum hafði Eagles leikmaðurinn Ben VanSumeren einnig meitt sig illa þannig að hann var keyrður af velli á hnjaskvagninum. Dallas liðið skoraði strax í fyrstu sókn sinni en Eagles svaraði strax. Eagles var einu stigi yfir í hálfleik, 21-20, eftir mjög fjörugan fyrri hálfleik en það var síðan bara skorað eitt vallarmark í seinni hálfleiknum. Eagles menn skoruðu það og unnu 24-20 en gera þurfti 65 mínútna hlé á leiknum í seinni hálfleik vegna eldingahættu. Leikurinn var stöðvaður þegar 4:44 mínútur voru eftir af þriðja og staðan var 24-20. Ekkert var skorað eftir að leikurinn hófst á ný. Leikstjórnandinn Jalen Hurts skoraði tvö snertimörk fyrir Eagles og Saquon Barkley eitt. Hlauparinn Javonte Williams skoraði tvö snertimörk fyrir Dallas og sparkarinn Brandon Aubrey skoraði tvö snertimörk. THE PLOT THICKENS. More angles and context have surfaced about Jalen Carter's ejection.📺 NBC and Peacock pic.twitter.com/2eFceHs14V— Sunday Night Football on NBC (@SNFonNBC) September 5, 2025 NFL Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Sjá meira
Eagles missti nefnilega einn sinn besta varnarmann af velli eftir aðeins sex sekúndna leik. Eagles hafði þá sparkað frá sér boltanum og leikmenn Dallas Cowboys voru að undirbúa sig fyrir að hefja fyrstu sókn tímabilsins. Jalen Carter er frábær varnarmaður og einn sá besti í sinni stöðu í NFL deildinni en hann missti algjörlega hausinn í einhverjum sálfræðileik. Here is Jalen Carter spitting on Dak Prescott: pic.twitter.com/4F5BjEDLHf— Adam Schefter (@AdamSchefter) September 5, 2025 Hann gekk upp að þyrpingu Dallas manna og að leikstjórnandanum Dak Prescott. Þegar þeir stóðu á móti hvorum öðrum þá féllu nokkur orð en svo tók Carter allt í einu upp á því að hrækja á Prescott. Því miður fyrir Carter þá stóð dómari við hlið þeirra og sá hrákuna vel. Hann var fljótur að henda upp gula flagginu. Dómararnir töluðu síðan saman og tilkynntu að Carter væri fyrir þetta útilokaður frá leiknum. Þarna voru aðeins sex sekúndur liðnar af leiknum. Á þessum sex sekúndum hafði Eagles leikmaðurinn Ben VanSumeren einnig meitt sig illa þannig að hann var keyrður af velli á hnjaskvagninum. Dallas liðið skoraði strax í fyrstu sókn sinni en Eagles svaraði strax. Eagles var einu stigi yfir í hálfleik, 21-20, eftir mjög fjörugan fyrri hálfleik en það var síðan bara skorað eitt vallarmark í seinni hálfleiknum. Eagles menn skoruðu það og unnu 24-20 en gera þurfti 65 mínútna hlé á leiknum í seinni hálfleik vegna eldingahættu. Leikurinn var stöðvaður þegar 4:44 mínútur voru eftir af þriðja og staðan var 24-20. Ekkert var skorað eftir að leikurinn hófst á ný. Leikstjórnandinn Jalen Hurts skoraði tvö snertimörk fyrir Eagles og Saquon Barkley eitt. Hlauparinn Javonte Williams skoraði tvö snertimörk fyrir Dallas og sparkarinn Brandon Aubrey skoraði tvö snertimörk. THE PLOT THICKENS. More angles and context have surfaced about Jalen Carter's ejection.📺 NBC and Peacock pic.twitter.com/2eFceHs14V— Sunday Night Football on NBC (@SNFonNBC) September 5, 2025
NFL Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Sjá meira