Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 4. september 2025 19:51 Ólafur Ingi og starfslið Íslands. Vísir/Anton Brink Ísland tapaði 2-1 gegn Færeyjum í fyrsta leik undankeppni evrópumóts U21 landsliðs 2027 í dag. Færeyjar skoruðu tvö mörk snemma í leiknum og gátu þétt raðirnar rækilega. Ólafur Ingi Skúlason þjálfari U21 landsliðsþjálfari var að vonum súr eftir leikinn. Hann hafði sagt við blaðamann fyrir leik að liðið þyrfti að passa sig á skyndisóknum Færeyja sem yrði þeirra helsta vopn. Eftir tveggja mínútna leik höfðu Færeyingar skorað úr skyndisókn. Hann sagði leikplanið ekki hafa farið útum gluggann við markið en breytt gangi leiksins. „Vissum alveg út frá þeirra fyrsta leik og að við værum líklega sterkara lið á pappír þá yrðum við meira með boltann. Við erum búnir að vera að vinna í því að reyna að setja okkur ekki í þá aðstöðu að yfirspila og reyna að þröngva boltum í einhvern pakka sem við vildum ekki leita inn í. Við vissum alveg að það væri þeirra styrkur að sækja hratt en því miður þá fáum við mark í andlitið eftir tvær mínútur. Það gefur þeim von og meiri kraft. Í kjölfarið gefum við þeim mark og þá er á brattan að sækja,“ sagði Ólafur og bætti við um varnarleikinn en Ísland gaf tvö mjög ódýr mörk í dag. „Varnarleikurinn sem slíkur er fínn. Auðvitað er þetta eitthvað sem kemur fyrir og pínu erfitt að koma í veg fyrir öll mistök. Þurfum að lifa með því en það varð okkur að falli í dag. Þetta er dýrt. Þetta eru ekki margir leikir og það að lenda 2-0 undir í landsleik er stór hola. Mér fannst við samt öflugri í seinni hálfleik. Það var meiri tilgangur í því sem við vorum að gera og sköpuðum fína séns. Það var því miður ekki nóg.“ Færeyjar náðu að verjast þétt í dag eftir mörkin tvö og voru nánast alltaf 11 á bak við boltann. Ólafur sagði verkefnið hafa verið ærið gegn þessum varnarmúr. „Það var erfitt að brjóta þá aftur, sérstaklega miðsvæðis. Það varð til þess að við þurftum að herja á kantana og koma inn með fyrirgjafir. Við erum með sterka leikmenn inn í teig og það á að vera vopn. Mér fannst vanta örlítið upp á gæðin í síðustu sendingu í dag til að skapa betri færi,“ sagði Ólafur og bætti við um orku Færeyinganna sem létu vel í sér heyra á vellinum: „Þeir ætluðu sér að vinna þennan leik. Þeir fengu kickstart frá okkur og við vorum sjálfum okkur verstir. Stemmingin var öll þeirra megin. Öskur og læti hafa aldrei unnið leiki og það var ekki ástæðan fyrir sigri þeirra í dag. Óska þeim til hamingju með góðan leik.“ Næsti leikur Íslands fer fram gegn Eistlandi næstkomandi mánudag. Eistar töpuðu líka gegn Færeyjum 2-1 í sumar og því mikilvægur leikur fyrir bæði lið „Við þurfum aðeins að fá að sleikja sárin og rífa okkur upp. Það er stutt í næsta leik, við ferðumst á morgun. Það verður öðruvísi leikur en við mætum brattir. Þetta er rétt að byrja og það má ekki vera of dapur, verðum að vera fljótir að læra og gleyma þessu.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason þjálfari U21 landsliðsþjálfari var að vonum súr eftir leikinn. Hann hafði sagt við blaðamann fyrir leik að liðið þyrfti að passa sig á skyndisóknum Færeyja sem yrði þeirra helsta vopn. Eftir tveggja mínútna leik höfðu Færeyingar skorað úr skyndisókn. Hann sagði leikplanið ekki hafa farið útum gluggann við markið en breytt gangi leiksins. „Vissum alveg út frá þeirra fyrsta leik og að við værum líklega sterkara lið á pappír þá yrðum við meira með boltann. Við erum búnir að vera að vinna í því að reyna að setja okkur ekki í þá aðstöðu að yfirspila og reyna að þröngva boltum í einhvern pakka sem við vildum ekki leita inn í. Við vissum alveg að það væri þeirra styrkur að sækja hratt en því miður þá fáum við mark í andlitið eftir tvær mínútur. Það gefur þeim von og meiri kraft. Í kjölfarið gefum við þeim mark og þá er á brattan að sækja,“ sagði Ólafur og bætti við um varnarleikinn en Ísland gaf tvö mjög ódýr mörk í dag. „Varnarleikurinn sem slíkur er fínn. Auðvitað er þetta eitthvað sem kemur fyrir og pínu erfitt að koma í veg fyrir öll mistök. Þurfum að lifa með því en það varð okkur að falli í dag. Þetta er dýrt. Þetta eru ekki margir leikir og það að lenda 2-0 undir í landsleik er stór hola. Mér fannst við samt öflugri í seinni hálfleik. Það var meiri tilgangur í því sem við vorum að gera og sköpuðum fína séns. Það var því miður ekki nóg.“ Færeyjar náðu að verjast þétt í dag eftir mörkin tvö og voru nánast alltaf 11 á bak við boltann. Ólafur sagði verkefnið hafa verið ærið gegn þessum varnarmúr. „Það var erfitt að brjóta þá aftur, sérstaklega miðsvæðis. Það varð til þess að við þurftum að herja á kantana og koma inn með fyrirgjafir. Við erum með sterka leikmenn inn í teig og það á að vera vopn. Mér fannst vanta örlítið upp á gæðin í síðustu sendingu í dag til að skapa betri færi,“ sagði Ólafur og bætti við um orku Færeyinganna sem létu vel í sér heyra á vellinum: „Þeir ætluðu sér að vinna þennan leik. Þeir fengu kickstart frá okkur og við vorum sjálfum okkur verstir. Stemmingin var öll þeirra megin. Öskur og læti hafa aldrei unnið leiki og það var ekki ástæðan fyrir sigri þeirra í dag. Óska þeim til hamingju með góðan leik.“ Næsti leikur Íslands fer fram gegn Eistlandi næstkomandi mánudag. Eistar töpuðu líka gegn Færeyjum 2-1 í sumar og því mikilvægur leikur fyrir bæði lið „Við þurfum aðeins að fá að sleikja sárin og rífa okkur upp. Það er stutt í næsta leik, við ferðumst á morgun. Það verður öðruvísi leikur en við mætum brattir. Þetta er rétt að byrja og það má ekki vera of dapur, verðum að vera fljótir að læra og gleyma þessu.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira