„Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. september 2025 23:41 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/Lýður valberg Fjármálaráðherra segir það koma vel til greina að endurskoða lög um brunatryggingar og tekur undir að það skorti hvata hér á landi svo eigendur húsnæðis fylgi á eftir öryggismálum. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ábyrgð eigenda í brunavörnum vera mikla. Þrír létu lífið í eldsvoða á Bræðraborgarstíg þann 25. júní árið 2020. 73 voru með skráða búsetu í húsnæðinu þar sem litlar sem engar brunavarnir voru til staðar. Sérstök ráðstefna fór fram í morgun þar sem fimm ár eru liðin frá þessum voveiflega atburði. Þar tóku fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og ýmsir aðilar til máls og var farið yfri þær breytingar sem hafa verið gerðir til að mæta þeim veikleikum í kerfum og regluverki sem komu í ljós vegna brunans. HMS hefur til að mynda lagt fram þrettán tillögur í kjölfar brunans en tólf af þeim hafa nú tekið gildi eða eru í vinnslu. „Þetta eru tillögur sem snúa mikið að brunaöryggi og endurskoðun á byggingarregluverki. Til dæmis eitt verkefni sem við fórum í var vitundarvakning almennings um brunavarnir. Við sýndum til dæmis fram á mælanlegar niðurstöður eins og að í dag eru um 96 prósent landsmanna með reykskynjara á sínum heimilum. Það er eitt að setja regluverk. Hitt er að tryggja eftirfylgni með regluverkinu.“ Eina tillaga HMS sem er með öllu útistandandi er þrettánda tillagan sem segir til um að lög um brunatryggingar verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar. „Já ég held að það hafi verið skýr áskorun um það í dag að tillögu þrettán yrði komið til framkvæmda,“ segir Regína. „Það er eitthvað sem við erum tilbúin að skoða. Það er ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi. Þetta er gamalt kerfi og hefur reynst okkur á margan veg vel. Það hefur kannski skort á hvata að fylgja eftir öryggismálum sem auðvitað kom í ljós í þessum hræðilega atburði að væru ekki í lagi. Allar þjóðirnar í kringum okkur eru með fyrirkomulag um brunatryggingar. Þar sem að eru ekki skyldutryggingar hafa tryggingaraðilarnir sjálfir eftirlit með því hvert ástand húsnæðisins er. Við þurfum að skoða hvernig við getum komið því við í okkar kerfi,“ sagði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir ábyrgð eigenda mikla. „Eigendur verða að átta sig á því að í því felst ábyrgð að eiga mannvirki. Þú getur ekki samið þig frá þeirri ábyrgð með leigusamning. Þú getur ekki komist undan þeirri ábyrgð með aðgerðarleysi eða þögn. Ábyrgðin er alltaf þín.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Byggingariðnaður Slysavarnir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tryggingar Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Þrír létu lífið í eldsvoða á Bræðraborgarstíg þann 25. júní árið 2020. 73 voru með skráða búsetu í húsnæðinu þar sem litlar sem engar brunavarnir voru til staðar. Sérstök ráðstefna fór fram í morgun þar sem fimm ár eru liðin frá þessum voveiflega atburði. Þar tóku fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og ýmsir aðilar til máls og var farið yfri þær breytingar sem hafa verið gerðir til að mæta þeim veikleikum í kerfum og regluverki sem komu í ljós vegna brunans. HMS hefur til að mynda lagt fram þrettán tillögur í kjölfar brunans en tólf af þeim hafa nú tekið gildi eða eru í vinnslu. „Þetta eru tillögur sem snúa mikið að brunaöryggi og endurskoðun á byggingarregluverki. Til dæmis eitt verkefni sem við fórum í var vitundarvakning almennings um brunavarnir. Við sýndum til dæmis fram á mælanlegar niðurstöður eins og að í dag eru um 96 prósent landsmanna með reykskynjara á sínum heimilum. Það er eitt að setja regluverk. Hitt er að tryggja eftirfylgni með regluverkinu.“ Eina tillaga HMS sem er með öllu útistandandi er þrettánda tillagan sem segir til um að lög um brunatryggingar verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar. „Já ég held að það hafi verið skýr áskorun um það í dag að tillögu þrettán yrði komið til framkvæmda,“ segir Regína. „Það er eitthvað sem við erum tilbúin að skoða. Það er ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi. Þetta er gamalt kerfi og hefur reynst okkur á margan veg vel. Það hefur kannski skort á hvata að fylgja eftir öryggismálum sem auðvitað kom í ljós í þessum hræðilega atburði að væru ekki í lagi. Allar þjóðirnar í kringum okkur eru með fyrirkomulag um brunatryggingar. Þar sem að eru ekki skyldutryggingar hafa tryggingaraðilarnir sjálfir eftirlit með því hvert ástand húsnæðisins er. Við þurfum að skoða hvernig við getum komið því við í okkar kerfi,“ sagði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir ábyrgð eigenda mikla. „Eigendur verða að átta sig á því að í því felst ábyrgð að eiga mannvirki. Þú getur ekki samið þig frá þeirri ábyrgð með leigusamning. Þú getur ekki komist undan þeirri ábyrgð með aðgerðarleysi eða þögn. Ábyrgðin er alltaf þín.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Byggingariðnaður Slysavarnir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tryggingar Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira