Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar 5. september 2025 08:02 Stjórn Eflingar stéttarfélags lýsir yfir eindregnum stuðningi við palestínsku þjóðina í þeim skelfilegu hörmungum sem að á henni dynja, og leggur sérstaka áherslu á samstöðu okkar við verkafólk í Palestínu sem þola þarf viðbjóðslega glæpi ólöglegs hernáms á hverjum degi. Við fordæmum harðlega þjóðarmorð Ísraela á Gaza og krefjumst tafarlausra aðgerða af hálfu íslenskra stjórnvalda og alþjóðasamfélagsins. Árásir ísraelska hersins á almenna borgara, börn, konur og menn, sem og sprengingar á spítölum, skólum og flóttamannabúðum, eru glæpir gegn mannkyni. Stjórn Eflingar lýsir yfir viðurstyggð á kerfisbundnum morðum Ísraela á heilbrigðisstarfsfólki og fréttamönnum á Gaza. Aftökurnar vekja hrylling allra sem fylgjast með fréttum af svæðinu og sýna með skýrum hætti einbeittan vilja morðingjanna til að vinna óafturkræfan skaða á palestínsku samfélagi. Þessi grimmdarverk eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðadómstóllinn hefur lagt framgöngu Ísraela að jöfnu við þjóðarmorð og úrskurðað hersetu á palestínsku landi ólöglega. Efling krefst þess að íslensk stjórnvöld þrýsti af fullu afli á að glæpir Ísraela í Palestínu verði stöðvaðir án tafar. Binda verður enda á hernám Ísraela og tryggja rétt flóttafólks til að snúa aftur til heimkynna sinna. Við hvetjum félagsfólk Eflingar og allan almenning til að mæta á samstöðufundinn Þjóð gegn þjóðarmorði sem haldinn verður laugardaginn 6. september klukkan 14:00. Fundurinn er haldinn í Reykjavík, í Stykkishólmi, á Ísafirði, Akureyri, Húsavík og Egilsstöðum og er skipulagður af samráðshópnum Samstaða með Palestínu, sem Efling tekur virkan þátt í. Saman getum við sent skýr skilaboð til Alþingis, ríkisstjórnar Íslands og heimsins alls: Þjóðarmorð verður ekki liðið. Réttlæti og friður verða að ráða för. Alexa Tracia PatriziGuðbjörg María JóepsdótturGuðmunda Valdís HelgadóttirHjörtur Birgir JóhönnusonIan Phillip McDonaldInnocentia FiatiKarla Esperanza Barralaga OconMichael Bragi WhalleyOlga LeonsdóttirRögnvaldur Ómar ReynissonSigurjón Ármann BjörnssonSólveig Anna JónsdóttirSæþór Benjamín RandalssonÞórir JóhannessonHöfundar eru stjórnarmenn í Eflingu stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Eflingar stéttarfélags lýsir yfir eindregnum stuðningi við palestínsku þjóðina í þeim skelfilegu hörmungum sem að á henni dynja, og leggur sérstaka áherslu á samstöðu okkar við verkafólk í Palestínu sem þola þarf viðbjóðslega glæpi ólöglegs hernáms á hverjum degi. Við fordæmum harðlega þjóðarmorð Ísraela á Gaza og krefjumst tafarlausra aðgerða af hálfu íslenskra stjórnvalda og alþjóðasamfélagsins. Árásir ísraelska hersins á almenna borgara, börn, konur og menn, sem og sprengingar á spítölum, skólum og flóttamannabúðum, eru glæpir gegn mannkyni. Stjórn Eflingar lýsir yfir viðurstyggð á kerfisbundnum morðum Ísraela á heilbrigðisstarfsfólki og fréttamönnum á Gaza. Aftökurnar vekja hrylling allra sem fylgjast með fréttum af svæðinu og sýna með skýrum hætti einbeittan vilja morðingjanna til að vinna óafturkræfan skaða á palestínsku samfélagi. Þessi grimmdarverk eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðadómstóllinn hefur lagt framgöngu Ísraela að jöfnu við þjóðarmorð og úrskurðað hersetu á palestínsku landi ólöglega. Efling krefst þess að íslensk stjórnvöld þrýsti af fullu afli á að glæpir Ísraela í Palestínu verði stöðvaðir án tafar. Binda verður enda á hernám Ísraela og tryggja rétt flóttafólks til að snúa aftur til heimkynna sinna. Við hvetjum félagsfólk Eflingar og allan almenning til að mæta á samstöðufundinn Þjóð gegn þjóðarmorði sem haldinn verður laugardaginn 6. september klukkan 14:00. Fundurinn er haldinn í Reykjavík, í Stykkishólmi, á Ísafirði, Akureyri, Húsavík og Egilsstöðum og er skipulagður af samráðshópnum Samstaða með Palestínu, sem Efling tekur virkan þátt í. Saman getum við sent skýr skilaboð til Alþingis, ríkisstjórnar Íslands og heimsins alls: Þjóðarmorð verður ekki liðið. Réttlæti og friður verða að ráða för. Alexa Tracia PatriziGuðbjörg María JóepsdótturGuðmunda Valdís HelgadóttirHjörtur Birgir JóhönnusonIan Phillip McDonaldInnocentia FiatiKarla Esperanza Barralaga OconMichael Bragi WhalleyOlga LeonsdóttirRögnvaldur Ómar ReynissonSigurjón Ármann BjörnssonSólveig Anna JónsdóttirSæþór Benjamín RandalssonÞórir JóhannessonHöfundar eru stjórnarmenn í Eflingu stéttarfélagi.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun