Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 2. september 2025 23:00 Verksmiðja PCC Bakka Silicon í Norðurþingi. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Norðurþings segist halda í vonina að starfsemi PCC á Bakka leggist ekki af fyrir fullt og allt. Hún vonast til að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti og að uppsagnirnar leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu. PCC tilkynnti í morgun um uppsagnir á þrjátíu starfsmönnum fyrirtækisins á Bakka og bætast þeir í hóp þeirra áttatíu sem sagt var upp í byrjun sumars. Nú eru einungis átján manns starfandi hjá fyrirtækinu en sveitarstjóri Norðurþings segist halda í vonina um að starfsemin leggist ekki alfarið af. „Fyrirtækið hefur lagt fram ábendingar til Alþingis, til efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar um atriði sem hægt er að bregðast við. Við vonumst auðvitað til að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Sýnar. „Bar þá von í brjósti að Alþingi gæti brugðist við fyrir sumarfrí“ Í yfirlýsingu PCC frá því í morgun kom fram að ráðist hafi verið í uppsagnirnar í kjölfar frumniðurstöðu ESB um að setja ekki verndartolla á kísilmálm. Katrín segir úrræðaleysi ríkja hjá stjórnvöldum en finnur fyrir skilningi þeirra á stöðunni. „Ég bar alltaf þá von í brjósti að Alþingi gæti brugðist við fyrir sumarfrí. Það gekk ekki upp því miður og ég vona að þetta verði mjög framarlega á þeirra málalista strax við upphaf þings. Við erum að fara að funda með þingmönnum kjördæmisins á morgun og fara yfir stöðuna sem er grafalvarleg.“ Hún segir að það væri mikill hagur ef íslensk fyrirtæki gætu nýtt þá framleiðslu sem til fellur á Íslandi. Hægt væri að horfa til margra þátta eins og umhverfismála, atvinnusköpunar og meðferð gjaldeyris. „Ég er alveg á því að það væri mikill kostur ef íslensku álfyrirtækin gætu keypt íslenska framleiðslu. Til þess þarf hún auðvitað að vera samkeppnishæf og því miður eru undirboð í gangi núna frá Asíu og það er eitthvað sem þarf að bregðast við.“ „Ekki langir kaflar þar sem þetta hefur gengið snuðrulaust“ Katrín segist þó mjög ánægð með viðbrögð forsætisráðuneytisins en starfshópur fimm ráðuneyta var skipaður til að fara yfir atvinnumál á svæðinu. Mikil vinna hafi farið fram í sumar en starfshópurinn á að skila af sér niðurstöðum um miðjan september. „Við finnum alveg fyrir því að þessar uppsagnir hafa heilmikil áhrif. Við erum að vona að það leiði ekki til þess að það verði mikill flutningur á fólki úr bænum að fólk geti fundið sér aðra atvinnu. Við erum að leggja mjög mikla áherslu á að finna ný atvinnutækifæri fyrir svæðið.“ Hún segir það alltaf vont að vera með fyrirtæki sem berjist í bökkum og að það sé enn erfiðara með svona stórt fyrirtæki í litlu samfélagi. Um 150 manns störfuðu í verksmiðju PCC áður en kom til uppsagna fyrr í sumar og segir Katrín áhrifin sömuleiðis mikil á verktaka og iðnaðarmenn sem ekki eru starfsmenn PCC. „Besta starfsárið undanfarin ár var árið 2024 þegar fyrirtækið var hvað lengst að keyra á báðum ofnunum. Þegar starfsemin er slík þá er þetta eins og lagt var upp með í upphafi. Það eru ekki langir kaflar á líftíma fyrirtækisins sem þetta hefur gengið snuðrulaust,“ segir Katrín að lokum. Norðurþing Vinnumarkaður Stóriðja Byggðamál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira
PCC tilkynnti í morgun um uppsagnir á þrjátíu starfsmönnum fyrirtækisins á Bakka og bætast þeir í hóp þeirra áttatíu sem sagt var upp í byrjun sumars. Nú eru einungis átján manns starfandi hjá fyrirtækinu en sveitarstjóri Norðurþings segist halda í vonina um að starfsemin leggist ekki alfarið af. „Fyrirtækið hefur lagt fram ábendingar til Alþingis, til efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar um atriði sem hægt er að bregðast við. Við vonumst auðvitað til að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Sýnar. „Bar þá von í brjósti að Alþingi gæti brugðist við fyrir sumarfrí“ Í yfirlýsingu PCC frá því í morgun kom fram að ráðist hafi verið í uppsagnirnar í kjölfar frumniðurstöðu ESB um að setja ekki verndartolla á kísilmálm. Katrín segir úrræðaleysi ríkja hjá stjórnvöldum en finnur fyrir skilningi þeirra á stöðunni. „Ég bar alltaf þá von í brjósti að Alþingi gæti brugðist við fyrir sumarfrí. Það gekk ekki upp því miður og ég vona að þetta verði mjög framarlega á þeirra málalista strax við upphaf þings. Við erum að fara að funda með þingmönnum kjördæmisins á morgun og fara yfir stöðuna sem er grafalvarleg.“ Hún segir að það væri mikill hagur ef íslensk fyrirtæki gætu nýtt þá framleiðslu sem til fellur á Íslandi. Hægt væri að horfa til margra þátta eins og umhverfismála, atvinnusköpunar og meðferð gjaldeyris. „Ég er alveg á því að það væri mikill kostur ef íslensku álfyrirtækin gætu keypt íslenska framleiðslu. Til þess þarf hún auðvitað að vera samkeppnishæf og því miður eru undirboð í gangi núna frá Asíu og það er eitthvað sem þarf að bregðast við.“ „Ekki langir kaflar þar sem þetta hefur gengið snuðrulaust“ Katrín segist þó mjög ánægð með viðbrögð forsætisráðuneytisins en starfshópur fimm ráðuneyta var skipaður til að fara yfir atvinnumál á svæðinu. Mikil vinna hafi farið fram í sumar en starfshópurinn á að skila af sér niðurstöðum um miðjan september. „Við finnum alveg fyrir því að þessar uppsagnir hafa heilmikil áhrif. Við erum að vona að það leiði ekki til þess að það verði mikill flutningur á fólki úr bænum að fólk geti fundið sér aðra atvinnu. Við erum að leggja mjög mikla áherslu á að finna ný atvinnutækifæri fyrir svæðið.“ Hún segir það alltaf vont að vera með fyrirtæki sem berjist í bökkum og að það sé enn erfiðara með svona stórt fyrirtæki í litlu samfélagi. Um 150 manns störfuðu í verksmiðju PCC áður en kom til uppsagna fyrr í sumar og segir Katrín áhrifin sömuleiðis mikil á verktaka og iðnaðarmenn sem ekki eru starfsmenn PCC. „Besta starfsárið undanfarin ár var árið 2024 þegar fyrirtækið var hvað lengst að keyra á báðum ofnunum. Þegar starfsemin er slík þá er þetta eins og lagt var upp með í upphafi. Það eru ekki langir kaflar á líftíma fyrirtækisins sem þetta hefur gengið snuðrulaust,“ segir Katrín að lokum.
Norðurþing Vinnumarkaður Stóriðja Byggðamál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira