Lífið

Framsóknarprins fékk formannsnafn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson með Sigurð Inga Jóhannsson í fanginu.
Sigurður Ingi Jóhannsson með Sigurð Inga Jóhannsson í fanginu.

Sigurður Ingi Jóhannsson fékk alnafna þegar áttunda barnabarn hans var skírt um helgina. Drengurinn er grænn í báðar ættir því móðir hans, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, er fyrrverandi þingmaður Framsóknar meðan faðirinn, Jóhann H. Sigurðsson, var skrifstofustjóri flokksins.

Skírnin fór fram í hinni glæsilegu friðlýstu Hrepphólakirkja, sem húsameistarinn Rögnvaldur Ólafsson hannaði, í Hrunamannahreppi á laugardag. Sigurður Ingi fæddist 27. júní síðastliðinn og var því rétt rúmlega tveggja mánaða á skírnardaginn.

Foreldrarnir, drengurinn og systur hans.

Hafdís Hrönn og Jóhann tóku að stinga saman nefjum á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í Vík í Mýrdal  í nóvember 2023 og hófu í kjölfarið samband. Hafdís átti fyrir tvær dætur úr fyrra sambandi en Jóhann eina stúlku.

Hafdís Hrönn tók sæti á Alþingi fyrir Suðurkjördæmi eftir Alþingiskosningar 2021. Hún færði sig yfir í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar en komst ekki inn á þing. Hún starfar sem lögfræðingur í dag.

Jóhann hefur verið virkur í starfi Framsóknar um árabil, meðal annars sem miðstjórnarfulltrúi og stjórnarmeðlimur, og var ráðinn skrifstofustjóri flokksins árið 2023. Áður starfaði Jóhann meðfram námi í forsætisráðuneytinu og hjá Bezzerwizzer í Kaupmannahöfn. 

Sigurður Ingi með drengina tvo, Jóhann H. og Sigurð Inga.
Stórfjölskyldan var kampakát á skírnardaginn.

Tengdar fréttir

Neistaflug í Framsóknarflokknum

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi og Jóhann H. Sigurðsson, skristofustjóri Framsóknar, eru að stinga saman nefjum. Það fór ekki fram hjá Framsóknarfólki sem sótti miðstjórnarfund flokksins í Vík í Mýrdal um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.