Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar 2. september 2025 10:02 Höfnin í Þorlákshöfn hefur áratugum saman verið burðarás samfélagsins. Höfnin hefur mótað atvinnulíf, menningu og sjálfsmynd bæjarbúa í áratugi og gegnir lykilhlutverki hvað varðar atvinnusköpun og framtíðaruppbyggingu sveitarfélagsins. Það er enda svo að íbúaþróun og uppbygging atvinnlífs hefur haldist í hendur við hafnarbætur í gegnum áratugina. Lífæð Þorlákshöfn hefur lengi verið mikilvæg fyrir sjávarútveg, en á síðari árum hefur fleiri stoðum verið skotið undir velferð okkar. Í dag er hafnarstarfsemin fjölbreytt og má þar nefna: inn- og útflutningur á vörum, jarðefnaútflutningur, innflutningur á áburði, fiskveiðar og þjónusta við seiðaflutninga. Margt annað mætti til telja. Höfnin er lífæð sem ótal fjölskyldur byggja afkomu sína á. Framtíðarmöguleikar Fram undan eru fjölmörg tækifæri sem tengjast áframhaldandi vexti hafnarinnar. Þau skapa möguleika bæði fyrir ný fyrirtæki og rótgróin til að efla starfsemi sína. Sífellt fleiri fyrirtæki horfa nú til Þorlákshafnar sem framtíðarstaðsetningar, þar sem höfnin gegnir lykilhlutverki. Sérstaklega má nefna uppbyggingu í landeldi á laxafurðum, vöxtur vöruflutninga og aukinn áhugi útferðafélaga. Allt kallar þetta á djörfung og framtíðarsýn öflugri innviði hafnarinnar. Það er því brýnt að halda áfram á sömu braut og tryggja að Þorlákshöfn verði í stakk búin að mæta þessari þróun. Stórtæk áform Á seinustu árum hefur höfnin tekið stakka skiptum. Aldrei í sögunni hefur verið fjárfest meira en það er bara einn þeirra áfanga sem stefnt er að. Sveitarfélagið hefur nýlega sótt um framlag til hafnarframkvæmda í samgönguáætlun ríkisins 2026–2030. Meginverkefnið er stækkun hafnarinnar til norðurs, í Skötubót, þar sem myndi rísa ný höfn með fjölbreytta möguleika. Þetta yrði stærsta og kostnaðarsamasta framkvæmd í sögu sveitarfélagsins. Jafnframt er óskað eftir fjármagni til innri umbóta sem styrkja þjónustu við núverandi viðskiptavini. Þar má nefna að Smyril Line bætir við tveimur nýjum 190 metra skipum á næsta ári, sem krefjast öflugra innviða og hámarksöryggis fyrir sjófarendur. Myndin hér fyrir neðan sýnir næstu stórsókn hafnarinnar. Höfnin er meira en mannvirki Þorlákshafnarhöfn er ekki aðeins mannvirki – hún er grunnur byggðar, atvinnu og framtíðar. Með stuðningi ríkisins verður hún áfram burðarás samfélagsins og mikilvægur hlekkur í samgöngum og verðmætasköpun á Íslandi. Fyrir íbúana er hún meira en mannvirki – hún er tákn um lífskraft, samstöðu og framtíðarmöguleika. Höfundur er formaður bæjarráðs Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Hafnarmál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Höfnin í Þorlákshöfn hefur áratugum saman verið burðarás samfélagsins. Höfnin hefur mótað atvinnulíf, menningu og sjálfsmynd bæjarbúa í áratugi og gegnir lykilhlutverki hvað varðar atvinnusköpun og framtíðaruppbyggingu sveitarfélagsins. Það er enda svo að íbúaþróun og uppbygging atvinnlífs hefur haldist í hendur við hafnarbætur í gegnum áratugina. Lífæð Þorlákshöfn hefur lengi verið mikilvæg fyrir sjávarútveg, en á síðari árum hefur fleiri stoðum verið skotið undir velferð okkar. Í dag er hafnarstarfsemin fjölbreytt og má þar nefna: inn- og útflutningur á vörum, jarðefnaútflutningur, innflutningur á áburði, fiskveiðar og þjónusta við seiðaflutninga. Margt annað mætti til telja. Höfnin er lífæð sem ótal fjölskyldur byggja afkomu sína á. Framtíðarmöguleikar Fram undan eru fjölmörg tækifæri sem tengjast áframhaldandi vexti hafnarinnar. Þau skapa möguleika bæði fyrir ný fyrirtæki og rótgróin til að efla starfsemi sína. Sífellt fleiri fyrirtæki horfa nú til Þorlákshafnar sem framtíðarstaðsetningar, þar sem höfnin gegnir lykilhlutverki. Sérstaklega má nefna uppbyggingu í landeldi á laxafurðum, vöxtur vöruflutninga og aukinn áhugi útferðafélaga. Allt kallar þetta á djörfung og framtíðarsýn öflugri innviði hafnarinnar. Það er því brýnt að halda áfram á sömu braut og tryggja að Þorlákshöfn verði í stakk búin að mæta þessari þróun. Stórtæk áform Á seinustu árum hefur höfnin tekið stakka skiptum. Aldrei í sögunni hefur verið fjárfest meira en það er bara einn þeirra áfanga sem stefnt er að. Sveitarfélagið hefur nýlega sótt um framlag til hafnarframkvæmda í samgönguáætlun ríkisins 2026–2030. Meginverkefnið er stækkun hafnarinnar til norðurs, í Skötubót, þar sem myndi rísa ný höfn með fjölbreytta möguleika. Þetta yrði stærsta og kostnaðarsamasta framkvæmd í sögu sveitarfélagsins. Jafnframt er óskað eftir fjármagni til innri umbóta sem styrkja þjónustu við núverandi viðskiptavini. Þar má nefna að Smyril Line bætir við tveimur nýjum 190 metra skipum á næsta ári, sem krefjast öflugra innviða og hámarksöryggis fyrir sjófarendur. Myndin hér fyrir neðan sýnir næstu stórsókn hafnarinnar. Höfnin er meira en mannvirki Þorlákshafnarhöfn er ekki aðeins mannvirki – hún er grunnur byggðar, atvinnu og framtíðar. Með stuðningi ríkisins verður hún áfram burðarás samfélagsins og mikilvægur hlekkur í samgöngum og verðmætasköpun á Íslandi. Fyrir íbúana er hún meira en mannvirki – hún er tákn um lífskraft, samstöðu og framtíðarmöguleika. Höfundur er formaður bæjarráðs Ölfuss.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun