Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar 31. ágúst 2025 23:02 Við skulum ekki etja þjóðinni saman. Við skulum ekki gera neitt nema við séum sammála um að gera það. Við skulum ekki tala um umdeild mál því það sundrar þjóðinni og dregur athyglina frá því sem skiptir máli. Við skulum ekki setja erfið mál á dagskrá. Alltaf að kjósa Samt viljum við kjósa til Alþingis, kjósa sveitarstjórnir, kjósa um sameiningar sveitarfélaga, kjósa í stjórnir íþróttafélaga, kjósa í stjórn húsfélagsins, kjósa okkur forseta, kjósa í Eurovision, kjósa um afgreiðslu mála á Alþingi, kjósa um afgreiðslu mála í sveitarstjórnum og svo má lengi telja. Þetta gerum við þrátt fyrir að ágreiningur sé um mál, stundum mikill, stundum lítill, stundum eru sjónarmið og fylkingar bara tvær, stundum er mjótt á munum stundum mikill munur. Stundum eru sjónarmið mörg og fylkingar margar. Samt náum við niðurstöðu og meirihlutinn ræður á endanum, stundum er það meira að segja ekki meirihlutinn heldur minnihluti ef margir kostir eru í boði. Það eru aldrei góð rök fyrir að ræða ekki mál eða taka afstöðu til þeirra ef ekki er öruggt að nánast allir séu sammála um niðurstöðuna. Þræta án enda? ... Umræður og skoðanaskipti um aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa staðið um áratuga skeið án neinnar niðurstöðu. Stjórnmálaflokkar hafa mismunandi afstöðu til málsins, sumir hafa meira segja skipt um skoðun, almenningur hefur líka mismunandi skoðanir. Stundum sýna skoðanakannanir að fleiri vilji ganga í Evrópusambandið og stundum eru þeir fleiri sem vilja það ekki. Eitt er víst að umræða sem fær aldrei lýðræðislegar lyktir hættir ekki, hún heldur áfram í einni eða annarri mynd, stundum fyrirferðarmikil og stundum ekki. ... ekki ef við kjósum! Nú háttar svo til að lýðræðislega kjörin ríkisstjórn þriggja flokka hefur ákveðið að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort taka eigi upp viðræður við Evrópusambandið um aðild Íslands. Verði svarið já og náist samningur um aðild í kjölfarið verður hann lagður í dóm þjóðarinnar með annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin sjálf á síðasta orðið á báðum stigum verði þau á annað borð tvö. Þjóðin verður því hvorki hrakin né neydd til eins eða neins. Hún tekur einfaldlega af skarið í málinu Látum ekki hafa vit fyrir okkur Væri ekki ráð að við reyndum að sameinast um að feta þessa lýðræðislegustu leið sem við eigum í fórum okkar. Eigum við ekki fyrst að ræða og taka ákvörðun um hvort við viljum halda viðræðum áfram eða ekki. Verði svarið nei er málið úr sögunni. Verði svarið já verður reynt til þrautar að ná samningi. Takist það kemur aftur að þjóðinni, hún ræðir samninginn og tekur ákvörðun á grundvelli hans. Þá er komin niðurstaða, annað hvort gengur Ísland í Evrópusambandið eða ekki. Er ekki þjóðráð að þjóðin taki sig saman um að ráða þessu máli til lykta með leikreglum lýðræðisins. Svo mikið er víst að stjórnmálaflokkarnir og Alþingi hafa komið þessu máli í þannig sjálfheldu að þeir geta ekki einir og sér komið sér úr henni. Það getur enginn gert betur en þjóðin sjálf beint og milliliðalaust. Höfundur er einlægur Evrópusinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Evrópusambandið Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Við skulum ekki etja þjóðinni saman. Við skulum ekki gera neitt nema við séum sammála um að gera það. Við skulum ekki tala um umdeild mál því það sundrar þjóðinni og dregur athyglina frá því sem skiptir máli. Við skulum ekki setja erfið mál á dagskrá. Alltaf að kjósa Samt viljum við kjósa til Alþingis, kjósa sveitarstjórnir, kjósa um sameiningar sveitarfélaga, kjósa í stjórnir íþróttafélaga, kjósa í stjórn húsfélagsins, kjósa okkur forseta, kjósa í Eurovision, kjósa um afgreiðslu mála á Alþingi, kjósa um afgreiðslu mála í sveitarstjórnum og svo má lengi telja. Þetta gerum við þrátt fyrir að ágreiningur sé um mál, stundum mikill, stundum lítill, stundum eru sjónarmið og fylkingar bara tvær, stundum er mjótt á munum stundum mikill munur. Stundum eru sjónarmið mörg og fylkingar margar. Samt náum við niðurstöðu og meirihlutinn ræður á endanum, stundum er það meira að segja ekki meirihlutinn heldur minnihluti ef margir kostir eru í boði. Það eru aldrei góð rök fyrir að ræða ekki mál eða taka afstöðu til þeirra ef ekki er öruggt að nánast allir séu sammála um niðurstöðuna. Þræta án enda? ... Umræður og skoðanaskipti um aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa staðið um áratuga skeið án neinnar niðurstöðu. Stjórnmálaflokkar hafa mismunandi afstöðu til málsins, sumir hafa meira segja skipt um skoðun, almenningur hefur líka mismunandi skoðanir. Stundum sýna skoðanakannanir að fleiri vilji ganga í Evrópusambandið og stundum eru þeir fleiri sem vilja það ekki. Eitt er víst að umræða sem fær aldrei lýðræðislegar lyktir hættir ekki, hún heldur áfram í einni eða annarri mynd, stundum fyrirferðarmikil og stundum ekki. ... ekki ef við kjósum! Nú háttar svo til að lýðræðislega kjörin ríkisstjórn þriggja flokka hefur ákveðið að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort taka eigi upp viðræður við Evrópusambandið um aðild Íslands. Verði svarið já og náist samningur um aðild í kjölfarið verður hann lagður í dóm þjóðarinnar með annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin sjálf á síðasta orðið á báðum stigum verði þau á annað borð tvö. Þjóðin verður því hvorki hrakin né neydd til eins eða neins. Hún tekur einfaldlega af skarið í málinu Látum ekki hafa vit fyrir okkur Væri ekki ráð að við reyndum að sameinast um að feta þessa lýðræðislegustu leið sem við eigum í fórum okkar. Eigum við ekki fyrst að ræða og taka ákvörðun um hvort við viljum halda viðræðum áfram eða ekki. Verði svarið nei er málið úr sögunni. Verði svarið já verður reynt til þrautar að ná samningi. Takist það kemur aftur að þjóðinni, hún ræðir samninginn og tekur ákvörðun á grundvelli hans. Þá er komin niðurstaða, annað hvort gengur Ísland í Evrópusambandið eða ekki. Er ekki þjóðráð að þjóðin taki sig saman um að ráða þessu máli til lykta með leikreglum lýðræðisins. Svo mikið er víst að stjórnmálaflokkarnir og Alþingi hafa komið þessu máli í þannig sjálfheldu að þeir geta ekki einir og sér komið sér úr henni. Það getur enginn gert betur en þjóðin sjálf beint og milliliðalaust. Höfundur er einlægur Evrópusinni
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun