Innlent

Hvirfil­bylur við Vatns­leysu­strönd

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hvirfilbylurinn myndaðist á Reykjanesi í gær.
Hvirfilbylurinn myndaðist á Reykjanesi í gær. Aðsend

Vegfarandi varð var við þennan hvirfilbyl á leið suður með sjó um sjöleytið í gærkvöld.

Hann náði myndbandi af honum  sem sjá má hér að neðan en strókurinn er býsna stór.

Hvirfilbyljir myndast í mjög óstöðugu lofti og tengjast miklu uppstreymi á takmörkuðu svæði. Í stað þess lofts sem streymir upp leitar loft inn að miðju uppstreymisins og við það margfaldast snúningur þess, líkt og þegar listdansari á skautum leggur hendurnar upp að líkamanum.

Samkvæmt Vísindavefnum eru hvirfilbyljir sjaldgæfir á Íslandi og yfirleitt ekki svo ýkja öflugir þá sjaldan þeir verða. Frásagnir eru til frá fyrri öldum um veðurskaða sem líklega tengjist hvirfilbyljum og sagt er frá hvirfilbyljum eða skýstrokkum á Íslandi í tímaritinu Veðrinu árin 1958 og 1961.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×