Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 21:02 Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings. Vísir/Ívar Fannar Það væru svik við gefin loforð og setur hættulegt fordæmi ef bygging Fjarðarheiðaganga færi aftar í röðina en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir. Þetta segja leiðtogar sveitarstjórnar í Múlaþingi sem hafa kallað eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Þær fagna áformum stjórnvalda um átak í uppbyggingu innviða en vara við því að kjördæmapot og pólitískar sveiflur bitni á mikilvægum framkvæmdum. Ríkisstjórnin boðaði stofnun sérstaks innviðafélags á Innviðaþingi í dag. Jarðgangaframkvæmdir voru meðal þess sem brennur á sveitarstjórnafólki sem sótti ráðstefnuna, en stjórnvöld stefna á að byrja að bora fyrir næstu jarðgöngum árið 2027. Spurningin sem nú brennur á mörgum er hvaða göng verður ráðist í fyrst. Fjarðaheiðargöng er sú jarðgangaframkvæmd sem komin er hvað lengst í undirbúningi og gert er ráð fyrir í gildandi samgönguáætlun. Innviðaráðherra hefur hins vegar látið þau orð falla að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. Hann muni ekkert gefa upp um nýja forgangsröðun jarðganga fyrr en samgönguáætlun verði kynnt í haust. „Ég held að það sé afar hættulegt fordæmi. Samgönguáætlun var síðast samþykkt samhljóða allra flokka á þingi. Svona mikilvægar innviðauppbyggingar mega ekki vera háðar pólitískum sveiflum og alls ekki lykta af einhverju kjördæmapoti,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri tekur undir. „Fjarðarheiðargöng eru einu göngin sem eru fullhönnuð og tilbúin til útboðs hér á landi. Þannig að ef ríkisstjórnin ætlar að standa við þessi fyrirheit um að rjúfa þessa kyrrstöðu sem hefur verið hér í gerð jarðganga á Íslandi þá er það eina leiðin,“ segir Dagmar. Sveitarfélög um landið hvorki vilji né megi við því að eiga í samkeppni um innviðaframkvæmdir. „Það að etja saman landshlutum eða sveitarfélögum í samkeppni er ekki skynsamlegt og ekki vænlegur kostur og okkur hugnast það ekki,“ segir Jónína. Fámennur landshluti sem skapi miklar tekjur Þær hafa óskað eftir áheyrn forsætisráðherra vegna málsins. Í bréfi sem sent var þingmönnum í vikunni vekur sveitarfélagið jafnframt meðal annars athygli á því að innan við þrjú prósent landsmanna búi í landshlutanum sem þó standi undir nær fjórðungi vöruútflutningstekna þjóðarinnar. „Austurland skapar gríðarlega miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. Það væri afskaplega skynsamlegt að tryggja að það haldi áfram og að þær tekjur aukist, frekar heldur en að rýra þær,“ segir Jónína. Hvetja ríkisstjórnina til dáða Þær fagna hins vegar áformum um stofnun innviðafélags sem Jónína segir skynsamlegt. „Það þarf að veita meira fjármagni til innviðauppbyggingar, það er alveg vitað og það er margt jákvætt sem hefur komið hér fram í dag og ég held að það sé óhætt að segja að flestöll sveitarfélög geti bara vel tekið undir það efnislega sem hefur verið fjallað um hér í dag.“ Dagmar hvetur ríkisstjórnina einnig til dáða í áformum sínum um uppbyggingu samgönguinnviða. „Bara fulla ferð áfram. Við erum að berjast fyrir að fá hringtengingu á Austurlandi með jarðgöngum til þess að efla okkar samfélag og við verðum eitt atvinnusóknarsvæði,“ segir Dagmar. Fjarðarheiðargöng séu fyrsti áfanginn í að hringtengingin verði að veruleika og það verkefni sem komið er hvað lengst á veg. Múlaþing Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Ríkisstjórnin boðaði stofnun sérstaks innviðafélags á Innviðaþingi í dag. Jarðgangaframkvæmdir voru meðal þess sem brennur á sveitarstjórnafólki sem sótti ráðstefnuna, en stjórnvöld stefna á að byrja að bora fyrir næstu jarðgöngum árið 2027. Spurningin sem nú brennur á mörgum er hvaða göng verður ráðist í fyrst. Fjarðaheiðargöng er sú jarðgangaframkvæmd sem komin er hvað lengst í undirbúningi og gert er ráð fyrir í gildandi samgönguáætlun. Innviðaráðherra hefur hins vegar látið þau orð falla að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. Hann muni ekkert gefa upp um nýja forgangsröðun jarðganga fyrr en samgönguáætlun verði kynnt í haust. „Ég held að það sé afar hættulegt fordæmi. Samgönguáætlun var síðast samþykkt samhljóða allra flokka á þingi. Svona mikilvægar innviðauppbyggingar mega ekki vera háðar pólitískum sveiflum og alls ekki lykta af einhverju kjördæmapoti,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri tekur undir. „Fjarðarheiðargöng eru einu göngin sem eru fullhönnuð og tilbúin til útboðs hér á landi. Þannig að ef ríkisstjórnin ætlar að standa við þessi fyrirheit um að rjúfa þessa kyrrstöðu sem hefur verið hér í gerð jarðganga á Íslandi þá er það eina leiðin,“ segir Dagmar. Sveitarfélög um landið hvorki vilji né megi við því að eiga í samkeppni um innviðaframkvæmdir. „Það að etja saman landshlutum eða sveitarfélögum í samkeppni er ekki skynsamlegt og ekki vænlegur kostur og okkur hugnast það ekki,“ segir Jónína. Fámennur landshluti sem skapi miklar tekjur Þær hafa óskað eftir áheyrn forsætisráðherra vegna málsins. Í bréfi sem sent var þingmönnum í vikunni vekur sveitarfélagið jafnframt meðal annars athygli á því að innan við þrjú prósent landsmanna búi í landshlutanum sem þó standi undir nær fjórðungi vöruútflutningstekna þjóðarinnar. „Austurland skapar gríðarlega miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. Það væri afskaplega skynsamlegt að tryggja að það haldi áfram og að þær tekjur aukist, frekar heldur en að rýra þær,“ segir Jónína. Hvetja ríkisstjórnina til dáða Þær fagna hins vegar áformum um stofnun innviðafélags sem Jónína segir skynsamlegt. „Það þarf að veita meira fjármagni til innviðauppbyggingar, það er alveg vitað og það er margt jákvætt sem hefur komið hér fram í dag og ég held að það sé óhætt að segja að flestöll sveitarfélög geti bara vel tekið undir það efnislega sem hefur verið fjallað um hér í dag.“ Dagmar hvetur ríkisstjórnina einnig til dáða í áformum sínum um uppbyggingu samgönguinnviða. „Bara fulla ferð áfram. Við erum að berjast fyrir að fá hringtengingu á Austurlandi með jarðgöngum til þess að efla okkar samfélag og við verðum eitt atvinnusóknarsvæði,“ segir Dagmar. Fjarðarheiðargöng séu fyrsti áfanginn í að hringtengingin verði að veruleika og það verkefni sem komið er hvað lengst á veg.
Múlaþing Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira