Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 15:03 Smáhrifavaldar eru með fylgjendur um og yfir 1000 til 5000 á Instagram. Á undanförnum árum hafa svokallaðir smáhrifavaldar vakið sífellt meiri athygli í markaðsstarfi, bæði hér á landi og erlendis. Smáhrifavaldar hafa mun færri fylgjendur en stórir áhrifavaldar, en njóta oft meiri trúverðugleika og persónulegra tengsla við fylgjendur sína. Samkvæmt Forbes telja mörg fyrirtæki að samstarf við smáhrifavalda skili betri árangri en dýrara samstarf við stór nöfn. Rannsókn Stackla sýnir að smááhrifavaldar veita ekki aðeins meiri trúverðugleika heldur einnig betri innsýn í þarfir neytenda. Þátttaka fylgjenda (e. engagement) er að jafnaði mun hærri hjá smááhrifavöldum þar sem fylgjendahópar þeirra eru einsleitari, áhugasamari og með sterkari tengsl við áhrifavaldinn sjálfan. Trúverðugleiki óháð fylgjendafjölda Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, eigandi umboðsskrifstofunnar Atelier Agency og áhrifavaldur, telur að um 300 smáhrifavaldar starfi á Íslandi í dag. Fjöldi fylgjenda þeirra er yfirleitt 1000 til 5000 á Íslandi, en stærri áhrifavaldar eru um fimmtíu talsins. Spurður hvort smáhrifavaldar njóti meiri trúverðugleika en stærri áhrifavaldar segir hann að það sé misjafnt. Hann segist skilja hvaðan áhyggjur fólks koma en það komi ávallt niður að gildum hvers og eins, óháð fylgjendatölu. „Það er að mínu mati undir áhrifavaldinum sjálfum komið hvernig hann viðheldur trúverðugleikanum. Persónulega reyni ég að miða við sjálfan mig og byggja upp langtímasamstarf, ekki stutt verkefni í einn eða þrjá mánuði. Flest af mínum samstörfum hafa staðið yfir í nokkur ár. Það skapar bæði fjárhagslegan stöðugleika fyrir mig og styrkir trúverðugleika minn gagnvart fylgjendum mínum.“ Guðmundur segir fólk þurfi að stíga varlega til jarðar bæði vegna eigin vörumerkis, fyrirtækjanna og vegna ábyrgðarinnar sem fylgir því að hafa áhrif á aðra: „Oft eru smáhrifavaldar að gefa vinnu sína fyrir nokkrar vörur, sérstaklega á TikTok þar sem sumir eru að vinna með þrjá til fimm samstarfsaðila í einu, en eiga kannski margra klukkustunda vinnu að baki og fá lítið í vasann. Það er ekki gott fyrir neinn til lengri tíma,“ segir Gummi. Hér að neðan má sjá nokkra íslenska smáhrifavalda: Elísabet Metta Svansdóttir eigandi Maikai. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Metta Svan Ásgeirsd (@elisabmetta) Björn Boði Björnsson, flugþjónn og World Class-erfingi. View this post on Instagram A post shared by Björn Boði (@bjornbodi) Anna Guðný Ingvarsdóttir flugfreyja View this post on Instagram A post shared by Anna Guðný Ingvarsdóttir (@annagudnyingvars) Adam Helgason matargagnrýnandi View this post on Instagram A post shared by Adam Karl (@adamhelgason) Brynja Bjarnadóttir dansari View this post on Instagram A post shared by Brynja anderiman (@brynjabjarnaa) Friðþóra Sigurjónsdóttir pílateskennari View this post on Instagram A post shared by FRIÐÞÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR (@fridtora) Ábendingar um nýja smáhrifavalda má senda á svavam@syn.is Samfélagsmiðlar Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira
Samkvæmt Forbes telja mörg fyrirtæki að samstarf við smáhrifavalda skili betri árangri en dýrara samstarf við stór nöfn. Rannsókn Stackla sýnir að smááhrifavaldar veita ekki aðeins meiri trúverðugleika heldur einnig betri innsýn í þarfir neytenda. Þátttaka fylgjenda (e. engagement) er að jafnaði mun hærri hjá smááhrifavöldum þar sem fylgjendahópar þeirra eru einsleitari, áhugasamari og með sterkari tengsl við áhrifavaldinn sjálfan. Trúverðugleiki óháð fylgjendafjölda Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, eigandi umboðsskrifstofunnar Atelier Agency og áhrifavaldur, telur að um 300 smáhrifavaldar starfi á Íslandi í dag. Fjöldi fylgjenda þeirra er yfirleitt 1000 til 5000 á Íslandi, en stærri áhrifavaldar eru um fimmtíu talsins. Spurður hvort smáhrifavaldar njóti meiri trúverðugleika en stærri áhrifavaldar segir hann að það sé misjafnt. Hann segist skilja hvaðan áhyggjur fólks koma en það komi ávallt niður að gildum hvers og eins, óháð fylgjendatölu. „Það er að mínu mati undir áhrifavaldinum sjálfum komið hvernig hann viðheldur trúverðugleikanum. Persónulega reyni ég að miða við sjálfan mig og byggja upp langtímasamstarf, ekki stutt verkefni í einn eða þrjá mánuði. Flest af mínum samstörfum hafa staðið yfir í nokkur ár. Það skapar bæði fjárhagslegan stöðugleika fyrir mig og styrkir trúverðugleika minn gagnvart fylgjendum mínum.“ Guðmundur segir fólk þurfi að stíga varlega til jarðar bæði vegna eigin vörumerkis, fyrirtækjanna og vegna ábyrgðarinnar sem fylgir því að hafa áhrif á aðra: „Oft eru smáhrifavaldar að gefa vinnu sína fyrir nokkrar vörur, sérstaklega á TikTok þar sem sumir eru að vinna með þrjá til fimm samstarfsaðila í einu, en eiga kannski margra klukkustunda vinnu að baki og fá lítið í vasann. Það er ekki gott fyrir neinn til lengri tíma,“ segir Gummi. Hér að neðan má sjá nokkra íslenska smáhrifavalda: Elísabet Metta Svansdóttir eigandi Maikai. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Metta Svan Ásgeirsd (@elisabmetta) Björn Boði Björnsson, flugþjónn og World Class-erfingi. View this post on Instagram A post shared by Björn Boði (@bjornbodi) Anna Guðný Ingvarsdóttir flugfreyja View this post on Instagram A post shared by Anna Guðný Ingvarsdóttir (@annagudnyingvars) Adam Helgason matargagnrýnandi View this post on Instagram A post shared by Adam Karl (@adamhelgason) Brynja Bjarnadóttir dansari View this post on Instagram A post shared by Brynja anderiman (@brynjabjarnaa) Friðþóra Sigurjónsdóttir pílateskennari View this post on Instagram A post shared by FRIÐÞÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR (@fridtora) Ábendingar um nýja smáhrifavalda má senda á svavam@syn.is
Samfélagsmiðlar Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira