Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2025 08:01 Ruben Amorim horfði í gaupnir sér á meðan vítaspyrnukeppnin í viðureign Grimsby Town og Manchester United fór fram. Athygli vakti að Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, virtist ekki þora að horfa á vítaspyrnukeppnina í leiknum gegn Grimsby Town í enska deildabikarnum í gær. United mátti þola eitt háðulegasta tap í sögu félagsins þegar það tapaði fyrir D-deildarliði Grimsby í 2. umferð deildabikarsins í gær. Grimsby var 2-0 yfir í hálfleik en United jafnaði með mörkum Bryans Mbeumo og Harrys Maguire og því réðust úrslitin í vítakeppni. Alls þurfti 26 spyrnur til að knýja fram sigurvegara. Í 13. umferð vítakeppninnar skoraði Darragh Burns fyrir Grimsby og Mbeumo skaut svo í slá. Pressan á Amorim er mikil og hann virðist heldur betur finna fyrir henni því hann gat varla horft á vítakeppnina. Hann sat í varamannaskýlinu og starði á jörðina. Margir stuðningsmenn United og aðrir furðuðu sig á þessu athæfi Amorims. Meðal þeirra var Craig Hope, blaðamaður Daily Mail. „Að Ruben Amorim sitji á varamannabekknum og horfi ekki leikmennina sína taka víti öskrar ekki beint á mann að hann sé leiðtogi. Jafnvel þótt United hefði unnið segir þetta mér að hann sé ekki rétti maðurinn fyrir félagið. Veikt,“ skrifaði Hope. Ruben Amorim sitting in the dugout & not watching his players take penalties hardly screams leader. Even if Man Utd had won, that tells me he’s not the right man for a club of that size. Weak.— Craig Hope (@CraigHope_DM) August 27, 2025 Í viðtali eftir leikinn virkaði Amorim algjörlega bugaður og gaf í skyn að leikmennirnir hefðu misst trú á honum. Hann talaði meðal annars um að leikmenn United hefðu sent hávær skilaboð með frammistöðu sinni á Blundell Park. „Ég tel að það sé alveg ljóst hvað þeir voru að segja með þessari frammistöðu. Við höldum áfram en ég held að það sé alveg á tæru hjá öllum hvað gerðist í kvöld,“ sagði Amorim meðal annars. Næsti leikur United er gegn Burnley á Old Trafford í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. Síðan kemur landsleikjahlé en áhugavert verður að sjá hvort Amorim verður stjóri United eftir það. Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
United mátti þola eitt háðulegasta tap í sögu félagsins þegar það tapaði fyrir D-deildarliði Grimsby í 2. umferð deildabikarsins í gær. Grimsby var 2-0 yfir í hálfleik en United jafnaði með mörkum Bryans Mbeumo og Harrys Maguire og því réðust úrslitin í vítakeppni. Alls þurfti 26 spyrnur til að knýja fram sigurvegara. Í 13. umferð vítakeppninnar skoraði Darragh Burns fyrir Grimsby og Mbeumo skaut svo í slá. Pressan á Amorim er mikil og hann virðist heldur betur finna fyrir henni því hann gat varla horft á vítakeppnina. Hann sat í varamannaskýlinu og starði á jörðina. Margir stuðningsmenn United og aðrir furðuðu sig á þessu athæfi Amorims. Meðal þeirra var Craig Hope, blaðamaður Daily Mail. „Að Ruben Amorim sitji á varamannabekknum og horfi ekki leikmennina sína taka víti öskrar ekki beint á mann að hann sé leiðtogi. Jafnvel þótt United hefði unnið segir þetta mér að hann sé ekki rétti maðurinn fyrir félagið. Veikt,“ skrifaði Hope. Ruben Amorim sitting in the dugout & not watching his players take penalties hardly screams leader. Even if Man Utd had won, that tells me he’s not the right man for a club of that size. Weak.— Craig Hope (@CraigHope_DM) August 27, 2025 Í viðtali eftir leikinn virkaði Amorim algjörlega bugaður og gaf í skyn að leikmennirnir hefðu misst trú á honum. Hann talaði meðal annars um að leikmenn United hefðu sent hávær skilaboð með frammistöðu sinni á Blundell Park. „Ég tel að það sé alveg ljóst hvað þeir voru að segja með þessari frammistöðu. Við höldum áfram en ég held að það sé alveg á tæru hjá öllum hvað gerðist í kvöld,“ sagði Amorim meðal annars. Næsti leikur United er gegn Burnley á Old Trafford í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. Síðan kemur landsleikjahlé en áhugavert verður að sjá hvort Amorim verður stjóri United eftir það.
Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira