Fótbolti

Amanda og fé­lagar mæta Blikum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Amanda Andradóttir kveikti heldur betur á sóknarlei Twente þegar hún kom inn á völlinn.
Amanda Andradóttir kveikti heldur betur á sóknarlei Twente þegar hún kom inn á völlinn. Getty/Alex Caparros

Amanda Andradóttir og félagar hennar í hollenska félaginu Twente tryggðu sér í kvöld með mjög sannfærandi hætti sæti í úrslitaleiknum um laust sæti í næstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Twente vann 6-0 stórsigur á Rauðu Stjörnunni og mætir Íslandsmeisturum Breiðabliks í úrslitaleiknum. Blikar unnu írsku meistarana í sínum undanúrslitaleik fyrr í dag.

Amanda byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður á 56. mínútu þegar staðan var enn markalaus.

Twente skoraði sex mörk með íslensku landsliðskonuna inn á vellinum og Amanda átti stoðsendinguna í fjórða markinu.

Jill Roord skoraði tvö mörk fyrir Twente en hin mörkin skoruðu þær Jaimy Ravensbergen, Alieke Tuin, Sophie Proost og Eva Oude Elberink.

Sædís Rún Heiðarsdóttir og félagar í Vålerenga komust einnig í samskonar úrslitaleik eftir 1-0 sigur á finnska liðinu HJK frá Helsinki.

Vålerenga mætir tékkneska liðinu Slavia Prag í sínum úrslitaleik en í boði er sæti í umspilsleikjum um sæti í Meistaradeildinni á komandi tímabili.

Sædís Rún kom inn á sem varamaður á 62. mínútu en sigurmarkið skoraði Karina Sævik úr vítaspyrnu á 30. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×