Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Jón Þór Stefánsson skrifar 27. ágúst 2025 17:17 Stefán Blackburn er einn þeirra sem ákærður er í málinu. Vísir/Anton Brink Læknir hjá minnismóttöku Landspítalans segir Hjörleif Hauk Guðmundsson, manninn sem lét lífið í Gufunesmálinu svokallaða, hafa glímt við veikindi í aðdraganda andlátsins. Þetta kom fram í framburði læknisins sem gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Þessi læknir sem mun hafa hitt Hjörleif nokkrum sinnum á síðustu árum, síðast um mánuði fyrir andlát hans, sagði Hjörleif hafa verið greindan með dæmigerða framheilabilun, sem sé nokkuð sjaldgæfur sjúkdómur. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu, þar af þrír fyrir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Þessum þremenningunum er gefið að sök að hafa numið Hjörleif, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Fólk gæti haldið að um geðsjúkdóm væri að ræða Fyrir dómi sagði umræddur læknir að einkenni Hjörleifs hefðu færst í aukana á síðustu árum. Hann sagði að einkenni sjúkdómsins væru sérstök fyrir þær sakir að utanaðkomandi einstaklingur myndi ekki endilega gruna að viðkomandi væri með heilabilun, hann myndi jafnvel halda að um alvarlegan geðsjúkdóm væri að ræða. Einkenni Hjörleifs hafi til að mynda verið persónuleikabreytingar og hömluleysi. Jafnframt hafi hann sýnt af sér sinnu- og framtaksleysi. Þá er Hjörleifur sagður alltaf hafa verið skapstór, en vegna sjúkdómsins hafi þráðurinn verið styttri en áður. Læknirinn sagði að Hjörleifur hafi, síðast þegar þau hittust, verið óviðeigandi við sig en ekki ógnandi. Auðvelt að teyma út í vitleysu Hann hafi verið farinn að leita að kynferðislegu efni á netinu og átt í samskiptum við aðrar konur, sem hafi sært eiginkonu hans. Um var að ræða hegðun sem hann hafði ekki sýnt áður. Þess má geta að sakborningarnir hafa borið um að hafa tælt Hjörleif upp í bíl með sér í svokallaðri tálbeituaðgerð þar sem þeir hafi þóst vera stúlka undir lögaldri að falast eftir einhverju kynferðislegu. Ekkja hans hafnar því. Hún telur að hann hafi verið að leitast eftir samskiptum við aðra konu þetta kvöld. Læknirinn var spurður hvort veikindi Hjörleifs hefðu verið þess eðlis að auðvelt að teyma hann út í aðstæður sem réði ekki við, eða áttaði sig ekki á. Hann hefði getað verið áhrifagjarn og mögulega auðvelt að villa á sér heimildir og leiða hann út í einhverja vitleysu. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Þessi læknir sem mun hafa hitt Hjörleif nokkrum sinnum á síðustu árum, síðast um mánuði fyrir andlát hans, sagði Hjörleif hafa verið greindan með dæmigerða framheilabilun, sem sé nokkuð sjaldgæfur sjúkdómur. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu, þar af þrír fyrir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Þessum þremenningunum er gefið að sök að hafa numið Hjörleif, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Fólk gæti haldið að um geðsjúkdóm væri að ræða Fyrir dómi sagði umræddur læknir að einkenni Hjörleifs hefðu færst í aukana á síðustu árum. Hann sagði að einkenni sjúkdómsins væru sérstök fyrir þær sakir að utanaðkomandi einstaklingur myndi ekki endilega gruna að viðkomandi væri með heilabilun, hann myndi jafnvel halda að um alvarlegan geðsjúkdóm væri að ræða. Einkenni Hjörleifs hafi til að mynda verið persónuleikabreytingar og hömluleysi. Jafnframt hafi hann sýnt af sér sinnu- og framtaksleysi. Þá er Hjörleifur sagður alltaf hafa verið skapstór, en vegna sjúkdómsins hafi þráðurinn verið styttri en áður. Læknirinn sagði að Hjörleifur hafi, síðast þegar þau hittust, verið óviðeigandi við sig en ekki ógnandi. Auðvelt að teyma út í vitleysu Hann hafi verið farinn að leita að kynferðislegu efni á netinu og átt í samskiptum við aðrar konur, sem hafi sært eiginkonu hans. Um var að ræða hegðun sem hann hafði ekki sýnt áður. Þess má geta að sakborningarnir hafa borið um að hafa tælt Hjörleif upp í bíl með sér í svokallaðri tálbeituaðgerð þar sem þeir hafi þóst vera stúlka undir lögaldri að falast eftir einhverju kynferðislegu. Ekkja hans hafnar því. Hún telur að hann hafi verið að leitast eftir samskiptum við aðra konu þetta kvöld. Læknirinn var spurður hvort veikindi Hjörleifs hefðu verið þess eðlis að auðvelt að teyma hann út í aðstæður sem réði ekki við, eða áttaði sig ekki á. Hann hefði getað verið áhrifagjarn og mögulega auðvelt að villa á sér heimildir og leiða hann út í einhverja vitleysu.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent