Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2025 07:01 Florian Wirtz á enn eftir að koma að marki í ensku úrvalsdeidlinni eftir tvo leiki. EPA/ADAM VAUGHAN Strákarnir í Fantasýn gefa íslenskum Fantasy spilurum góð ráð fyrir komandi umferð í nýjasta þætti sínum og eitt stærsta spurningamerkið er í kringum framtíð stjórstjörnu Liverpool í Fantasy leiknum. Florian Wirtz hefur ekki fundið sig í fyrstu tveimur leikjum sínum með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur vissulega unnið báða leikina þökk sé góðum innkomu hjá varamönnum liðsins en dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins hefur skilað litlu. Þegar kemur að Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar þá hefur Wirtz svo sannarlega brugðist eigendum sínum. En hvað á að gera með hann? Er hann alveg vonlaus eða eru þetta bara byrjendabras? Strákarnir í Fantasýn, Fantasy Premier League hlaðvarpi Sýnar, ræddu hvað sé hægt að gera með þýska sóknarmanninn sem á enn eftir að koma að marki í deildinni eftir tvo leiki. Þáttastjórnendur hjá Fantasýn eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban. „Maður er strax farinn að hafa áhyggjur af Florian Wirtz,“ sagði Albert sem er sjálfur Liverpool maður. Það eru öll ljós blikkandi „Hann var að gera mistök og hann var að missa boltann. Það er eitthvað ekki alveg að ganga upp þar,“ sagði Albert. „Það eru öll ljós blikkandi,“ skaut Sindri inn í. „Það eru mörg ljós blikkandi,“ viðurkenndi Albert en Sindri hélt áfram: „Það er ekki hægt að tala saman í kringum hann því það er allt í pípi og öll ljós blikka,“ sagði Sindri stríðinn. „Þetta er eins og gamli bílinn minn. Hann pípti bara við allt sem þú gerðir í bílnum. Þú vissir aldrei hvað væri í gangi,“ sagði Albert. Erum kannski fullleiðinlegir við hann „Við erum kannski fullleiðinlegir við hann. Hann er með fullt hús stiga eftir tvo leiki,“ sagði Albert. „Hvað meinar þú með fullt hús stiga? Liverpool er með full hús stiga,“ sagði Sindri „Þetta er liðsíþrótt Sindri,“ sagði Albert. „En ekki í Fantasy,“ sagði Sindri. „Hann er ekki með mörg stig í Fantasy en ég tók þá ákvörðun í gær. Ég vissi að hann væri að fara lækka í verði en ég ákvað bara að leyfa honum að lækka. Ég seldi hann ekki,“ sagði Albert. „Ég ákvað að halda honum en líka út af þessari óvissu með [Cole] Palmer og þessi óvissa með Strand Larsen en þeir eru báðir í mínu liði. Það eru einhverjir leikir í Carabao og einhverjir gætu meiðst þar,“ sagði Albert. Þú ert í erfiðri stöðu „Það er margt sem getur gerst og ég var ekki alveg tilbúinn að ýta á Wild card takkann eða fría takkann. Ég ákvað bara að bíða og sjá,“ sagði Albert. „Í þessari sjúkrahús samlíkingu, þá stendur þú blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi,“ sagði Sindri. „Já ég myndi segja það,“ sagði Albert. „Þú ert í erfiðri stöðu. Það eru þrír þungt haldnir leikmenn á börunum. Þú getur bara bjargað einum og þú velur að handpumpa Wirtz,“ sagði Sindri. „Ég vel Wirtz af því að ég þarf að halda lífi í honum af því að ég er með mestu peningana í honum,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir ofan. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Florian Wirtz hefur ekki fundið sig í fyrstu tveimur leikjum sínum með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur vissulega unnið báða leikina þökk sé góðum innkomu hjá varamönnum liðsins en dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins hefur skilað litlu. Þegar kemur að Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar þá hefur Wirtz svo sannarlega brugðist eigendum sínum. En hvað á að gera með hann? Er hann alveg vonlaus eða eru þetta bara byrjendabras? Strákarnir í Fantasýn, Fantasy Premier League hlaðvarpi Sýnar, ræddu hvað sé hægt að gera með þýska sóknarmanninn sem á enn eftir að koma að marki í deildinni eftir tvo leiki. Þáttastjórnendur hjá Fantasýn eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban. „Maður er strax farinn að hafa áhyggjur af Florian Wirtz,“ sagði Albert sem er sjálfur Liverpool maður. Það eru öll ljós blikkandi „Hann var að gera mistök og hann var að missa boltann. Það er eitthvað ekki alveg að ganga upp þar,“ sagði Albert. „Það eru öll ljós blikkandi,“ skaut Sindri inn í. „Það eru mörg ljós blikkandi,“ viðurkenndi Albert en Sindri hélt áfram: „Það er ekki hægt að tala saman í kringum hann því það er allt í pípi og öll ljós blikka,“ sagði Sindri stríðinn. „Þetta er eins og gamli bílinn minn. Hann pípti bara við allt sem þú gerðir í bílnum. Þú vissir aldrei hvað væri í gangi,“ sagði Albert. Erum kannski fullleiðinlegir við hann „Við erum kannski fullleiðinlegir við hann. Hann er með fullt hús stiga eftir tvo leiki,“ sagði Albert. „Hvað meinar þú með fullt hús stiga? Liverpool er með full hús stiga,“ sagði Sindri „Þetta er liðsíþrótt Sindri,“ sagði Albert. „En ekki í Fantasy,“ sagði Sindri. „Hann er ekki með mörg stig í Fantasy en ég tók þá ákvörðun í gær. Ég vissi að hann væri að fara lækka í verði en ég ákvað bara að leyfa honum að lækka. Ég seldi hann ekki,“ sagði Albert. „Ég ákvað að halda honum en líka út af þessari óvissu með [Cole] Palmer og þessi óvissa með Strand Larsen en þeir eru báðir í mínu liði. Það eru einhverjir leikir í Carabao og einhverjir gætu meiðst þar,“ sagði Albert. Þú ert í erfiðri stöðu „Það er margt sem getur gerst og ég var ekki alveg tilbúinn að ýta á Wild card takkann eða fría takkann. Ég ákvað bara að bíða og sjá,“ sagði Albert. „Í þessari sjúkrahús samlíkingu, þá stendur þú blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi,“ sagði Sindri. „Já ég myndi segja það,“ sagði Albert. „Þú ert í erfiðri stöðu. Það eru þrír þungt haldnir leikmenn á börunum. Þú getur bara bjargað einum og þú velur að handpumpa Wirtz,“ sagði Sindri. „Ég vel Wirtz af því að ég þarf að halda lífi í honum af því að ég er með mestu peningana í honum,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir ofan.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira