Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2025 07:01 Florian Wirtz á enn eftir að koma að marki í ensku úrvalsdeidlinni eftir tvo leiki. EPA/ADAM VAUGHAN Strákarnir í Fantasýn gefa íslenskum Fantasy spilurum góð ráð fyrir komandi umferð í nýjasta þætti sínum og eitt stærsta spurningamerkið er í kringum framtíð stjórstjörnu Liverpool í Fantasy leiknum. Florian Wirtz hefur ekki fundið sig í fyrstu tveimur leikjum sínum með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur vissulega unnið báða leikina þökk sé góðum innkomu hjá varamönnum liðsins en dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins hefur skilað litlu. Þegar kemur að Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar þá hefur Wirtz svo sannarlega brugðist eigendum sínum. En hvað á að gera með hann? Er hann alveg vonlaus eða eru þetta bara byrjendabras? Strákarnir í Fantasýn, Fantasy Premier League hlaðvarpi Sýnar, ræddu hvað sé hægt að gera með þýska sóknarmanninn sem á enn eftir að koma að marki í deildinni eftir tvo leiki. Þáttastjórnendur hjá Fantasýn eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban. „Maður er strax farinn að hafa áhyggjur af Florian Wirtz,“ sagði Albert sem er sjálfur Liverpool maður. Það eru öll ljós blikkandi „Hann var að gera mistök og hann var að missa boltann. Það er eitthvað ekki alveg að ganga upp þar,“ sagði Albert. „Það eru öll ljós blikkandi,“ skaut Sindri inn í. „Það eru mörg ljós blikkandi,“ viðurkenndi Albert en Sindri hélt áfram: „Það er ekki hægt að tala saman í kringum hann því það er allt í pípi og öll ljós blikka,“ sagði Sindri stríðinn. „Þetta er eins og gamli bílinn minn. Hann pípti bara við allt sem þú gerðir í bílnum. Þú vissir aldrei hvað væri í gangi,“ sagði Albert. Erum kannski fullleiðinlegir við hann „Við erum kannski fullleiðinlegir við hann. Hann er með fullt hús stiga eftir tvo leiki,“ sagði Albert. „Hvað meinar þú með fullt hús stiga? Liverpool er með full hús stiga,“ sagði Sindri „Þetta er liðsíþrótt Sindri,“ sagði Albert. „En ekki í Fantasy,“ sagði Sindri. „Hann er ekki með mörg stig í Fantasy en ég tók þá ákvörðun í gær. Ég vissi að hann væri að fara lækka í verði en ég ákvað bara að leyfa honum að lækka. Ég seldi hann ekki,“ sagði Albert. „Ég ákvað að halda honum en líka út af þessari óvissu með [Cole] Palmer og þessi óvissa með Strand Larsen en þeir eru báðir í mínu liði. Það eru einhverjir leikir í Carabao og einhverjir gætu meiðst þar,“ sagði Albert. Þú ert í erfiðri stöðu „Það er margt sem getur gerst og ég var ekki alveg tilbúinn að ýta á Wild card takkann eða fría takkann. Ég ákvað bara að bíða og sjá,“ sagði Albert. „Í þessari sjúkrahús samlíkingu, þá stendur þú blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi,“ sagði Sindri. „Já ég myndi segja það,“ sagði Albert. „Þú ert í erfiðri stöðu. Það eru þrír þungt haldnir leikmenn á börunum. Þú getur bara bjargað einum og þú velur að handpumpa Wirtz,“ sagði Sindri. „Ég vel Wirtz af því að ég þarf að halda lífi í honum af því að ég er með mestu peningana í honum,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir ofan. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Florian Wirtz hefur ekki fundið sig í fyrstu tveimur leikjum sínum með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur vissulega unnið báða leikina þökk sé góðum innkomu hjá varamönnum liðsins en dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins hefur skilað litlu. Þegar kemur að Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar þá hefur Wirtz svo sannarlega brugðist eigendum sínum. En hvað á að gera með hann? Er hann alveg vonlaus eða eru þetta bara byrjendabras? Strákarnir í Fantasýn, Fantasy Premier League hlaðvarpi Sýnar, ræddu hvað sé hægt að gera með þýska sóknarmanninn sem á enn eftir að koma að marki í deildinni eftir tvo leiki. Þáttastjórnendur hjá Fantasýn eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban. „Maður er strax farinn að hafa áhyggjur af Florian Wirtz,“ sagði Albert sem er sjálfur Liverpool maður. Það eru öll ljós blikkandi „Hann var að gera mistök og hann var að missa boltann. Það er eitthvað ekki alveg að ganga upp þar,“ sagði Albert. „Það eru öll ljós blikkandi,“ skaut Sindri inn í. „Það eru mörg ljós blikkandi,“ viðurkenndi Albert en Sindri hélt áfram: „Það er ekki hægt að tala saman í kringum hann því það er allt í pípi og öll ljós blikka,“ sagði Sindri stríðinn. „Þetta er eins og gamli bílinn minn. Hann pípti bara við allt sem þú gerðir í bílnum. Þú vissir aldrei hvað væri í gangi,“ sagði Albert. Erum kannski fullleiðinlegir við hann „Við erum kannski fullleiðinlegir við hann. Hann er með fullt hús stiga eftir tvo leiki,“ sagði Albert. „Hvað meinar þú með fullt hús stiga? Liverpool er með full hús stiga,“ sagði Sindri „Þetta er liðsíþrótt Sindri,“ sagði Albert. „En ekki í Fantasy,“ sagði Sindri. „Hann er ekki með mörg stig í Fantasy en ég tók þá ákvörðun í gær. Ég vissi að hann væri að fara lækka í verði en ég ákvað bara að leyfa honum að lækka. Ég seldi hann ekki,“ sagði Albert. „Ég ákvað að halda honum en líka út af þessari óvissu með [Cole] Palmer og þessi óvissa með Strand Larsen en þeir eru báðir í mínu liði. Það eru einhverjir leikir í Carabao og einhverjir gætu meiðst þar,“ sagði Albert. Þú ert í erfiðri stöðu „Það er margt sem getur gerst og ég var ekki alveg tilbúinn að ýta á Wild card takkann eða fría takkann. Ég ákvað bara að bíða og sjá,“ sagði Albert. „Í þessari sjúkrahús samlíkingu, þá stendur þú blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi,“ sagði Sindri. „Já ég myndi segja það,“ sagði Albert. „Þú ert í erfiðri stöðu. Það eru þrír þungt haldnir leikmenn á börunum. Þú getur bara bjargað einum og þú velur að handpumpa Wirtz,“ sagði Sindri. „Ég vel Wirtz af því að ég þarf að halda lífi í honum af því að ég er með mestu peningana í honum,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir ofan.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira